Heimsmynd - 01.11.1991, Síða 74

Heimsmynd - 01.11.1991, Síða 74
1973, en síðar yfirborgardómari í Reykjavík til 1987. Börn þeirra eru: Ingvar Björnsson (f. 1944), lögmaður í Hafnarfirði, Þorsteinn Björnsson (f. 1945), prentari í Hafnarfirði, og Björn Björnsson (f. 1947), verslunarmaður í Hafnarfirði. c. Jón Þorsteinsson (f. 1924), yfirlæknir lyflækningadeildar Landspítalans og dósent við Háskóla íslands. Kona hans er Lovísa Eiríksdóttir og eru börn þeirra: Sigríður Jónsdóttir (f. 1950), félagsfræðingur í Reykjavík, Eiríkur Jónsson (f. 1952), dagskrárgerðarmaður við Bylgjuna, Margrét Jónsdóttir (f. 1958), bóndi og kennari á Hrafnkelsstöðum í Hrunamanna- hreppi, Ingunn Jónsdóttir (f. 1958), kennari, og Þórunn Jóns- dóttir (f. 1965), hjúkrunarnemi. d. Þorgeir Þorsteinsson (f. 1929), lögreglustjóri. Hann var bæjarfógetafulltrúi í Hafnarfirði 1956 til 1959, síðan fulltrúi lögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli og frá 1974 lögreglustjóri þar. Fyrri kona hans var Herdís Tryggvadóttir og eru börn þeirra: Herdís Þorgeirsdóttir (f. 1954), M.A.L.D. í alþjóðastjórnmálum, ritstjóri Heimsmyndar í Reykjavík, Þorsteinn Þorgeirsson (f. 1955), hagfræðingur í Bandaríkjunum, Sigríður Þor- geirsdóttir (f. 1958), í doktorsnámi í heimspeki, og Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson (f. 1960), læknir í Reykja- vík. Eftir skilnað við Herdísi eignaðist Þorgeir dótturina Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur (f. 1970). Núverandi kona hans er Kristín Sveinbjörnsdóttir. SIGRÍÐUR OG SVEINN Sigríður Jónsdóttir (1891-1971) var næstelst systkinanna frá Egilsstöðum. Hún stundaði nám í verslunarskóla í Kaupmannahöfn, en var lengst af póst- og símstöðvar- stjóri á Egilsstöðum. Hún var ógift og barnlaus. Sveinn Jónsson (1893-1981), bóndi á Egilsstöðum, var þriðji í röð barna Jóns Bergssonar og Margrétar Péturs- dóttur. Það kom aðallega í hans hlut að halda uppi merki föður síns sem stórbóndi og héraðshöfðingi og varð hann landsfrægur fyrir rausn og skörungsskap. Sveinn hóf nám í Búnaðarskólanum á Eiðum 1909 og lauk því 1911. Veturinn 1912 til 1913 var hann á lýðskólan- um í Askov í Danmörku og vann síðan á dönsku búi. Heimkominn tók hann að mestu við bústjórn á Egilsstöð- um, enda var faðir hans þá næstum orðinn blindur. Sveinn var mikill íþróttakappi og gekkst fyrir árlegum íþróttamót- um í Egilsstaðaskógi. Þótti glæsimennska einkenna þennan unga mann, hvort sem var í limaburði, fasi eða framkvæmd- um. Vorið 1920 hóf Sveinn eigin búrekstur á Egilsstöðum. Var þá heimajörðinni og næstu jörð, Kolsstöðum, er Jón faðir hans hafði keypt, skipt í tvö býli. I hlut Sveins kom mest öll heimajörðin HÉRAÐSHÖFÐINGINN Sveinn Jónsson var talinn einhver glæstasti bóndinn og for- inginn á Héraði og býli hans hið stærsta og vélvæddasta eystra. Hélt hann þannig ótrauður uppi merki föður síns. Öll gripahús reisti hann að nýju úr steinsteypu. Auk hefðbundins búskapar var Sveinn ótrauður að fara nýjar leiðir og fékk til dæmis snemma áhuga á skógrækt og fiskirækt. Hann var hvatamaður að stofnun Skógræktarfélags Austur- framhald á bls. 90 23. Jón Egill Sveinsson bóndi á Egilsstööum. 24. Ingimar Sveinsson skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri. 25. Jón Pétursson héraðsdýralæknir á Egilsstöðum. 26. Ólafur Stephensen Pátursson sem lést 23 ára af slysförum. 27. Margrét Pétursdóttir. 28. Áslaug Pétursdóttir. 74 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.