Heimsmynd - 01.11.1991, Qupperneq 10

Heimsmynd - 01.11.1991, Qupperneq 10
FRA RITSTJORA La Dolce Vita s meðan Róm brennur eru ráða- menn þjóðarinnar í reisum um víða veröld. Sex hjón fóru á kostn- að hins opinbera á fund alþjóða- gjaldeyrissjóðsins í Bangkok í Tailandi í októ- ber. Um þriðjungur háttvirtra þingmanna var fjarverandi erlendis á sama tíma nýverið. Þá hefur æðsti embættismaður þjóðarinnar, for- seti lýðveldisins, verið í opinberum erinda- gjörðum erlendis í 54 daga fyrstu 40 vikur árs- ins enda hefur kostnaður við það embætti tvöfaldast í hennar tíð. Ráðherrar neita að borga skatta af bifreiðum sínum. Eftirlit með ferðakostnaði, dagpeningum, risnu, veislu- höldum og fleiru sem snertir opinbert athæfi er svo að segja ekkert. Umræðan um kynferðislega áreitni hefur verið í brennidepli í Bandaríkjunum undanfarið og segja má að hún eigi ekki síð- ur við hér þegar litið er á atferli karlanna á toppnum á meðan íslenskar konur eru ævilangt dæmdar til að vera hálfdrættingar þeirra í launum. Nýjustu skattaskýrslur hafa leitt í ljós að ís- lenskar konur ná því ekki á neinu aldursskeiði að verða hálf- drættingar í launum á við karlkyns jafnaldra sína. Fyrirmenn- irnir sem sátu fundinn í Bangkok hafa ugglaust hneykslast á því hvernig tailenskum konum er þrælað út. Maður sér þá fyr- ir sér á Oriental-hótelinu, vermandi koníaksglösin sem við bjóðum þeim upp á, eftir erilsaman fund þann daginn og annasaman verslunartúr því einhvernveginn verður að koma dagpeningunum í lóg. Þeir hafa hrist höfuðin yfir þeirri stað- reynd sem allir ferðamenn í Tailandi hafa upplifað - konur þar eru þrælar hins kynsins. Menn verða alltaf að hafa svarta mynd til samanburðar. Slíku hlutverki hafa einræðisstjórnir kommúnistaríkjanna gegnt fram til þessa, hin spilltu stjórn- völd sem arðrænt hafa varnarlausan múginn. Tímaritið Time veittist harkalega að þingliðinu á Capitol Hill nýverið. Segir blaðið að spillingin þar ríði ekki við ein- teyming og líkir ástandinu á þingmönnum bandarísku þjóðar- innar við stjórnvöld Sovétríkjanna áður en kommúnistaflokk- urinn var lagður niður. Time gerir því skóna að forréttindi for- ystunnar á kostnað skattborgara falli illa að því efnahagsumhverfi og kreppu sem nú ríkir í Bandaríkjunum. Enn fremur spyr þetta íhaldssama blað hvað geti betur framkallað uppþot eða byltingu meðal almennings en slíkt athæfi af hálfu hinnar lýðkjörnu forystu. íslenskir fjölmiðlar eru einnig farnir að velta slíku fyrir sér. A undanförnum vikum hefur orðið gerbylting í fjölmiðlaumræðunni hér - óbragðið sem menn eru komnir með í munninn fær útrás í helgarpistlum, leiðurum og jafnvel hinu virta Reykjavíkurbréfi Morg- unblaðsins. Fólki er orðið þungt niðri fyrir. HEIMSMYND hefur hamrað á þessu atferli undanfarin ár í óþökk ráðamanna og sumra hvimleiðra áhangenda þeirra sem lifa sam- kvæmt þeirri formúlu að oft megi satt kyrrt liggja. En þegar framtíðarmyndin er eins svört og hér við blas- ir er mannfjandsamlegt og þjóðhættulegt að þegja yfir stað- rejmdum. Islenskur almenningur sættir sig ekki við atferli og viðhorf ráðamanna. Það er stórkostleg móðgun við þjóðina að pred- ika yfir henni þörfina á auknum álögum, auknu aðhaldi og herðingu sultaróla á sama tíma og þetta fólk snertir varla ís- lenska jörð í orðsins eiginlegustu merkingu. Forsætisráðherra íslands sagði nýlega að við værum á leið út úr skuggasundinu í átt til fagurrar veraldar. Við hver? Eða á hann við að nú fái hann og hans samstarfsmenn loks að kynnast óheftum dásemdum hins ljúfa lífs? FRAMLAG Ljósmyndarinn Bonni, Björn Torfi Hauksson, tók myndina af Lindu Péturs- dóttur sem prýðir forsíðu HEIMSMYNDAR að þessu sinni. Bonni starfaði um skeið hjá japanska ljós- myndaranum Hiro í New York en Hiro hefur í rúm þrjátíu ár verið í hópi fræg- ustu ljósmyndara heims. Undir hans leiðsögn vann Bonni meðal annars að tískuþáttum fyrir tímaritið Vogue og auglýsingamynd- um af leikkonunni og fyrir- sætunni heimsfrægu Isabellu Rossellini, svo fátt eitt sé nefnt. Starfsaðstaðan í New York var að sögn Bonna all frábrugðin því sem gerist hér á landi og ekki óalgengt að hátt í fimmtán manns ynnu við hverja myndatöku þótt í flestum tilfellum væri fyrir- sætan aðeins ein. Samkeppn- isandinn var mikill og allt skipulagt út í ystu æsar enda dugir lítið annað því eins og hann bendir á eru heims- þekktar fyrirsætur bókaðar marga mánuði fram í tímann. Áður en Bonni hélt utan hafði hann unnið hér heima um nokkurra ára skeið hjá Mats Wibe Lund og í Myndiðn auk þess sem hann starfaði sjálfstætt. Bonni naut aðstoðar fag- manna við tökurnar á Lindu Pétursdóttur. Um förðun sá Kristín Stefáns- dóttir hjá No Name en Dúddi (hjá Dúdda) um hár- greiðsluna. Fatnaður og skartgripir eru frá verslun- unum Sér og Gull og silfur lánaði Lindu hina stórglæsi- legu demanta sem hún skreytir sig með. 10 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.