SSFblaðið - dec. 2014, Side 15

SSFblaðið - dec. 2014, Side 15
15 moRgunkoRn Íslandsbanka gReindi fRá þvÍ þennan dag að Íslenska kRónan hefði styRkst um 10% á milli áRa þ.e. fRá 2013- 2014. Fram kom í máli þeirra að útlit væri fyrir verðlækkanir á innfluttum vörum á árinu. Helsta skýringin fyrir styrkingunni voru lægri afborganir ríkisins af erlendum lánum á milli ára. bændablaðið gReindi fRá þvÍ að hRútuRinn bósi fRá þóRoddsstöðum Í hRútafiRði væRi vinsælasti hRútuRinn til undaneldis en flestiR sæðisskammtaR komu undan bósa eða á þRiðja þúsund skammtaR. Hann hefur því að öllum líkindum verið sá hrútur sem eignast hefur flesta afkomendur sl. vor. hlaðvaRpinn, menningaRsjóðuR ÍslenskRa kvenna, útlutaði styRkjum að andviRði 7 milljónum kRóna til kvenna. Hæstu sty- rkina fengu hljómsveitin Dúkkulísurnar fyrir gerð heimildarmyndar um hljómsveitina og Ísold Uggadóttir fyrir gerð heimildarmyndar um hælisleitanda frá Úganda og einstæða móður í Keflavík. stefán kaRl kRistjánsson, lögmaðuR, lagði fRam kæRu fyRiR hönd hælisleitandans tonys omos, á hendur Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra og öllum starfsmönnum ráðuneytisins vegna meints leka á trúnaðargögnum um Omos. Málið átti eftir að verða fréttnæmt á árinu. Íslenska kaRlalandsliðið Í handknattleik hóf keppni á em, sem fRam fóR Í danmöRku. Liðið hóf leik gegn Norðmönnum og vann mikilvægan sigur, 31- 26. heildaRvelta debetkoRta Í desembeR vaR 41,5 milljaRðuR kRóna, og var það rúmlega 28 prósenta meiri velta en í nóvember, sam- kvæmt tölum Seðlabankans. Heildarvelta debekorta jókst um 3,7 prósent milli ára. Íslenska kaRlaliðið Í handknattleik tRyggði séR sæti Í milliRiðli á evRópumótinu Í danmöRku með jafntefli Í öðRum leik liðsins á mótinu gegn ungveRjum Í miklum spennuleik. myndlistaRmanninum RagnaRi kjaRtanssyni voRu afhent Íslensku bjaRtsýnisveRðlaunin; áletRaðan gRip úR áli og eina milljón kRóna. Bjartsýnisverðlaunin eru menningarverðlaun sem veitt eru listamönnum sem með list sinni hafa stuðlað að bjartsýnu lífsviðhorfi. Verðlaunin voru fyrst afhent árið 1981 og voru kennd við upphafsmann sinn, Danann Peter Brøste til ársins 1999. Alcan hefur verið bakhjarl verðlaunanna frá árinu 2000. Frú Vigdís Finnbogadóttir, formaður dómnefndar, kynnti valið og Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin, en hann hefur verið verndari þeirra frá upphafi. Íslenska handknattleiksliðið mátti sætta sig við tap Í sÍðasta leik sÍnum Í Riðlakeppninni Í álaboRg, gegn spánveRjum, lokatöluR Í leiknum 33:28. á þessum degi voRu liðin 100 áR fRá stofnun eimskipafélags Íslands. Eimskip minntist dagsins með veglegum hátíðarhöldum í Hörpu þar sem margir af frægustu tónlistarmönnum Íslands stigu á stokk. Íslenska kaRlalandsliðið Í handknattleik lék sinn fyRsta leik Í milliRiðli evRópumótsins sem fRam fóR Í danmöRku. Íslenska liðið hóf keppni af mikilli hörku og sigraði lið Austurríkis, 33- 27. Patrekur Jóhannesson var þjálfari Austurríkis í leiknum. Íslensk-sænska leikkonan edda magnason hlaut sænsku kvikmyndaveRðlaunin gullbjölluna fyrir bestan leik í aðal- hlutverki í kvikmyndinni Monikca Z. Sverrir Guðnason hlaut einnig verðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki í sömu kvikmynd. ÍslendingaR unnu nauman siguR á makedónÍu, 29:27 Í öðRum leik liðsins Í milliRiðli em Í handknattleik Í danmöRku. seðlabanki Íslands tilkynnti að dRáttaRvextiR og vextiR af peningakRöfum héldust óbReyttiR, 13,0%, fyRiR tÍmabilið 1. – 28. febRúaR 2014. áRamótaskaup RÍkissjónvaRpsins sem sýnt vaR á gamláRskvöld áRið 2013 fékk óvenju góða dóma ef maRka má skoðanakönnun mmR en niðuRstöðuR hennaR voRu biRtaR þennan dag. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar þótti 81,3 % landsmanna skaupið mjög eða frekar gott. Það er umtalsvert meiri ánægja en oft áður. s t j ó R n m á l a l m e n n t m e n n i n g m e n n i n g m e n n i n g a l m e n n t a l m e n n t v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l m e n n i n g a l m e n n t a l m e n n t a l m e n n t b a n k a m á l

x

SSFblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.