Heimsmynd - 01.11.1991, Síða 36

Heimsmynd - 01.11.1991, Síða 36
einfalt . . OÁ flestum heimilum eru ákveðnir vandræðablettir eins og dimm og drungaleg horn þar sem ekkert nær að gróa og dafna. Veglegur en jafnframt stflhreinn gólfvasi, fylltur silkiblómum, annað hvort rósum eða túlípönum, er kjörin lausn. Slík blóm má fá í miklu úrvali hér á landi og svo eðlileg eru þau að flestir þurfa að þreifa á þeim til að fullvissa sig um að ekki sé um lifandi blóm Mjög skemmtilegt getur verið að láta plöntu eða afskorin blóm standa fyrir framan spegilinn því þegar þau speglast í honum sýnast þau helmingi gróskumeiri. OÆskilegt er að byggja upp samhengi í híbýlum með því að tengja húsgögn og hluti sem eiga saman, til dæmis þá sem eru úr samskonar efnum. Veldu fáa hluti en góða til að hafa uppi við og gefðu þeim nægilegt rými þannig að þeir fái notið sín sem allra best. Losaðu þig við hina, annað hvort með því að pakka þeim niður og koma þeim í geymslu, gefa þá vinum eða selja á fornsölur. Einfaldaðu vistarverurnar án þess að gera þær tómlegar. Ef gólf eru falleg getur verið mjög glæsilegt að leyfa þeim að njóta sín og það sama gildir um falleg húsgögn. OÁvextir í skál eru til mikillar prýði. Hins vegar skemmast þeir yfirleitt fljótt og vilja mygla eftir nokkra daga. Sítrónur og stjörnuávöxtur líkt og flestir sítrusávextir eru undantekningar. Þeir þola að standa í stofuhita í skál í langan tíma. Fallegar ávaxtaskálar fara vel alls staðar, til dæmis á borðstofu- eða eldhúsborði. Það er ótrúlegt hversu miklu litlir hlutir sem þessir geta breytt. Skemmtilegir og litríkir púðar gefa gamla stólnum nýjan svip. 36 HEIMSMYND að ræða. Silkiblóm eru tiltölulega dýr en góð fjárfesting þar sem þau endast í fjöldamörg ár sé þess gætt að dusta af þeim rykið öðru hverju. OGlæsilegur spegill í gylltum ramma getur sett mikinn svip á stofuna og fyllilega komið í stað málverks. Sjálfan spegilinn má fá skorinn eftir máli á glerverkstæði og síðan er hægt að fá hann innrammaðan í skrautlegan gylltan ramma. Ramma má fá í miklu úrvali á öllum innrömmunarverkstæðum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.