SSFblaðið - dec. 2014, Side 10

SSFblaðið - dec. 2014, Side 10
10 saga seðlabanka Íslands hófst 7. apRÍl 1961 en þá vaRð fullum aðskilnaði milli seðlabankans og landsbanka Íslands Í RekstRi og skipulagi náð. Í kjölfaRið, eða haustið 1962, vaR staRfsmannafélag seðlabanka Íslands (sfs) stofnað og gegndi siguRðuR öRn einaRsson fyRstuR staRfi foRmanns sfs. Frá stofnun SFS hefur félagið vaxið og dafnað og eru félagsmenn 174 um þessar mundir. Helstu markmið félagsins eru að auka samstarf og kynni starfsmanna innbyrðis, ásamt því að efla samstarf milli starfsmanna og stjórnar bankans. Einnig vinnur félagið að kjaramálum starfsmanna og gætir hagsmuna félagsmanna í hvívetna. Stjórn SFS er kjörin á aðalfundi félagsins sem haldinn er einu sinni á ári. Stjórnin er skipuð sjö starfsmönnum frá ólíkum sviðum Seðlabankans og er Guðríður Lilla Sigurðardóttir núverandi formaður. Tveir stjórnarmeðlimir mynda orlofshúsanefnd SFS og þrír meðlimir stjórnar skipa íþrótta- og skemmtinefnd SFS. Stjórnin tilnefnir einnig fulltrúa í jafnréttis- og kjaranefnd, mötuneytisnefnd og öryggisnefnd. Á hverju ári hittast fulltrúar starfsmannafélaga Seðlabanka Norðurlandanna og Eystrasaltslanda og bera saman bækur sínar og fara yfir stöðuna í hverju landi fyrir sig. skemmtinefndin stendur fyrir ýmsum uppákomum og er stefnan sú að halda að lágmarki einn viðburð í hverjum mánuði. Stærsti viðburður ársins er án efa árshátíðin sem haldin er í samvinnu við bankann. Næsta árshátíð verður haldin á Valentínusardaginn sjálfan, 14. febrúar. Aðrir fastir liðir eru sumargrill sem haldið er á hverju vori til að fagna komu sumars, októberfest og jólaglögg þar sem yfirleitt er boðið upp á hinar ýmsu tegundir af jólabjór. Síðast en ekki síst er haldið jólaball í desember fyrir börn starfsmanna. Dæmi um aðra viðburði og uppákomur sem boðið hefur verið upp á eru t.d. konfektnámskeið, keilumót, ís í allri sólinni sem skein síðasta sumar, kökuskreytingarnámskeið, Bjórskóli, Sushi-námskeið og bleik kvöldstund. ÍþRóttanefndin sér um að úthluta styrkjum einu sinni á ári til starfsmanna Seðlabankans til íþróttaiðkunar. Styrkirnir hafa til að mynda verið nýttir í: golf: Síðasta vor var boðið upp á golfkennslu og mættu þar starfsmenn til að æfa sveifluna og jafnvel til að rifja upp gamla takta. Golfmót fyrir starfsmenn var haldið í sumar. Spilað var á mismunandi völlum en lokaumferðin fór fram á golfvellinum á Akranesi. Einnig var haldið skrifstofu- púttmót í húsakynnum Seðlabankans þar sem leysa þurfti ýmsar þrautir og gekk keppendum misjafnlega vel að koma kúlunni í holuna. sjósund: Vikulega hittast nokkrir galvaskir starfsmenn í hádeginu í Nauthólsvík og skella sér saman í sjósund. Yfirleitt er reynt að fara á miðvikudögum til að brjóta upp vinnuvikuna og endurnæra hugann til að klára vikuna en sjósund örvar meðal STARFSMANNAFÉLAG SEÐLABANKANS (SFS)

x

SSFblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.