Heimsmynd - 01.11.1991, Page 15

Heimsmynd - 01.11.1991, Page 15
HNEYKSLI í utanríkisþjónustunni Margir spyrja sjálfa sig þessa dagana hvert utanríkisþjónustan eiginlega stefni ? Um langan tíma hefur hún verið notuð sem elliheimili fyrir uppgjafa stjórnmála- menn, uppskafninga í vinfengi við utanríkisráðherra hverju sinni, að ótöldum flokksbrceðrum og -systrum, og vinum þeirra sem þegar eru í utanríkisþjónustunni, eða gegna mikilvcegum embcettum. Akvörðun utanríkisráðherra, Jóns Baldvins Hannibalssonar, að ráða Jakob Frí- mann Magnússon popptónlistarmann í stöðu menningarfulltrúa hjá sendiráðinu í London, hefur enn einu sinni ýtt við þeirri spurningu hvort allir hafi jöfn tcekifœri í þessu þjóðfélagi eða eru sumir jafnari en aðrir? Það hefur löngum leg- ið í loftinu að Jakob vœri Alþýðuflokksmaður og gekk hann reyndar nýverið formlega til liðs við flokkinn. Þetta mál vakti ekki síst hneyksli þar sem Jakob er svo að segja tekinn beint af göt- unni því venjan hefur verið sú að menn starfi í menn mn 1 utanrikisþjónust- : una- einhver ár innan þjón- ustunnar — til reynslu — áður en ákveðið er hvort skuli ráða þá til starfa í sendi- ráðum. Ein af meginástceðunum fyrir þessum reynslutíma er vcentanlega sú að til- vonandi sendifulltrúar þurfa að lcera ákveðin „diplómatísk“ samskipti áður en þeir fara á vit ævintýranna. Auk þess hefur Jakob ekki háskólapróf en hefðin hefur verið sú hingað til að menn hafi einhverjar gráður frá háskólum, ef ekki, þá víðtæka starfsreynslu af alþjóðasamskiþtum. Jón Baldvin Hannibalsson hef- ur verið Iðlnn vlð að taka með sár ættingja og pólitíska vildar- Steingrímur Hermannsson: Ráðning Jakobs Magnússonar brýtur allar hefðlr. Matthías Á. Matthlesen réð fjölmarga unga menn í utanrík- isþjónustuna í sinni ráðherra- tíð. Enginn sem hann réð er talinn bera „pólitískan óróa í hjarta“. eftir GUÐRÚNU KRISTJÁNSDÓ TTUR HEIMSMYND 15 HEIMSM918-8

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.