Heimsmynd - 01.10.1991, Page 102
ue. Þjónarnir eru allir franskir og ef gest-
irnir eru ekki ríkir þykjast þeir vera það.
Síðar um daginn ætlar hann að fljúga til
Washington og ganga frá ákveðnum
samningi en það er enginn asi á honum.
„Það er margt gott heima, gæði landsins
eru mikil og þessi fámenna þjóð ætti að
geta haft það ágætt. Ef kjör almennings
eru ekki góð er eitthvað að. Tilfinning
mín er sú að heima á Islandi séu menn
orðnir of værukærir.“
Allt í einu lítur hann upp hugsi og
spyr: „Reyna bisnessmenn heima að
stjórna pressunni? Það eru fyrstu stóru
mistökin sem menn gera.“
Eg hef grun um að hann fylgist betur
með málum heima en hann lætur uppi.
„Nei, ég les ekki dagblöðin heima - ég
les HEIMSMYND. “
Eg legg pennann frá mér og bæti hon-
um upp fréttamissinn. Af og til hristir
hann höfuðið vantrúaður. Þjónninn
kemur og spyr hvort okkur vanti meira
vatn. Oftar og oftar hristir Ólafur Jó-
hann höfuðið. Og þegar kemur að hlut-
um sem ekki eru í fréttum en varða op-
Sumt af
þessu fólki er
í engum
tengslum við
veruleikann.
inbert athæfi fer hann að hlæja. Og hann
hlær og hlær. Svo strammar hann sig af
þannig að Diorfrúrnar á næsta borði fara
aftur að hvíslast á í hálfum hljóðum.
„Það sem mér þætti fróðlegt að vita
um Island er hvernig peningunum er
raunverulega stjórnað og úthlutað, hver
eru tengsl banka- og flokkakerfis. Þessi
hringamyndun sem virðist eiga sér stað
er óeðlileg og brýtur í bága við grund-
vallarlögmál kapítalismans.“
Um íslenska hlutabréfamarkaðinn seg-
ir hann: „Stjórnendur fyrirtækja hafa
skyldum að gegna við hluthafa. Stjórn-
andi sem fjárfestir í einhverju sem ekki
er arðbært fremur athæfi sem varðar við
lög. Mér er alveg sama þótt upphæðin sé
ekki hærri en ein króna. Þurfa menn
heima ekki að treysta undirstöður mark-
aðarins, setja um hann nánari löggjöf og
byggja hann síðan upp?“
„Auðvitað eru dyggðirnar ekkert alls-
ráðandi í bandarískum viðskiptum. Hér
þrífst allur fjandinn en stjórnendum,
hvort sem er í viðskiptalífi eða pólitík,
ber að ala á ákveðnum hugsunarhætti.
Mér finnst eðlilegt að.menn standi og
102 HEIMSMYND