Heimsmynd - 01.11.1991, Qupperneq 12

Heimsmynd - 01.11.1991, Qupperneq 12
HEIMSMYND UPPLJÖSTRANIR Enn sár... Hættir aö drekka... Rottur... MÆTIR EKKI Árni Sigfússon, borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins, er hættur að mæta í boð hjá borginni. Ekki mun ástæðan vera sú að með þessu vilji hann lýsa vanþóknun sinni á bruðli stjórnvalda heldur ku hann enn vera sár yfir því að hafa ekki hreppt sæti borgar- stjóra Reykjavíkurborgar Árni Sigfússon ku enn vera sár yfir því að hafa ekki hreppt embætti borgarstjóra. þegar Davíð Oddsson flutti sig um set. Þegar Davíð var kvaddur var honum haldið mikið hóf í Höfða en Árni sá sér ekki fært að mæta og boðaði forföll. Skilaboðin munu hafa hljóðað eitthvað á þá leið að hann væri upptek- inn því hann dveldist með fjölskyldunni í sumarbú- staðnum. KONUR OG SÚKKU- LAÐI Rannsóknir hafa leitt í ljós að konur eru mun sólgnari í súkkulaði en karlmenn. Á daginn hefur komið að um það bil fjörutíu prósent bandarískra kvenna segjast finna fyrir yfirþyrmandi löng- un í súkkulaði en aðeins fjór- tán prósent karla. Reynt var að skýra hvað veldur slíkri knýjandi þörf kvenna fyrir þessa tilteknu fæðutegund. Fljótlega töldu menn sig geta útilokað þá skýringu að lík- aminn ynni á þennan hátt upp skort á ákveðnum nær- ingarefnum og mun senni- Fjörutíu prósent kvenna finna fyrir yfirþyrmandi löngun í súkkulaði. legra talið að um einhvers konar fíkn væri að ræða. Það sem kann hins vegar að koma hvað mest á óvart er sú leið sem vísindamennirnir benda konum á að fara í glímunni við súkkulaðið. I stað þess að reyna að stand- ast freistinguna segja þeir betra að láta undan og fá sér nokkra súkkulaðimola. Ástæðan sé sú að með því að streitast á móti verði löngun- in í þessa forboðnu fæðu enn meiri og að þegar hún verður viljanum yfirsterkari er mikil hætta á að viðkomandi borði yfir sig af súkkulaði og bæti þar af leiðandi á sig mun fleiri hitaeiningum en hann hefði annars gert. ROTTURNAR BURT Ef að líkum lætur eru fá- tækrahverfin í borginni Cur- itiba í Brasilíu þau allra hreinustu í Suður-Ameríku og þó víðar væri leitað. Það var borgarstjórinn Jaime Lerner sem fékk þá glimr- andi hugmynd að greiða íbú- um þessara hverfa fyrir hvern tíu kílóa poka af sorpi sem þeim tækist að safna saman og koma í hendur réttra að- ila. Greiðsluna fær fólk ýmist í formi matvæla eða strætis- vagnafargjalda. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Götur eru tandurhreinar og rotturnar sem áður hlupu um stræti og torg eru á bak og burt. ÁRS STARFSKYNN- INGU LOKIÐ Því hefur verið fleygt að nú sé árs starfskynningu Baldvins Jónssonar á ljós- vakamiðlum lokið. Sem kunnugt er keypti Baldvin Aðalstöðina af Olafi Laufdal og börnum hans fyrir stuttu eftir að hafa starfað um það bil ár sem auglýsingastjóri á Baldvin Jónsson, nýr útvarpsstjóri og eigandi Aðalstöðvarinnar. Stöð 2. Gera menn ráð fyrir að húsbóndaskiptin á Aðal- stöðinni hafi gengið snurðu- laust fyrir sig og tæplega hart gengið fram í innheimtu af hálfu seljanda því sem kunn- ugt er er þeim Ólafi afskap- lega vel til vina og áfram verður reksturinn í húsnæði Ólafs í Aðalstræti. Án efa binda menn vonir við að það góða orðspor sem farið hefur af Baldvini, vinsældir hans og sambönd, muni verða til þess að lyfta Aðalstöðinni upp úr þeim mikla öldudal sem hún ku hafa verið í að undan- förnu. ALGJÖR ÞURRKUR Einn helsti munur á mat- argestum á Manhattan og í London er að á Manhattan drekkur enginn lengur með matnum. Þar kveður svo rammt að vínleysinu að það þætti saga til næsta bæjar ef gestum á heilum veitinga- stað tækist að ljúka einni vínflösku. í London kippir fólk sér hins vegar ekki upp við það þótt prúðbúnir gestir sporðrenni einni létt- vínsflösku með hverjum rétti máltíðarinnar. í Reykjavík eru drykkju- siðir einnig teknir að breyt- ast, þótt enn sé langt í land að við komumst með tærn- ar þangað sem íbúar á Manhattan hafa hælana. matargesti út að lokinni máltíð. Svo virðist sem ekki þyki lengur jafn fínt og áður að drekka sterka drykki, eins og vodka í kók eða Manhattan, fyrir matinn. Fyrir fjórum til fimm árum var ekki óalgengt að matargestir fengju sér sterka drykki fyrir matinn og milli rétta, létt vín með matnum og írskt kaffi á eft- ir. Eins og gefur að skilja þoldu margir illa svo mikið magn áfengis og því varð það oftar en ekki að þjónar þurftu að styðja gesti sína út. í dag heyra slíkar uppá- komur til undantekninga að sögn Birkis Elmarssonar yf- irþjóns á veitingastaðnum Argentína steikhús. Nú fær fólk sér léttan fordrykk eða jafnvel sleppir honum alveg. Með máltíðinni drekkur það vel valið borðvín, helst ekki meira en hálfa flösku á mann, gefur sér góðan tíma til að njóta matar og drykkj- ar og kemur sér síðan sjálft heim að máltíð lokinni. 12 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.