SSFblaðið - dec 2014, Qupperneq 19
19
eftirlýstur af stjórnvöldum í Úkraínu vegna ásakana um að hafa
fyriskipað morð á mótmælendum.
Mikil spenna ríkti á svæðinu og Rússar höfðu vígbúist við
Krímskaga. Hópur aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu vildi
sameinast Rússlandi og hóf að taka yfir stjórnarbyggingar með
meintum stuðningi Rússa. Hernaðaraðgerðum Rússa var víða
mótmælt og fjölmargir erlendir ráðamenn fordæmdu aðgerðirnar.
Íslensk stjórnvöld létur sitt ekki eftir liggja og fordæmdu her-
naðaraðgerðir Rússa á Krímskaga og sögðu þær brot á alþjóðalögum.
Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneytinu sagði að það væri skýr krafa
íslenskra stjórnvalda að Rússar myndu leita sátta með friðsamlegum
hætti í stað þess að gripa til vopnaðrar íhlutunar í Úkraínu.
landsbankinn tilkynnti að bankinn hefði hagnast um 28,8
milljaRða kRóna eftiR skatta áRið 2013, samkvæmt áRsReikningi
bankans. Í tilkynningu bankans sagði að hagnaður bankans hefði
aukist um 13% milli áranna 2012 og 2013. Þar sagði jafnframt
að rekstrarkostnaður hefði lækkað um 10% og að stöðugildum
hefði fækkað um 50 á árinu. Heildareignir Landsbankans námu
1.152 milljörðum króna í lok árs 2013 og var eigið fé bankans
um 241,4 milljarðar króna.
Íslenska kRónan hélt áfRam að styRkjast. Hagsjá Landsbankans
greindi frá því að krónan hefði styrkst um 1% á móti evru í febrúar
og stóð í 155 krónum í lok mánaðar, en var 156,6 í lok janúar.
Krónan hafði styrkst um 6,5% síðan um miðjan nóvember 2013.
iðnþing samtaka iðnaðaRins vaR sett Í tilefni af 20 áRa afmæli
samtakanna. Samhliða Iðnþingi
fór fram aðalfundur samta-
kanna þar sem m.a. var tekist á
um formennsku samtakanna en
þær Guðrún Hafsteinsdóttir,
markaðsstjóri Kjörís, og þáverandi
formaður Svana Helen Björnsdót-
tir gáfu kost á sér. Svo fór að Guðrún Hafsteinsdóttir var kjörin nýr
formaður samtakanna, hún hlaut 54,5% gildra atkvæða en fráfar-
andi formaður Svana Helen Björnsdóttir hlaut 45,5% atkvæða.
moRgunblaðið gReindi fRá þvÍ að seðlabanki Íslands hefði
gReitt málskostnað más guðmundssonaR, seðlabankastjóRa, Í
dómsmáli hans gegn bankanum vegna ágReinings um kjaRamál.
Miklar umræður sköpuðust um málið m.a. vegna þess að greiðsla
málskostnaðar kom aldrei til ákvörðunar bankaráðs né var hún
borin undir ráðuneyti efnahagsmála.
þjóðhagsReikninguR hagstofu Íslands kom út. Í
fRéttatilkynningu hagstofunnaR kom fRam að hagvöxtuR á
Íslandi hefuR ekki veRið meiRi sÍðan 2007. Landsframleiðsla
jókst um 3,3% árið 2013 að raungildi. Einnig var greint frá því
að þjóðarútgjöld hefðu lítið aukist á árinu 2013 og að viðskipta-
jöfnuður við útlönd hefði verið jákvæður í fyrsta sinn frá árinu
2002.
búðaRhálsviRkjun vaR gangsett. Ragnheiður Elín Árnadóttir,
iðnaðarráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, gang-
settu tvær vélar við virkjunina. Búðarhálsstöð er nýjasta aflstöð
Íslendinga og sjöunda stærsta aflstöð Landsvirkjunar. Uppsett afl
hennar er 95 MW og hún framleiðir um 585 GWst af rafmagni
á ári inná orkukerfi landsmanna.
stÍfiR samningafundiR voRu haldniR hjá RÍkissáttasemjaRa Í
kjaRadeilu fRamhaldsskólakennaRa og RÍkisins. Framhaldsskólak-
ennarar höfðu líst því yfir að verkfall myndi hefjast á næstu dögum
hafi ekki samist fyrir ákveðinn tímapunkt í öllum framhaldsskólum
landsins, nema Verslunarskólanum.
alþjóða fjáRmálalæsisvikan hófst en þetta vaR Í fyRsta sinn sem
hún vaR haldin á Íslandi. Átakið miðast við að gera börnum og
ungmennum grein fyrir mikilvægi fjárhagslegra réttinda sinna.
foRmenn samninganefnda ssf og sa skRifuðu undiR nýjan
kjaRasamning sem gildiR til 28. febRúaR 2015. Boðað var til
atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna SSF.
evRópusambandið, noReguR og fæReyjaR geRa með séR
samkomulag um makRÍlveiðaR án aðkomu Íslendinga en
samningatilRauniR höfðu staðið yfiR Í nokkRa mánuði. Sig-
urður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra, sagði í fréttatíma
Ríkisútvarpsins að samkomulagið feli í sér að ríkin taka sér samtals
rúmlega milljón tonna afla í ár, eða nær átján prósent umfram
ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknarráðsins ICES. Hann sagði einnig
að Evrópusambandið hefði gengið á bak orða sinna um sjálfbærar
veiðar með samkomulaginu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins og fjármálaráðherra, sagði það forkastanlegt af
hálfu vinaþjóða og nágrannaríkja að koma saman og gera með sér
samkomulag án þess að hleypa Íslendingum að samningaborðinu.
Össur Skarphéðinnsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, sakaði
Norðmenn um að hafa beitt miklum klækjubrögðum og dregið
Færeyingana þannig að borðinu með sér. Þá sagði ríkisstjórnin
samkomulagið stefna sjálfbærum veiðum í hættu og Gunnar Bragi
Sveinsson, utanríkisráðherra, kallaði sendiherra Noregs, fulltrúa
Evrópusambandsins og Færeyja á fund í utanríkisráðuneytinu til
að gera alvarlegar athugasemdir við hvernig staðið hefði verið að
samkomulaginu.
b a n k a m á l
b a n k a m á l
s t j ó R n m á l
v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l
v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l
a l m e n n t