SSFblaðið - Dec 2014, Page 31
31
ágúst
ólafuR áki RagnaRsson vaR Ráðinn sveitaRstjóRi vopnafjaRðaR-
hRepps og tók við staRfinu af þoRsteini steinssyni sem tók við
sem sveitaRstjóRi gRundaRfjaRðaR. Ólafur Áki hafði áður gegnt
starfi sveitarstjóra Djúpavogshrepps í sextán ár og stöðu bæjarstjóra
í Ölfus í átta ár.
fjölmaRgaR útihátÍðaR voRu settaR en veRslunaRmannahelgin
fóR fRam um þessa helgi. Hátíðahöld fóru, er að virtist, rólega og
friðsamlega fram. Talið var að um 12.000 manns hafi verið viðstad-
dir upphaf Þjóðhátíðar í Eyjum og áfram streymdi fólk til Eyja.
Í skýRslu global peace index kom fRam að skv. fRiðaRvÍsitölunni
eR Ísland fRiðsamasta þjóð Í heimi en sýRland sú ófRiðsamasta.
fjáRmálaRáðuneytið biRti gReiðsluuppgjöR RÍkissjóð fyRiR fyRRi
helming áRsins 2014. Fram kom að ríkissjóður hefði skilað ríflega
13 milljörðum króna í rekstrarafgang á fyrri helmingi ársins. Í
tilkynningu ráðuneytisins kom fram að handbært fé frá rekstri
ríkisins hafi verið jákvætt um tæplega 16 milljarða en neikvætt um
tæpa 14 milljarða á sama tíma ársins 2013. Skýringin á batnandi
afkomu var sögð betri innheimta en innheimtar tekjur ríkisins
jukust um 17,7% milli ára.
fitch Ratings mat hoRfuR Í efnahagsmálum á Íslandi stöðugaR
og að lánshæfismat Íslands skyldi áfRam veRa bbb og bbb+.
Fitch spáði jafnvægi í ríkisrekstri árið 2015 og að skuldir ríkissjóðs
yrðu komnar niður í rúmlega 81% af vergri landsframleiðslu.
Fyrirtækið spáði auknum hagvexti á næstu tveimur árum og býst
við því að hann verði orðinn rúmlega 3% árið 2015.
hanna biRna kRistjánsdóttiR,
þáveRandi innanRÍkisRáðheRRa og
vaRafoRmaðuR sjálfstæðisflokksins,
sagðist ekki hafa Íhugað að segja af séR
embætti innanRÍkisRáðheRRa þrátt fyrir
að harkalega væri deilt á hana, aðstoðar-
menn og ráðuneytið vegna „Lekamálsins“.
Hún sagði „Lekamálið“ vera ljótan pólitís-
kan leik í viðtali við fréttastofu Ríkisút-
varpsins.
úttekt gReiningaRdeildaR aRion banka á skuldastöðu
stæRstu sveitaRfélaga landsins leiddi Í ljós að skuldiR stæRstu
sveitaRfélaganna á Íslandi hefðu lækkað á áRunum 2013- 2014
sem eR Í fyRsta skiptið sem það geRist sl. fjöguR áR. „94% lands-
manna búa í 27 stærstu sveitarfélögunum. Skuldastaða þessara
sveitarfélaga er mismikil en þau eiga það flest sameiginlegt að hún
fer batnandi“ sagði í úttekt greiningardeildarinnar.
bÍlasala á Íslandi jókst um Rúmlega 30% á fyRstu sjö mánuðum
áRsins 2014 skv. fRéttatilkynningu bÍlgReinasambandsins.Alls
voru skráðir 7.120 fólksbílar sem eru 1.646 fleiri fólksbílar en
skráðir voru á sama tímabili í fyrra. Í tilkynningunni kom fram
að á árinu 2013 hefðu verið skráðir rétt tæplega 7.300 bifreiðar,
þannig að gera má ráð fyrir því að í ágústmánuði hafi verið búið
að skrá jafn margar nýjar bifreiðar og allt árið 2013. Fram kom
í tilkynningunni að bílaleigur ættu mestan þátt í aukningunni á
fólksbílasölunni en rúmlega 4.000 bílaleigubílar höfðu verið skráðir
á árinu. Sala til einstaklinga og fyrirtækja jókst um 15% milli ára.
tæplega 547 þúsund faRþegaR fóRu um keflavÍkuRflugvöll Í
júlÍ 2014 skv. tölum isavia. Aldrei höfðu fleiri farið um Leifsstöð
í einum mánuði og aldrei hafði farþegafjöldinn náð yfir hálfa
milljón áður.
fjóRtándi fiskidaguRinn vaR settuR á dalvÍk. Að venju sóttu
fjölmargir hátíðina og brögðuðu á ýmsum fiskréttum, heimsóttu
heimamenn og fengu þar fiskisúpu og hlýddu á fjölmargar íslenskar
hljómsveitir sem stigu á stokk á hátíðinni.
hin áRlega gleðiganga fóR fRam Í ReykjavÍk. Gangan markar
upphaf hinsegin daga í Reykjavík sem tugþúsundir landsmanna
taka þátt í en boðið var upp á veglega skemmtidagskrá í ár í
miðborg Reykjavíkur.
fjáRmálaRáðheRRa opnaði nýjan vef á vegum fjáRsýslu RÍkisins,
RÍkisReikninguR.is. Heimasíðan er ætluð almenningi og er tilgangur
hennar að veita gott aðgengi að upplýsingum ríkisreikningsins á
hverju ári. Á vefnum má finna sundurliðun á tekjum og gjöldum
ríkisins frá árinu 2004.
máR guðmundsson vaR skipaðuR seðlabankastjóRi til næstu
fimm áRa. Skipunartími Más var við það að renna út þegar tilkynnt
var um að auglýsa ætti starfið laust til umsóknar. Tíu sóttu um
stöðuna og mat matsnefnd þrjá hæfasta: Friðrik Már Baldursson,
Már Guðmundsson og Ragnar Árnason.
s t j ó R n m á l
s t j ó R n m á l
s t j ó R n m á l
s t j ó R n m á l
v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l
v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l
a l m e n n t
a l m e n n t
b a n k a m á l