SSFblaðið - des. 2014, Blaðsíða 13

SSFblaðið - des. 2014, Blaðsíða 13
13 markað. Hann sagði þennan nýja heim gjörbreyttan, ef fólki líkar við vöruna og hún er einföld í notkun þá mun varan sjá um sína eigin markaðssetningu án nokkurs auglýsingakostnaðar. Greiðslum í gegnum síma er einnig að fjölga, en gífurleg aukning hefur verið í sölu á vörum í gegnum snjallsíma á undanförnum árum. Greiðslur í gegnum Paypal greiðsluveituna hefur t.a.m. stökkbreyst á undanförnum árum og fjölmargir eru farnir að sérsníða þjónustu sína að notendum snjallsíma t.d. Uber leigubílaþjónustan ásamt fleiri leigubílaþjónustum. David tók fleiri dæmi um það hvernig síminn væri að breyta öllum markaði og nefndi nokkur dæmi um það hversu ört viðskiptum í gegnum snjallsímaforrit væri að fjölga. #2 „netcoin“ Banki í núverandi mynd verður óþarfur fyrir fjöldann. Með tilkomu nettengingar og örra samskiptaframfara eru flestir tengdir inn á net, hvort sem það er internetið eða staðbundið net (t.d. verslana). Dæmi um afleiðingar þessa eru “peer to peer” gjaldmiðlar eins og t.d. Bitcoin. Hann sagði sóknartækifæri fyrirtækja fólgin í því, í öllum geirum, að tengja fólk án nokkurrar milligöngu með því að nota sinn eigin greiðslumiðil eða a.m.k. veita mun fleiri greiðsluvalmöguleika. #3 netviðskipti og netbankaR Framfarir á sviði samskiptamála hafa leitt til þess að við leitum stöðugt að nýjum leiðum til að fækka hindrunum. Bankar í dag búa við erfitt umhverfi regluverks sem leiðir til þess að óhefðbundnir bankar, netbankar, spretta fram á sjónarsviðið. Fyrirtæki eins og TransferWise sem býður upp á gjaldeyrisviðskipti á netinu eru nú að rísa mjög hratt og stöðugt bætast ný við. Sem dæmi tók hann sauðfjáruppboð sem áður voru háð því að þú mættir í fjárhúsið og bauðst í fé en nú er komið fyrirtæki sem býður upp fjáruppboð á netinu, þú þarft ekki að mæta né fara í bankann, allt í gegnum netið. #4 upplýsingaR Upplýsingar um hegðun viðskiptavina eru ört dýrmætari upplýsingar. Verslanir eru nú þegar farnar að setja upp “eftirlitskerfi” sem fylgist með viðskiptavinunum og safnar upplýsingum um þá til að hjálpa til við framtíðarviðskipti og bjóða upp á persónulegri þjónustu. Verslanir með andlitsgreini sem geymir þína viðskiptasögu hafa þegar orðið til í Bretlandi. David segir að fyrirtæki geri sér ekki fyllilega grein fyrir því hversu mikilvægar þessar upplýsingar eru og hvað ákveðin mynstur í kauphegðun fólks getur sagt fyrirtækjunum. Hann viðurkenndi að ýmsum siðferðislegum spurningum varðandi þetta væri ósvarað en engu að síður væri hér um gríðarlegt tækifæri fyrir fyrirtæki að ræða. #5 geRvigReind Gervigreind er að mati David framtíðartækni sem mun hafa áhrif á allt. #6 skynjaRi Allt þarf að geta tengst. Í dag erum við með síma, bíla, úr, lófatölvur og fleira sem getur tengst saman. Þessi þróun er að mati David bara rétt að byrja. Vörur sem skynja, greina og veita upplýsingar um okkur sjálf verða sífellt algengari. David nefndi dæmi um körfubolta sem greinir hvert skot, hann nefndi verslanir sem nema skynjarana og getur gert verslunum grein fyrir að þú sért t.d. að nálgast (þannig gæti t.d. daglega kaffið þitt verið tilbúið þegar þú kemur í kaffihúsið), hann nefndi buxur með innbyggðum skrefamæli og mjólkurfernur sem láta þig vita, t.d. í símann þinn, að mjólkin sé farin að súrna o.fl. #7 einföldun Með örari tækniframförum verður krafan um einfaldleika sífellt háværari. Fyrirtæki sem eru ekki að selja neitt nýtt eru nú að spretta fram í heiminum með því að bjóða vöru með einfaldari hætti þ.e. fækka öllum hindrunum. Tækni sem býður upp á að fækka hindrunum, t.d. með því að notast ekki við leyniorð, eru að verða mikilvæg og dýrmæt. Allt sem sparar tíma, hverja fyrirhöfn og eykur einfaldleikann er virði fjölda viðskiptavina. #8 hRaði Fólk gerir kröfu um skjótan afgreiðslutíma. Fólk mun ekki vilja bíða eftir reikningum, vörunni eða þjónustunni. Mikilvægi þess að geta fært kúnnanum vöruna samdægurs og án nokkurs tilstands er mikilvægur þáttur í nútíð og framtíð. #9 viRði þjónustu Þjónusta er vaxandi atvinnugrein. Ný fyrirtæki sem sérhæfa sig í að veita viðskiptavinum sínum margvíslega þjónustu eru farin að verða áberandi. Sem dæmi um þetta eru tískuverslanir á netinu sem ekki bara veita þér vörur heldur tengja þig við stílista sem ráðleggur þér og veitir persónulegri þjónustu en áður. Aukin persónulegri þjónusta án fyrirhafnar og tíma verður sífellt dýrmætari. #10 öRyggi Þetta er einn af mikilvægustu þáttunum að mati Davids. Með því að auka allt aðgengi og gagnasöfnun verður gagnaöryggi sífellt dýrmætara. Upplýsingar verða dýrmætari og auðveldara að nálgast þær. Tölvuárásir verða æ algengari og upplýsingum á netinu fjölgar og því munu gagnaöryggismál verða nauðsynlegur þáttur fyrir fyrirtæki til að huga að sökum þess að netglæpir eru ört vaxandi glæpir. Fagráðstefna RB banka var einkar áhugaverð og fræðandi. Í þessari umfjöllun hefur verið farið yfir í stuttu máli það sem David Rowan telur að muni hafa hvað mestu áhrif á fjármálageirann í komandi framtíð. Í næsta blaði verður fjallað um fleiri erindi þessarar fróðlegu ráðstefnu. David Rowan flytur fyrirlestur á fagráðstefnu RB.

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.