SSFblaðið - des. 2014, Síða 4
4
Rúmum sex áRum eftiR efnahagshRunið eRu fjáRmálafyRiRtækin
og dóttuRfyRiRtæki þeiRRa enn að segja staRfsmönnum upp staRfi
eða semja við þá um staRfslok. Samkvæmt tölum hjá SSF hafa
rúmlega tvö þúsund félagsmenn misst starf sitt frá byrjun árs 2008
til dagsins í dag. Flestir voru félagsmenn SSF tæplega sex þúsund
en eru núna rúmlega fjögur þúsund. Þar af eru þrjú hundruð með
einstaklingsaðild og starfa hjá fjármálafyrirtækjum sem ekki hafa
skrifað undir „Samkomulag um kjarasamninga bankamanna“ frá
14.10.2004. Fækkunin hjá aðildarfyrirtækjum kjarasamnings SSF
er um tvö þúsund starfsmenn og útibúum og afgreiðslustöðum
hefur á sex árum fækkað úr hundrað og fimmtíu niður í níutíu.
Og enn er boðuð frekari „hagræðing“ þrátt fyrir þá staðreynd að
fjöldi starfsmanna sé nú kominn niður í sama fjölda og starfaði að
meðaltali hjá samningsaðilum SSF á árunum 1985-2005. Auðvitað
spilar tækni og sjálfvirkni stærra hlutverk í rekstri fjármálafyrirtækja
nú en var fyrir 20 árum. En þá verður einnig að benda á að nánast allt
greiðslumiðlunarkerfi landsmanna fer í dag í gegnum aðildarfyrirtæki
SSF, en það var ekki fyrir 20-30 árum. Á fyrirtækin og starfsmenn
eru síðan á hverju ári settar auknar kröfur um öryggi þjónustu,
víðtækari ráðgjöf og fjölbreytta upplýsingagjöf til eftirlitsaðila á
vegum íslenska ríkisins.
Eitt versta áfall sem einstaklingur lendir í er að missa vinnuna,
lífsbjörgina. Þetta er sérstaklega sárt fyrir starfsmenn sem hafa helgað
sama fyrirtækinu mest alla, eða jafnvel alla sína starfsævi, en lenda
í uppsögn (starfslokum) algjörlega óviðbúnir, oft nokkrum árum
áður en eftirlaunaaldri er náð.
Reglur um uppsagnir samkvæmt lögum og kjarasamningum
á almennum vinnumarkaði eru því miður handónýtar og bjóða
ekki uppá hugsanlega vernd af neinu tagi. Það er galopið að segja
starfsmönnum upp án nokkurra gildra ástæðna. Eina sem fyrirtækin
verða að uppfylla er að greiða a.m.k. umsaminn uppsagnarfrest.
Ákvæði í kjarasamningi SSF um að „starfsmanni skuli veittur kostur
á að tala sínu máli áður en lokaákvörðun um uppsögn er tekin“ hafa
ekki virkað þar sem ákvörðun um uppsögn (starfslok) er þegar tekin
þegar starfsmaður er kallaður til fundar með stjórnanda.
Undanfarin ár hefur víðast hvar í Evrópu gilt samþykkt
Alþjóðavinnumálastofnunar nr. 158 þar sem áréttað er að við
uppsögn skuli viðkomandi starfsmanni gert mögulegt að tala sínu
máli. Í samþykktinni segir m.a. „Starfsmaður á rétt á viðtali um
starfslok sín og ástæður uppsagnar. Beiðni um viðtal skal koma fram
innan fjögurra sólarhringa frá því uppsögn er móttekin og skal viðtal
fara fram innan fjögurra sólarhringa þar frá. Starfsmaður getur óskað
þess þegar að loknu viðtali eða innan fjögurra sólarhringa að ástæður
uppsagnar séu skýrðar skriflega“.
Alþingi Íslendinga hefur enn ekki innleitt þessa tilskipun í lög hér
á landi þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar samtaka stéttarfélaga þar um.
Vonandi verður árið 2015 hliðhollt félagsmönnum SSF
og fyrirtækjunum sem þeir starfa hjá. Framundan er að gera
kjarasamninga, sem verður flókið að koma saman, sérstaklega ef
semja á til lengri tíma en eins árs. Gleðilegt nýtt ár og bestu þakkir
fyrir gott samstarf undanfarin ár.
Friðbert Traustason, formaður SSF
UPPSAGNIR OG
STARFSLOKASAMNINGAR
við eRum á facebook
Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja eru komin á Facebook. Við höfum stofnað
Facebook síðu þar sem að við munum flytja fréttir af starfi samtakanna, birta myndir
úr starfinu og segja frá því sem er í deiglunni.
Slástu í hóp með okkur á Facebook og fylgstu með því sem að verður að gerast hjá
okkur í vetur. Það sem þú þarft að gera er að slá Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja
í leitarstreng Facebook og „læka“ við síðuna.