SSFblaðið - des. 2014, Blaðsíða 34

SSFblaðið - des. 2014, Blaðsíða 34
34 septembeR Íbúð ssf við landspÍtalann Í ReykjavÍk vaR seld. Íbúðin hafði verið á vegum styrktarsjóðs SSF fyrir félagsmenn sem hafa þurft á læknismeðferð á halda. Ákveðið var á þingi SSF 2001 að kaupa íbúðina og í kjölfarið var gerður samningur við Krabbameinsfélag Íslands um að félagið myndi annast rekstur íbúðarinnar ásamt úthlutun og utanumhald vegna hennar. Þann tíma sem félags- menn SSF nýttu ekki íbúðina fékk Krabbameinsfélagið að nýta hana fyrir krabbameinssjúklinga sem þurftu að sækja meðferð hjá Geisladeild Landsspítalans. Í dag er starfsumhverfi SSF breytt og félagsmönnum á landsbyggðinni hefur fækkað verulega. Þá hefur tilkoma sjúkrahótelsins breytt mjög aðstöðu fólks á landsbyggðinni. Því hefur íbúðin verið lítið notuð og ekki talið forsvaranlegt fyrir Styrktarsjóð SSF að vera áfram með þessa fjármuni bundna í fasteigninni. Krabbameinsfélagið átti 10% í íbúðinni og samið var um að félagið keypti 90% hlut Styrktarsjóðs SSF. Nú sem áður mun styrktarsjóður engu að síður aðstoða félagsmenn sína með öðrum hætti og leita annara leiða við að aðstoða þá félagsmenn sem annars hefðu nýtt sér íbúðina. áRleg skýRsla alþjóðaefnahagsRáðsins um samkeppnishæfni þjóða kom út. Ísland færist upp um sæti, í 30. sæti í árlegri mælingu Alþjóðaefnahagsráðsins á samkeppnishæfni þjóða. Í umsögn Alþjóðaefnahagsráðsins sagði að Ísland hefði færst upp um sæti sökum umbóta á sviði þjóðhagfræðilegra þátta og tilslakana á fjármálamarkaði. Þrátt fyrir erfiðleika undanfarinna ára njóti Ísland áfram nokkurra sterkra stoða samkeppnishæfni og eru þar sérstaklega nefnd heilbrigðis- og menntamál. gosið Í holuhRauni hélt áfRam og náði nú um sjö kÍlómetRa fRá gÍgunum Í noRðaustuRátt. Þetta var haft eftir Ármanni Höskuldssyni, eldfjallafræðingi, í fréttum Ríkisútvarpsins en hann hafði verið við mælingar á gossvæðinu. Hann sagði að heilmikil kvika væri komin í hraunið. Hrauntungan hélt áfram að stækka. gReint vaR fRá þvÍ Í fRéttum RÍkisútvaRpsins að miklaR eituRgufuR kæmu upp fRá eldgosinu Í holuhRauni og mældust Í allt að sex kÍlómetRa hæð yfiR jöRðu. Mest var af brennistein- sdíoxíði og fundu vísindamenn fyrir eitureinkennum fyrsta dag gossins. Haft var eftir vísindamönnum að fjörutíu milljónir rúm- metra hrauns hefðu komið upp í eldgosinu. Skjálftavirkni var áfram mikil á svæðinu. láRa ómaRsdóttiR, fRéttamaðuR RÍkisútvaRpsins, gReindi fRá þvÍ að tvæR nýjaR spRunguR hefðu myndast miðja vegu milli syðsta enda spRungnanna Í holuhRauni og dyngjujökli. aðalfunduR dv fóR fRam en mikil átök höfðu staðið yfiR um meiRihlutaeign Í fjölmiðlinum. Reynir Traustason, ritstjóri og einn eigenda blaðsins, hafði sagt að menn óvinveittir sér væru að reyna að „sölsa“ undir sig blaðið til að koma sér frá völdum, m.a. Björn Leifsson. Svo fór að nýjir aðilar náðu meirihluta hlutafjár. Reynir sagðist ekki trúa öðru en að ný stjórn myndi sjá sóma sinn í að láta reka sig. akRafell, flutningaskip samskipa, stRandaði á skeRi við vattaRnes, milli ReyðaRfjaRðaR og fáskRúðsfjaRðaR. Mikill leki kom að skipinu við strandið. Allar björgunarsveitir á Aus- tfjörðum voru kallaðar út. Tólf manns voru um borð í skipinu, engan sakaði. Skipið sat fast eftir strandið. Varðskipið Ægir kom síðar á strandstað og vann að því að flytja dælur yfir í skipið. Engin olíumengun var sjáanleg frá skipinu. Þór hélt af stað á strandstað en til stóð að skipið tæki við vettvangsstjórn af Ægi og dráttartauginni sem lá yfir í Aðalstein Jónsson. Ægir náði þó ekki á strandsstað því Akrafell var dregið af strandsstað skömmu fyrir miðnætti á háflóði af Aðalsteini Jónssyni. Skipið var dregið til hafnar á Eskifirði. Skipið var mikið skemmt en engin mengun stafaði frá skipinu. Síðar var greint frá því að stýrimaður skipsins hefði sofnað. ný stjóRn dv kom saman. Á fundinum var ákveðið að Hallgrímur Thorsteinsson tæki við af Reyni Traustasyni sem ritstjóri blaðsins. Hallgrímur tók strax við ritstjórn blaðsins og Reynir var leystur undan starfsskyldum. Hann hafði gegnt stöðu ritstjóra blaðsins síðustu 7 ár. lÍtillega hafði dRegið úR skjalftaviRkni Í báRðaRbungu en gosið Í holuhRauni hélt áfRam. Bláleit móða frá eldgosinu lá víða yfir Austurlandi. Móðan var af völdum brennisteinsdíoxíðs og haft var eftir Helgu Hreinsdóttur, framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Austurlands í fréttatíma Ríkisútvarpsins að fjöllin hyrfu í blámóðu. bjaRni benediktsson, fjáRmálaRáðheRRa, lagði fRam fjáRlagafRumvaRp áRsins 2015. Gert var ráð fyrir 4,1 milljarða króna afgangi af rekstri ríkissjóðs árið 2015. Samhliða fjárlaga- frumvarpinu voru lagðar fram tillögur um breytingar á virði- saukaskattskerfinu sem miðuðu að því að efra þrep yrði lækkað úr 25,5% í 24% og lægra þrepið hækkað úr 7% í 12%, þ.m.t. virðisaukaskattur á matvæli. Þá var lagt til að almenn vörugjöld yrðu afnumin sem hefði áhrif á sykruð matvæli og drykkjarvörur, byggingavörur, varahluti í bíla, stærri heimilistæki svo sem ísskápa v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l a l m e n n t a l m e n n t a l m e n n t

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.