Heimsmynd - 01.11.1991, Blaðsíða 20

Heimsmynd - 01.11.1991, Blaðsíða 20
FEGURÐ: Meö roða í vöngum Þriðjí áratugurinn: Stjörnur þöglu myndanna voru fyrirmyndir kvenna um allan heim. Hertogaynjan af Windsor, rauðar varir og rautt í vöngum. Hátt enni hefur löngum þótt merki greindar og skap- festu og augun kölluð spegl- ar sálarinnar. Kinnarnar hafa hins vegar aldrei haft jafn göfuga merkingu í hugum manna, það er helst að þrýstnar kinnar barna þyki hraustleikamerki. Þeg- ar allt kemur til alls eru þœr ekki annað en húð sem teygð er yfir andlitsbeinin hvor sínu megin við nef og það eina sem þcer geta gert er að bregða litum þegar blóðið streymir fram í þcer. Engu að síður hafa konur varið mikl- um tíma í að farða vanga sína og skoðanir manna á því hvernig litar og lagaðar kinnarnar skuli vera hafa verið stöðugum breytingum undirorpnar. Lengi framan af þóttu rauðir dflar í vöngum bera vott um drykkju, útiveru og ástríðu, þættir sem ekki þóttu lofsverðir í fari heldri kvenna. Þessu til staðfestingar hefur verið bent á hversu fágætt er að sjá rauða vanga á myndum sem málaðar voru af yfirstéttarfólki á miðöldum. Föl andlit voru talin merki þess að viðkomandi tilheyrði forréttindastétt, þeim hópi fólks sem ekki þurfti að leggja á sig líkamlega vinnu. Rauðar kinnar voru hins vegar merki almúgans. Fleiri ástæður voru til þess að konur sáu sér hag í því að forðast roða í vöng- um. Á þeim tímum þegar galdrabrennur voru iðkaðar var það talið merki um sekt ef kona roðnaði við yfirheyrslur dómara. Til að tryggja að húðin héldist föl sem nár og að ekki sæist ef svo illa vildi til að roði hlypi í kinnarnar notaði yfirstéttin þykkan andlitsfarða. Ástæðan var þó ekki eingöngu fagur- fræðileg því þeir sem á annað borð komust á legg voru iðulega svo illa farnir í andliti eftir bólusótt að ekki var um annað að ræða en að reyna að hylja það mesta með hnausþykkum farða. Það var ekki fyrr en með frönsku byltingunni að rós- rauðar kinnar tóku að njóta vinsælda. Dökkur fæðingarblettur á annarri kinninni og dálítill roði í vöngum var sú tíska sem Parísardömur þessa tíma hölluðust að. Rómantískur blær sveif yfir vötnum og náttúrulegt útlit var það sem koma skyldi. Rousseau rómaði æskufegurð í skrifum sínum og tengdi hana sakleysi og fegurð. Rjóðar kinnar urðu tákn barnslegs sakleys- is og fyrr en varði tóku hefðarmeyjar að mála kinnar sínar með rauðu til að ýta undir þessa ímynd. Bretar voru þó ekki 20 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.