SSFblaðið - dec. 2014, Side 28
28
atvinnuleysi á Íslandi Í maÍ 2014 vaR 7,1%, samkvæmt
vinnumaRkaðsRannsókn hagstofu Íslands. 195.400 voru á
vinnumarkaði í mánuðinum, af þeim voru 171.600 með vinnu,
en 13.800 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka jókst um
2,2% og atvinnuleysi minnkaði um 0,4% samanborið við sama
mánuð árið 2013.
kjaRadeilum félags skuRðlækna og læknafélags Íslands vaR
vÍsað til RÍkissáttasemjaRa.
Sigurveig Pétursdóttir, for-
maður samninganefndar
Læknafélagsins, sagði að
mikið bæri á milli deiluaðila
í fréttum RÚV. Hún sagði að
nauðsynlegt væri að hækka
laun lækna verulega og sporna við vaxandi læknaskorti.
flugvél af geRðinni antonov 225, lenti á keflavÍkuRflugvelli,
en um stæRstu flugvél Í heimi eR að Ræða. Antonov-vélin var
smíðuð í Úkraínu árið 1988 og var upprunalegur tilgangur hennar
að flytja sovéskar geimferjur.
hagstofa Íslands gReindi fRá þeim jákvæðu tÍðindum að
gjaldþRotum hefði fækkað um 20% fRá júnÍ 2013 til maÍ
2014, samanboRið við sama tÍmabil áRanna á undan. Alls voru
837 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta á meðan 1.929 ný félög
voru skráð á tímabilinu. Flestar nýskráningar voru í fjármála- og
vátryggingarstarfsemi, eða 310 talsins.
fRéttastofa RÍkisútvaRpsins gReindi fRá þvÍ að fRá áRinu
1998 hefði 28 pósthúsum veRið lokað vÍða um land, eða um
þRiðjunguR af pósthúsum landsins. Haft var eftir forsvarsmön-
num Póstsins að pósthúsin hefðu ekki staðið undir sér fjárhagslega
sökum þess að fólk sendir einfaldlega mun færri bréf en áður.
staRfsfólki fiskistofu vaR veRulegu bRugðið eftiR að tilkynnt
vaR um áfoRm RÍkisstjóRnaRinnaR að flytja stofnunina til
akuReyRaR. Starfsfólkinu var boðin áfallahjálp.
júlÍ
fRÍveRslunaRsamninguR Íslands og kÍna tók gildi. Fríverslu-
narsamningurinn felur í sér niðurfellingu tolla á öllum helstu
útflutningsafurðum Íslendinga þ.m.t. sjávarafurðum en algengir
tollar á þeim eru á bilinu 10-12% en sjávarafurðir eru um 90%
af útflutningi Íslands til Kína skv. frétt fréttastofu Ríkisútvarpsins.
þjóðhagsspá hagstofu Íslands kom út. Gert var ráð fyrir að
landsframleiðsla myndi aukast um 3.1% árið 2014 og um 3,4%
árið 2015. Fram kom að verðbólga ársins 2014 yrði 2,5%, 3,4%
árið 2015 og 3,2% árið 2016. Hagstofan sagði að þjóðarútgjöld
myndu aukast um 5% árið 2014 og 2015, vegna vaxtar einkaneyslu
og fjárfestinga.
mikill eldsvoði bRaust út Í skeifunni. Mikill eldur logaði,
sprengingar heyrðust og mikinn reyk lagði yfir stóran hluta Rey-
kjavíkur. Eldurinn kom upp í húsnæði efnalaugarinnar Fannar
og breiddist þaðan í nærliggjandi byggingar. Mikið hættuástand
skapaðist að sögn slökkviliðsmanna en yfir 100 slökkviðliðsmenn
reyndu að ná niðurlögum eldsins.
tónlistaRstjaRnan neil young hélt
tónleika Í laugaRdalshöll við mikinn
fögnuð fjölmaRgRa aðdáenda hans héR á
landi.
ReineR huttasch, ljósamaðuR
hjá ópeRunni Í beRn Í sviss,
vakti heilmikla athygli á
vegum landsins Í júlÍ en hann
feRðaðast hRinginn Í kRingum
landið með afaR óvenjulegum
hætti. Hringferðina fór hann
á gömlum traktor með heimasmíðað hús úr timbri í eftirdragi.
Reiner kom með ferjunni Norrænu til Seyðifjarðar og tók sér sex
vikur í hringferðina.
fjáRmála- og efnahagsRáðuneytið tilkynnti að það hefði samið
við lögmannsstofuna cleaRy gottlieb steen & hamilton
llp og RáðgjafafyRiRtækið White oak advisoRy llp um að
vinna með Íslenskum stjóRnvöldum að losun fjáRmagnshafta.
Lee Buchheit, fyrrverandi aðalsamningamaður Íslands í Icesave –
deilunni, starfar hjá Cleary Gottlieb Steen & Hamilton og kom
fram að hann myndi stýra vinnu lögmannstofunnar.
moRgunblaðið gReindi fRá þvÍ að koRtavelta Íslendinga hefði
aukist milli áRa miðað við töluR um koRtanotkun visa. Í
blaðinu kom fram að innlend velta hefði aukist um 4% og velta
kortanotkunar Íslendinga erlendis um 13% samanborið við júní
árið 2013.
m e n n i n g
s t j ó R n m á l
v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l
v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l
v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l
v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l
a l m e n n t
a l m e n n t
a l m e n n t