SSFblaðið - dec. 2014, Side 38

SSFblaðið - dec. 2014, Side 38
38 fyrirliði Hollands og ein af þeirra skærustu stjörnum, var svekktur í leikslok en sagði í íþróttafréttatíma Ríkisútvarpsins að íslen- ska liðið ætti hrós skilið fyrir sína frammistöðu. bandaRÍska matsfyRiRtækið standaRs & pooR›s bReytti hoRfum Íslensku bankanna úR stöðugum Í jákvæðaR. Fyrirtækið hafði jafnframt metið horfur íslenska ríkissins með sama hætti nokkrum mánuðum fyrr og fært íslenska ríkið úr stöðugum horfum yfir í jákvæðar horfur. Ástæðan fyrir betri horfum nú en áður er sögð sú að draga muni úr efnahagslegu ójafnvægi hérlendis. gos úR holuhRauni hélt áfRam og skjálftaviRkni Í báRðaRbungu vaR enn mikil. Gasmengunin frá gosinu var óvenjumikil að sögn Ármanns Höskuldssonar, eldfjallafræðings. Hægur vindur hafði verið undanfarna daga sem hafði orðið til þess að mengun hafði lagst yfir landið og valdið fólki óþægindum. listasafn Íslands átti 130 áRa afmæli, en það vaR stofnað á þessum degi fyRiR 130 áRum Í kaupmannahöfn. Illugi Gunnars- son, mennta- og menningarmálaráðherra, setti afmælishátíðina sem stóð út árið 2014. samtök staRfsmanna fjáRmálafyRiRtækja opnaði upplýsingasÍðu á facebook. Hægt er að fylgjast með því sem er að gerast í starfi SSF með því að slá „Samtök starfsmanna Fjármálafyrirtækja“ í leitarstreng Facebook og “læka” við síðuna. annasamt vaR á skRifstofum RÍkissáttasemjaRa en þaR vaR m.a. fundað með félagi tónlistaRkennaRa, lækna og skuRðlækna og staRfsmannafélagi kópavogsbæjaR en allt útlit vaR fyRiR að það gæti komið til veRkfallsaðgeRða hjá þessum hópum. mÍnaR sÍðuR á heimasÍðu ssf opnaði. mÍnaR sÍðuR eR vefuR sem auðveldaR félagsmönnum aðgengi að umsóknum, stöðu og afgReiðslu úR sjóðum félagsins. Með tilkomu síðun- nar eru umsóknir aðgengilegri fyrir félagsmenn og úthlutunin auðveldari. Hægt er að nálgast Mínar síður ásamt leiðbeiningum um notkun þeirra á heimasíðu SSF. annað tölublað ssf blaðsins kom út. Hægt er að nálgast tölublöð SSF á heimasíðu samtakanna, www.ssf.is, með því að smella á liðinn „Bókasafn“ og þar er hægt er að nálgast öll tölublöð SSF – blaðsins. fRéttastofa RÍkisútvaRpsins gReindi fRá kynningaRfundi hagdeildaR asÍ á hagsspá sinni. Í spánni kom fram að horfur í efnahagslífinu væru betri en þær höfðu verið í langan tíma. Fjárhagsstaða heimilanna hefði batnað, skuldir minnkað og kaup- máttur aukist. Hagdeild ASÍ spáði því að hagvöxtur til 2016 verði 3,1% til 3,5%. veRkfall tónlistaRkennaRa hófst þegaR yfiR 500 kennaRaR Í félagi tónlistaRkennaRa lögðu niðuR stöRf. Verkfallsboðun hafði verið samþykkt með miklum meirihluta en lítið hafði þokast áleiðis á samningafundum samningsnefnda félags tónlistarskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga að sögn Sigrúnar Grendal, formanns Félags tónlistarskólakennara. hagstofan biRti launavÍsitölu á vefsÍðu sinni. þaR kom fRam að laun hefðu hækkað um 6,2% á sÍðustu tólf mánuðum. Launavísitalan hækkaði um 0,7% í september og kaupmáttur launa hækkaði um 4,3% síðustu tólf mánuði. staRfsfólki Í bankaþjónustu hélt áfRam að fækka þegaR aRionbanki tilkynnti um uppsagniR 18 staRfsmanna. Að auki var tilkynnt að afgreiðslu bankans á Hólmavík yrði lokað en við það fækkar um tvo starfsmenn til viðbótar. Í tilkynningu frá ban- kanum kom fram að þetta væri liður í hagræðingarferli bankans. Á undanförnum árum hefur 16 útibúum verið lokað og starfsfólki bankans hefur fækkað um 120 frá árslokum 2009. miðstjóRnaRfunduR samtaka staRfsmanna noRRænna fjáRmálafyRiRtækja (nfu) vaR haldinn Í ReykjavÍk. SSF hefur verið fulltrúi Íslands sem aðili að NFU frá upphafi en samtökin voru stofnuð árið 1953 sem Norræna bankamannasambandið. Meginhlutverk NFU í dag er að vera sameiginlegur umsagnaraðili aðildarfélaganna gagnvart lagafrumvörpum Evrópusambandsins. styRkleikalisti fifa mat styRkleika Íslenska kaRlalandsliðsins Í knattspyRnu fRemstan noRðuRlandaþjóða. Íslenska liðið var komið upp í 28. sæti og hefur aldrei verið ofar og efst Norður- landaþjóðanna. Íslenska liðið hafði náð miklum viðsnúningi og hafði hækkað um 103 sæti frá því í apríl árið 2012 þegar liðið var í 131. sæti. b a n k a m á l v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á l a l m e n n t a l m e n n t

x

SSFblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.