SSFblaðið - dec. 2014, Side 7

SSFblaðið - dec. 2014, Side 7
7 miðstjóRnaRfunduR samtaka staRfsmanna noRRænna fjáRmálafyRiRtækja (nfu) vaR haldinn Í ReykjavÍk þann 23. okt. sl. SSF hefur verið fulltrúi Íslands sem aðili að NFU frá upphafi en samtökin voru stofnuð árið 1953 sem Norræna bankamannasambandið. Meginhlutverk NFU í dag er að vera sameiginlegur umsagnaraðili aðildarfélaganna gagnvart lagafrumvörpum Evrópusambandsins. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin miðstjórnarstörf þar sem farið var yfir skýrslu um störf stjórnar, strauma og stefnur NFU, aðildargjöld, starfsemisáætlun og kosningu stjórnar. Micheal Budolfsen var endurkjörinn formaður samtakanna á fundinum. Á meðal þeirra sem fluttu erindi á fundinum voru Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, og Anna Karen Hauksdóttir, 1. varaformaður SSF. Erindi þeirra tengdust bæði þema málþingsins, um hvernig Íslandi hefur tekist að vinna sig út úr fjármálakreppunni. Í erindinu sem Anna Karen flutti fór hún yfir það hvernig SSF brást við kreppunni og hvernig aðgerðir samtakanna snerust um að styðja við félagsmenn sína eftir áfall kreppunnar, tryggja laun þeirra og hjálpa þeim sem misst höfðu vinnuna við að missa ekki móðinn. Þá fór hún yfir það hvernig starfsumhverfi fjármálafyrirtækja hafi þróast frá árinu 2008, skattaþróun, ímyndarvinnu fjármálafyrirtækja, núverandi eignarhald og mögulega framtíð í þeim efnum sem og hvernig fjármálafyrirtækjunum gengur að endurvinna traust viðskiptavina og samfélagsins. Steingrímur J. Sigfússon fór yfir það í erindi sínu hvernig Ísland hafi risið upp úr kreppunni og sagði m.a. að við gætum dregið þann lærdóm af fjármálakreppunni að það væri ótækt að hafa fjármálakerfi þar sem ágóðinn væri einkavæddur en skaðinn þjóðnýttur. Hann fór einnig yfir skyldu samfélagsins við að viðhalda velferðarkerfinu og veita lægstu tekjuhópunum skjól í fjármálakreppu. menntunaRsjóðuR ssf Í nokkRum skRefum • Umsóknum og fylgigögnum er skilað rafrænt í gegnum heimasíðu SSF. • Vegna sumar- og haustannar er sótt um fyrir 15. janúar ár hvert. • Einungis eru veittir styrkir vegna námsgjalda en ekki vegna annars kostnaðar sem til fellur við námið s.s. bókakostnaðar eða ferðakostnaðar. • Styrkhæft nám er allt einingametið nám, tungumálanám og sjálfstyrking. • Hámarksstyrkur er 50% af námsgjöldum, þó að hámarki kr. 150.000,- á önn. Hámarksstyrkur vegna tungumálanáms er kr. 30.000,- • Styrkir eru greiddir eftir að umsóknarfrestur er liðinn. minnum á heimasÍðuna Ný heimasíða SSF var tekin í notkun í apríl 2013. Mikil vinna hefur verið lögð í að gera síðuna sem aðgengilegasta fyrir félagsmenn. Hægt er að nálgast ýmsar upplýsingar á heimasíðunni s.s. um orlofsmál, upplýsingar um sjóði, launareiknivél, niðurstöður kannana félagsins, hægt er að skoða útgáfumál félagsins, upplýsingar um trúnaðarmenn og margt fleira. Allar ábendingar og athugasemdir um það sem betur má fara á síðunni eru vel þegnar á ssf@ssf.is. MIÐSTJÓRNARFUNDUR NFU Á ÍSLANDI Ulrika Boëthius, varaforseti NFU, og Michael Budolfsen, forseti NFU.

x

SSFblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.