SSFblaðið - des. 2014, Síða 32
32
RÍkissaksóknaRi tilkynnti að gÍsla fRey valdóRssyni,
aðstoðaRmanni hönnu biRnu kRistjánsdóttuR
innanRÍkisRáðheRRa, hefði veRið
biRt ákæRa vegna leka á minnisblaði
um hælisleitandann tony omos úR
Ráðuneytinu til fjölmiðla. Gísli Freyr
sagðist í samtölum við fjölmiðla vera
sannfærður um sýknudóm í málinu.
Hanna Birna sendi í kjölfarið frá sér
yfirlýsingu þar sem fram kom að hún
hefði leyst Gísla Frey frá störfum á meðan málið væri til meðferðar
fyrir dómstólum. Þá tilkynnti hún jafnframt að hún hefði óskað
eftir því að málefni dómsstóla og ákæruvalds færist til annars
ráðherra á meðan dómsmálið yfir Gísli Frey stæði yfir.
óRóa gætti suð-austuR af báRðaRbungu. Á þriðja tug smáskjálfta
höfðu mælst undanfarinn sólarhring. Stærstu á bilinu 2,4 til 2,6
á richter að stærð.
jaRðaskjálftahRinan Í báRðaRbungu stóð enn yfiR og útilokuðu
jaRðfæRðingaR það ekki að eldgos gæti veRið Í vændum. Eld-
stöðin í Bárðarbungu var merkt með gulu fyrir alþjóðaflug sem
er fyrsta stig ef merki eru talin á eldstöðvarvirkni.
lagaRfoss, nýjasta skip eimskips, kom til ReykjavÍkuR fRá kÍna.
Um var að ræða fyrsta skipið sem smíðað er fyrir félagið í rúm 40 ár.
bjaRni benediktsson, fjáRmálaRáðheRRa, sagði Í fRéttum
fRéttastofu RÍkisútvaRpsins að hann teldi að hækka þyRfti
viRðisaukaskatt á matvæli, sem eR nú 7%, lækka efRa
viRðisaukaskattsþRepið og dRaga úR undanþágum til að einfalda
viRðisaukaskattkeRfið. Þá sagðist hann einnig vilja fella niður
sykurskatt og ýmis vörugjöld, til að mynda af heimilistækjum og
byggingavörum. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sagði hækkun á
mattarskatti vont innlegg í komandi kjaraviðræður.
veðuRstofan hækkaði viðbúnaðaRstig vegna mikils óRóa Í
báRðaRbungu. Veðurstofan hækkaði viðvörunarstig fyrir flugmálay-
firvöld úr gulu í appelsínugult sem þýðir að líkur eru taldar á gosi.
Landhelgisgæslan ákvað að kalla TF-SIF heim úr landamæragæslu
við sunnanvert Miðjarðarhaf til að sinna eftirliti með gosvirkni.
almannavaRniR lýstu yfiR hættustigi vegna óRóans Í
báRðaRbungu. Hafist var handa við rýmingu á svæðinu og lokað
var leiðum inn á svæðið.
seðlabankinn tilkynnti að peningastefnunefnd bankans hefði
ákveðið óbReytta stýRivexti, 6%. Í tilkynningu peningastef-
nunefndar sagði að „efnahagshorfur til næstu þriggja ára eru
samkvæmt nýrri spá Seðlabankans sem birtist í dag í stórum
dráttum svipaðar og spáð var í maíhefti Peningamála. Horfur eru
þó á að vöxtur innlendrar eftirspurnar verði ívið meiri í ár og út
spátímann.Verðbólguhorfur hafa heldur batnað frá maíspánni og
útlit er fyrir að verðbólga verði nálægt markmiði á spátímanum.“
landsbankinn biRti upplýsingaR um afkomu fyRRi hluta áRsins.
Í tilkynningu frá bankanum kom fram að hann skilaði 14,9 mill-
jarða króna hagnaði á fyrri hluta árs. Afkoman var 600 milljónum
króna lakari en á sama tíma í fyrra sagði í tilkynningunni. Arðsemi
eigin fjár eftir skatta var 13,5% á fyrri hluta síðasta árs en lækkaði
í 12,8%.
Íslandsbanki hagnaðist um 14,7 milljaRða kRóna á fyRstu
sex mánuðum áRsins samkvæmt hálfs áRs uppgjöRi bankans. Í
tilkynningu frá bankanum sagði að eigið fé væri um 178 milljarðar
króna. Heildareignir bankans voru metnir á 908 milljarða. Þá
höfðu útlán til viðskiptavina aukist talsvert, voru 7% meiri en í
mars á sama ári og námu 604 milljörðum króna.
sinfónÍuhljómsveit Íslands hélt tónleika Í Royal albeRt hall
Í lundúnum og fékk fÍnaR viðtökuR. Tónleikar hljómsveitarinnar
voru hluti af Proms-tónlistarhátíð breska ríkisútvarpsins BBC.
Sveitin lék tvö aukalög og var ákaft fagnað, hljómsveitarmeðlimir
Sinfóníuhljómsveitarinnar sögðu það mikla upplifun að fá að spila
í Royal Albert Hall.
menningaRnótt vaR sett Í ReykjavÍk með glæsibRag.
ReykjavÍkuRmaRaþonið vaR haldið. Aldrei höfðu fleiri tekið þátt
í hlaupinu en heildarfjöldi skráðra þátttakenda var 15.286. Hátt í
80 milljónir króna söfnuðust til styrktar góðgerðarmálum vegna
áheita á hlaupara í Reykjavíkurmaraþoninu.
veðuRstofan ákvað að lækka viðvöRunaRstig fyRiR báRðaRbungu
aftuR niðuR Í appelsÍnugult úR Rauðu. Líkur voru taldar á því að
gos væri hafið, sem svo var dregið til baka, en engu að síður var
talið að óróinn í Bárðarbungu kynni að leiða til eldgoss.
justin timbeRlake hélt tónleika Í kóRnum Í kópavogi. Uppselt
var á tónleikana en beðið var komu hins vinsæla söngvara með mikilli
b a n k a m á l
m e n n i n g
s t j ó R n m á l
s t j ó R n m á l
v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l
v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l
a l m e n n t
a l m e n n t
a l m e n n t