Heimsmynd - 01.11.1991, Page 97

Heimsmynd - 01.11.1991, Page 97
Bjarni. . . framhald af bls. 77 hafði meira að segja skoðun á því hvað ætti alls ekki að heyrast og bannaði hik- laust tónlist sem honum líkaði ekki. Og Jón Þórarinsson hafði líka tröllatrú á Hrafni Gunnlaugssyni sem blés ferskum anda í Lista- og skemmtideildina. Skemmtiþættir Sjónvarpsins hafa skipt hundruðum og þar hafa komið fram allir okkar ástsælustu skemmtikraftar: Hvar voru þeir allir? Tónlistarmenn af öllum gerðum hafa birst í sjónvarpinu, svo ekki sé minnst á menningarþætti eins og Vöku og þar birtust allir helstu listamenn þjóðarinnar úr öllum listgreinum. En þetta var ekki framkvæmt sí svona - sem hefði verið svo miklu skemmtilegra. Og komið okk- ur til að hlæja sem nenntum að horfa á dagskrána. En glæpinn í Sjónvarpinu verður að upplýsa, glæpinn sem ráðamenn þess vilja fela sem lengst; hverju búið er að henda af gömlu dagskrárefni. Það er hryllilegt til þess að vita að Sjónvarpið hefur ekki staðið rétt að varðveislu myndefnis. Kerfisbundið var farið yfir myndbandaskrá Sjónvarpsins og leitað að myndböndum sem mætti hreinsa og afmá efnið sem á þeim var - og taka upp á myndböndin nýtt efni. Þannig hafa þurrkast út og afmáðst við- talsþættir, skemmtiefni, fræðsluefni og margvíslegar uppákomur í sjónvarpssal. Hver myndi trúa því að horfinn væri spjallþáttur með Gunnari Gunnarssyni rithöfundi, Halldóri Laxness Nóbels- skáldinu okkar, Jónasi Árnasyni alþing- ismanni og rithöfundi og Matthíasi Johannessen ritstjóra og rithöfundi - en það er víst sorglega satt, hann var þurrk- aður út. Og svo er með ótal margt fleira. Þessi þáttur var frægur fyrir þessa setn- ingu Halldórs Laxness: „eigum við ekki að reyna að tosa þetta upp á hærra plan, ha.“ Já. - Horfinn er þessi einstaki við- talsþáttur með skáldjöfrum íslenskrar tungu. Og það er svo margt, svo margt annað sem siðferðisleg skylda var að geyma. Peningaskortur réð því að bönd- in voru notuð aftur og aftur. Húmar að kveldi - og dagskráin á enda í Sjónvarpinu, það var að koma 1. október. Undir miðnætti er afmælisveisl- an búin. Það var blásið á kertin, slökkt á sjónvarpsviðtækjunum. Eg fór í náttfötin og bjó mig undir svefninn. Um nóttina dreymdi mig árið 2010 og að Sjónvarpið væri hætt að sýna auglýs- ingar - og að útvarpsstjórinn væri fjöl- miðlafræðingur og menntaður í Ameríku og að útvarpsráð hittist einu sinni á ári, að Helgi E. Helgason væri að lesa kvöld- fréttir um að Bubbi Morthens væri orð- inn menntamálaráðherra. Bjarni Dagur. Umhyggja. Sólveig Eggerz Gleðistund í glæsilegu umhverfi ómantísk stund eða glæsilegur við- skiptamálsverður? Gullni Haninn sérhæfir sig í að uppfylla væntingar þínar um öndvegis veitingar og úrvals þjónustu í glæsilegum húsakynnum þar sem ekkert hefur verið til sparað. Gullni Haninn er sem nýr í hólf og gólf, en andrúmsloftið og veitingarnar bera enn aðalsmerki fagmennsku og þjónustu í fremstu röð. Við sérstök tækifæri er sjálfsagt að gera kröfur - Gullni Haninn uppfyllir þínar óskir og gerir stundina ógleymanlega. LAUGAVEG 178 - 105 REYKJAVÍK HEIMSMYND 97

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.