SSFblaðið - dec. 2014, Side 21

SSFblaðið - dec. 2014, Side 21
21 sigmunduR davÍð gunnlaugsson, foRsætisRáðheRRa, og bjaRni benediktsson, fjáRmálaRáðheRRa, kynntu skuldaleiðRéttingaRfRumvöRpin á blaðamannafundi. Þar kom fram að heildaraðgerðirnar myndi nema allt að hundrað og fimmtíu milljörðum og ná til hundrað þúsund heimila. Sigmundur sagði að það yrði mjög einfalt fyrir fólk að sækja um leiðrét- tingu „svona svipað eins og þegar fólk sendi böggul eða panti pizzu“. alþýðusamband Íslands kynnti hagspá sambandsins. Þar spáði hagdeild 3,2% hagvexti árið 2014, 3,4% árið 2015 og 3,5% árið 2016. stéttaRfélög innan bsRb skRifuðu undiR kjaRasamning við RÍkið sem kvað á um 2,8% launahækkun. Mikil fundahöld stóðu yfir hjá Ríkissáttasemjara. Enn þokaðist lítið áfram í kjaradeilu framhaldsskólakennara. ögmunduR jónasson, fyRRveRandi innanRÍkisRáðheRRa, gagnRýndi haRkalega gjaldtöku við náttúRupeRluR Íslands. Hann sagði engan lagalegan grundvöll fyrir gjaldtökunni en landeigendur höfðu tekið upp á því að hefja gjaldtöku við nát- túruperlur landsins t.d. Geysi og við Kerið. Landeigendurnir sögðu gjaldtökuna nauðsynlega til þess að mæta auknum fjölda ferðmanna sem kallaði á aukin viðhaldskostnað. Ögmundur mótmælti gjaldtökunni með því að halda á Geysissvæðið ásamt hópi mótmælenda og neita greiða aðgangseyrinn. Hann ásamt hópnum hélt inn á svæðið án þess að verða krafðir um greiðslu. landlæknisembættið kynnti Rannsókn um lÍðan og heilsu Íslendinga. Í rannókninni kom fram að áfengisneysla hjá landsmönnum færi minnkandi, þeir drykkju minna og sjaldnar. fulltRúaR tólf stéttaRfélaga Í bandalagi háskólamanna skRifuðu undiR kjaRasamning við samband ÍslenskRa sveitaRfélaga. tilkynnt vaR að anton vasiliev yRði næsti sendiheRRa Rússlands á Íslandi. Hann tók við af Andrei Tsyganov sem var sendiherra frá því árið 2010. apRÍl mp banki tilkynnti að 477 milljóna kRóna tap hafi veRið af RekstRi mp banka áRið 2013, eftiR skatta. Fram kom að bankinn hafi afskrifað viðskiptavild að fjárhæð 772 milljónum króna. Viðskiptavild hafi þar með verið afskrifuð að fullu. Þá hafi fallið til talsverður kostnaður vegna hagræðingar og skipulagsbreytinga í lok síðasta árs. Hagnaður af reglulegri starfsemi í fyrra hafi verið 346 milljónir. áRsfunduR samtaka atvinnulÍfsins fóR fRam Í höRpu. Lögð var áhersla á mikilvægi afnáms gjaldeyrishafta, mótun nýrrar penin- gastefnu og lækkun skatta. tæplega þRiggja vikna veRkfalli fRamhaldsskólakennaRa lauk. Skólahald hófst á ný daginn eftir að samkomulagið náðist. Félag framhaldsskólakennara hóf að kynna efni kjarasamningsins fyrir endanlega staðfestingu félagsmanna í atkvæðagreiðslu. félagsmenn félags háskólakennaRa á akuReyRi ákváðu Í atkvæðagReiðslu að boða til veRkfalls Í tvæR vikuR. Verkfal- lið var fyrirhugað síðar í mánuðinum. kennaRaR veRslunaRskólans Í ReykjavÍk samþykktu að boða veRkfallsaðgeRðiR sÍðaR Í apRÍl. veRkfallsaðgeRðiR félags flugmálastaRfsmanna, sfR og landssambands slökkviliðs- og sjúkRaflutningamanna, hófust. Verkfallið raskaði millilanda- og innanlandsflugi en verkfall- saðgerðirnar fóru fram í lotum, nokkrar klukkustundir í senn. Mikil örtröð myndaðist í Leifsstöð þar sem fólk stóð lengi í miklum röðum eftir að fá að innrita sig í flug. Verkfallsaðgerðum lauk svo síðar um kvöldið en næstu verkfallsaðgerðir höfðu verið boðaðar þann 23. apríl. seðlabankinn gaf út Rit, fjáRmálastöðugleiki. Í Ritinu kom fRam að staða fyRiRtækja hefði batnað mikið á undanföRnum mánuðum, fRam kom að staða heimila faRi batnandi, skuldiR lækki og RáðstöfunaRtekjuR hækki. spaRisjóðuR noRðfjaRðaR tilkynnti um 70,2 milljón kRóna hagnað áRið 2013, fyRiR skatt. Fram kom í tilkynningunni að sparisjóðurinn væri kominn aftur á traustan grunn en um tíma stóð til að selja sparisjóðinn. samtök atvinnulÍfsins gáfu út fyRstu hagspá sÍna áRið 2014. Þar var spáð 3% hagvexti næstu ár sem einkum yrði drifinn áfram af innlendri eftirspurn. s t j ó R n m á l s t j ó R n m á l v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l a l m e n n t b a n k a m á l

x

SSFblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.