Heimsmynd - 01.11.1991, Page 40
séu ný sængurföt má klippa alltaf mála yfir aftur ef illa
gömul sængurver í sundur og tekst til. Daufir ferskjulitir,
sauma í þau fallegan grábleikir og fallegir gráir
blúndubekk. Á sama hátt litir eru mikið í tísku nú og
má hressa upp á koddaverin henta flestum híbýlum.
og jafnvel handklæði og
viskustykki líka.
Spegill innrammaður í gylltan
ramma setur mikinn svip á stof-
una. Blóm sem standa fyrir framan
spegil sýnast helmingi gróskumeiri
þegar þau speglast í honum.
CTjj Ofn fyrir neðan
\ w glugga getur skemmt
mikið fyrir og margir
freistast til að fela hann með
því að setja sófa eða stól
fyrir. Lausnin er ofnhlíf,
sérsmíðaður trékassi, hvítur
eða viðarlitur. Fyrir þá sem
ekki fella sig við þessa lausn
má benda á að hægt er að
kaupa sérsniðnar
marmaraplötur í öllum litum
til að setja ofan á ofninn.
OMiklu skiptir að allir
smáhlutir í eldhúsi
séu fallegir og eigi saman.
Pegar þú kaupir nýja ausu,
sleif, steikarspaða eða
uppþvottabusta reyndu þá
að kaupa allt í svipuðum
stíl. I eldhúsi getur verið
skemmtilegt að hafa ílát
undir hveiti, sykur, kakó og
kexkökur. Hægt er að fá
mjög skemmtileg ílát úr
brenndum leir. Pau eru dýr
en það er ekki nauðsynlegt
að kaupa þau öll í einu.
©Fátt breytir
vistarverum jafn
mikið og það að mála þær í
nýjum lit auk þess sem
kostnaðurinn er tiltölulega
lítill geri fólk það sjálft.
Mörgum vex verkið í augum
en staðreyndin er að það
tekur ekki mikið lengri tíma
að rúlla tvær eða þrjár
umferðir yfir veggina en að
skrúbba þá hátt og lágt. Það
er ástæðulaust að vera ragur
við að reyna nýja liti og
litasamsetningar, það má
40 HEIMSMYND