Heimsmynd - 01.11.1991, Page 44

Heimsmynd - 01.11.1991, Page 44
KARLMENN OG KYNÞOKKI - Sjálfsöryggi er óaðskiljanlegur þáttur karlímyndarinnar. Sjálfsöruggur maður nýtur aðdáunar karla jafnt sem kvenna. einhverju um það ráðið. Stæltur karlmannslíkami, hvort sem hann er hálfnakinn eða hulinn jakkafötum, hrífur konur. Vel vaxinn karlmaður vekur ósjálfrátt áhuga þeirra og aðdáun. Iþróttamennirnir Alfreð Gíslason og Sævar Jónsson eru báðir sérlega vel vaxnir og hafa brætt margt konuhjartað. Peir búa yfir miklum kynþokka þar sem saman fer gott útlit og aðdáun- arvert vaxtarlag. Hversu miklu skiptir gott útlit og stæltur líkami? Hringjar- inn í Notre Dame hefði seint verið talinn búa yfir minnsta votti af kynþokka svo hrottalega ófríður sem hann var. Hins vegar hafa margar konur orðið yfir sig ástfangnar af þýska leikaranum Klaus Kinski (faðir fegurðardísarinnar Nastassiu Kinski) sem eng- an veginn getur talist snopp- ufríður. Staðreyndin er að jafnvel þótt maður hafi út- litið með sér getur sá hinn sami verið allt að því kyn- laus þegar hann stendur augliti til auglitis við konu. Það er til urmull af laglegum íslenskum karlmönnum sem engan veginn geta talist kyn- þokkafullir. Ef alla spennu vantar í kringum viðkom- andi, blikið og kímnina í augun, seiðandi brosið, áhugann á viðmælandanum, öryggið í hreyfingarnar, glæsileika og reisn í yfir- bragðið, hnyttni í tilsvör og gáfur þá vantar kynþokk- ann. Kynþokki á skylt við dulúð og hálfkveðna vísu, hann er ekki allur þar sem hann er séður. Kynþokki leynist víða. Hann er ekki aðeins það sem augað nem- ur. Falleg mild karlmanns- rödd getur vakið djúpar kenndir hjá konu. Helgi Skúlason leikari hefur ein- staklega þokkafulla rödd sem lætur eins og mildur seiður í eyrum kvenna. Rödd útvarpsmannanna Hallgríms Thorsteinssonar og Eiríks Jónssonar er kynþokkafull. Ástæðan er ekki sú að umræðuefni þeirra tengist kynlífi, eða að þeir séu að klæmast við hlustendur sína í tíma og ótíma, heldur sá létti kímni und- irtónn sem leynist í röddinni. Það kann að hljóma einkenni- lega en oft er eins og Eiríkur sé að gefa hlustendum sínum undir fótinn í morgunsárið þegar hann talar lokkandi röddu um það sem hefur gerst í gær. Röddin vekur upp forvitni. Hvaða kona vildi ekki hitta þennan spennandi mann og eyða með honum eins og einni kvöldstund? Hallgrímur nær álíka tökum á hlustendum sínum án þess þó að daðra við þá á eins augljósan hátt og Eiríkur. Hann spilar mun frekar á þátt fræðarans. Hann talar án þess að hika, djúpri, hljómfagurri röddu við viðmælendur sína og hlustendur. Eins og sönnum karlmanni sæmir býður hann óhikað hverjum sem er byrginn og lætur ekki slá sig út af laginu. Öryggi er stór hluti karl- ímyndarinnar í augum kvenna hvort sem körlum líkar betur eða verr. Kynþokki felst í öryggi og yfirvegun karlmannsins án þess að það þýði skort á áhuga. Á sama hátt og falleg karl- mannsrödd sem ber vott um öryggi getur verkað tælandi á konur og vakið upp áru umhverfis þann sem talar geta aðrar raddir verkað fráhrindandi. Eitt besta dæmið er þegar tal- myndir tóku við af þöglu myndunum og þær stjörnur sem átt höfðu hug og hjörtu almennings neyddust til að opna munn- inn. Sumir komust í gegnum þessa síu en þegar kvenna- gullið og hjartaknúsarinn Valentínó tók að tjá mót- leikkonu sinni ást sína með hvellri og skærri röddu hlógu kvikmyndahúsagestir. Karlmenn sem hafa brennandi áhuga á konum, svokallaðir kvennamenn, hafa lag á því að kveikja eld í brjóstum kvenna. Þeir þurfa ekki mikið annað en að horfa í augu þeirra til að heilla þær gjörsamlega upp úr skónum. Galdurinn felst í að meðan þeir tala við konu eða horfa á hana eru þeir ekki með hugann við neitt annað. Þeir gefa sig alla að því sem þeir eru að fást við og eru ekki að gjóa augun- um á aðrar konur. Lykillinn að velgengni í kvennamálum er að láta konunni líða vel og finnast hún vera einstök, í það minnsta í hans augum. Konur líkt og aðrir sækja í þær aðstæður og þann fé- lagsskap þar sem þeim líður vel. En það er ekki nóg að mæna á konu og segja henni að hún sé falleg í tíma og ótíma ef að baki liggur eng- inn sannleikur, engin raun- veruleg meining. Þeir sem bera nafnbótina kvenna- menn með rentu meina það sem þeir segja við konu undir slíkum kringumstæðum, að minnsta kosti þá stundina, og að baki brennandi augnaráðinu býr aðdáun. Þessir menn elska konur og það er sú staðreynd sem gerir þá kynþokkafulla í augum kvenna. Það er mikill misskilningur að konur vilji láta fara illa með sig, vera kúgaði aðilinn. Margar vilja hins vegar geta litið á karlmanninn sem verndara sinn líkt og Tarsan og Jane í teiknimyndablöðunum. Sjálfsöryggi er óaðskiljanlegur þáttur karlímyndarinnar. Sjálfsöruggur karlmaður nýtur aðdá- unar annarra karla jafnt sem kvenna. í kúrekamyndum má einna skýrast sjá dæmi um þetta. Einfarinn sem þarf ekki á öðrum að halda. Hann er verndarinn, konur, börn og vesal- HVAÐ FINNST ÞER KYNÞOKKAFULLT I FARI KARLMANNA? Rósa Ingólfsdóttir. „Hreinskilni er punkturinn yfir i-ið. Ef hún er fyrir hendi þá kemur hitt af sjálfu sér. Að mínu mati á útlitskon- fektið rætur sínar að rekja til heilakonfektsins, þar á kyn- þokkinn upptök sín.“ Anna Björg Birgisdóttir. „Persónuleikinn og það hvort karlmaður er glaðlegur á svip finnst mér ráða mestu um það hvort maður er kynæs- andi eða ekki. Ég tek hins vegar alltaf fyrst eftir hönd- unum og augunum. Ljótar og illa hirtar hendur lofa ekki góðu.“ 44 HEIMSMYND

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.