Heimsmynd - 01.11.1991, Page 63

Heimsmynd - 01.11.1991, Page 63
oft þvert á það sem venjur og hefðir kveða á um. Engu að síður benda þeir á sem hvað best þekkja til að dugnaður hans við að halda athygli fjölmiðla hafi jtt verulega undir skjótan frama hans. Hann er dug- legur við að sækja veislur fræga fólksins og láta mynda sig með stjörnunum fyrir slúðurdálka tískublaða. Versace hefur vakið heimsathygli fyrir notkun sterkra og áberandi lita. Snið hans eru djörf kjólarnir stuttir og flegnir í hálsinn. Hann leggur áherslu á að sýna sem mest af líkamanum, sérstaklega barm og fólleggi sem hann hikar ekki við að draga at- hyglina að með skærum skokkabuxum eða leður- stígvélum sem ná upp á mið læri. Fatnaðurinn er gjarnan skreyttur steinum og litríkum útsaumi sem gerir hann bæði sérstakan og spennandi. í vor sýndi hann allsérstæðar flíkur sem birtust á forsíðum margra tískublaða. Þetta voru samfest- ingar og kjólar þar sem forsíður tímaritsins Vogue voru ofnar inn í pallíettulagt efnið. Það verður ekki sagt um Versace að hann fari troðnar slóðir. Agætt dæmi um kvöldklæð- að hans fyrir veturinn ’91 til ’92 er svarti leð- urjakkinn sem einna helst minnir á mótor- hjólajakka, næfurþunna plíseraða pilsið sem nær rétt niður á mið læri og háu leðurstígvélin sem sjá má á einni af myndunum sem Ijósmyndari HEIMSMYNDAR í París, Bernharð Valsson, tók.n innviðir glæsilegrar verslunar Gianni Versace á St. Honoré í París. HEIMSMYND 63

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.