Heimsmynd - 01.12.1993, Síða 12
Bíómyndir með
boðsliap
á árinu 1993
Halldóra Thoroddsen niðri eru huldar ríkmannlegu
framkvæmdastjóri
dýrðarlífi auðvaldsins, snobbi og
daðri og kurteisishjali. Þetta er
Píanó
Það er svo fátítt að finna fyrir
skáldskap í kvikmyndum. I
kvikmyndinni Píanó er mikill
skáldskapur. Sagan er óraunhæf
eins og ævintýri og gerist á
furðustað. Ég gekk sátt inn í
ævintýrið og meðtók hlýðin
táknheim þess, svo vel er skáldað.
Þetta er mynd um stóru
tilfinningarnar í rómantískum anda
en fellur aldrei í gryfju
mynd sem segir okkur svo mikið
um tvískinnunginn í mannlegum
samskiptum; slúðrið sem maður
fær aldrei séð en allir stunda; og
raunveruleg gildi og tilfinningar
sem fá aldrei að komast upp á
yfirborðið vegna stöðu manna og
fornaldarlegra siðalögmála sem
binda þær í klafa hins viðtekna.
Scorsese hefur gert magnaða
mynd um líf í eilífri og einhvern
veginn viðurkenndri blekkingu.
innantómrar tilgerðar eins og
Hallveig Thorlacius
löggiltur skjalaþýðandi
Urga
Urga er hrífandi mynd sem slær á
ákaflega marga strengi. Þótt hún
sé látin gerast í framandi
umhverfi sem er nánast ekki til,
er hún um okkur öll. Ef maður á
að benda á einhvern boðskap í
þessari mynd er hann sá að
algengt er um kvikmyndir um
þessar mundir. Boðskapurinn er
tímalaus. Þetta er dæmisaga um
þann aldna sannleika að ef maður
menning er ekki eitthvað sem
hægt er að tæknivæða. Menning
verður að vera lifandi og koma
innan frá okkur sjálfum en ekki
með mötun frá utanaðkomandi
sker tunguna, eða einhvern annan aðilum, sjónvarpi eða öðrum
hluta úr ástvini sínum, hættir hann fjölmiðlum.
að elska mann.
Með önglana í
magnyltöfludós
og maðkana í
plastpoka.
M.arta Hildur Richter er veiSikló sem leggur ekki mikið upp
úr góSum grcej/tm.
Það var oft hlegið að mér þarna fyrir norðan vegna þess
að ég á engan útbúnað, engan hatt eða polaroid-
gleraugu, bara gott hjól og ágæta stöng. Ég var yfirleitt
bara á strigaskóm og í gallabuxum að veiða og hafði önglana
í magnyltöfludós og maðkana í plastpoka. Stundum fór ég í
rauðu gallabuxunum mínum og það fannst hinum
veiðimönnunum það alvitlausasta,” segir Marta Hildur Richter
sem krækti í tuttugu og eins puncla hrygnu í Stóru-Laxá í
Hreppum síðasta sumar og vann fyrir vikið laxveiðikeppni
sem verslunin Veiðimaðurinn stóð fyrir. Dags daglega er
Marta bókavörður á Héraðsbókasafni Kjósarsýslu en hún er
líka mikil útivistarmanneskja og hefur stundað laxveiði frá
1976.
En hvernig halda svona laxveiSimeistarar sér ! formi d veturna, ertt peir í
stífum kastœfingum og hnýta eigin flugur þess d milli?
,,Ég er nú alltaf á leiðina á kastæfingar en hef ekki enn látið
verða af þvl að fara. Ég er þó harðákveöin aö drífa mig í
vetur. Annars er ég mikil útivistarmanneskja og syndi og fer í
langa göngutúra.
Flugur hef ég aldrei hnýtt, það ér eitthvað sem verður að
bíða þar til maður er orðinn löggilt gamalmenni og hefur
meiri tíma.”
Eru konur öSruvísi veiðimenn en karlmenn?
Arnaldur Indriðason
kvikmyndagagnrýnandi
The Age of
Innocence
Öld sakleysisins er stórkostleg
bíómynd eftir Martin Scorsese
sem fjallar um ást í meinum á
meðal háaðalsins í New York á
áttunda áratug síðustu aldar. Hún
lýsir samfélagi bælingarinnar og
hræsninnar þar sem enginn segir
það sem [ honum raunverulega
býr, eða það sem skiptir máli,
heldur felur það undir yfirborði
háttvísi og falsaðrar framkomu.
Tilfinningarnar sem krauma undir
líkami
OG SÁL
Júlíus Kemp
kvikmyndaleikstjóri
Bleu
Bleu er fyrsta myndin í þriggja
mynda syrpu pólska leikstjórans
Krzysztof Kieslowski um
grunnlitina í heiminum. Julia
Binoche leikur konu sem lifir af
umferðarslys sem maðurinn
hennar deyr í. Hann hafði verið
tónskáld og skilur eftir sig verk
sem er ólokið. Myndin er um
tilraun konunnar til að Ijúka þessu
verki og ganga frá öðrum lausum
þráðum úr lífi manns hennar. Ég sá
þessa mynd í Brasilíu með
portúgölskum texta þannig að ég
upplifði aðallega sjónrænann þátt
hennar sem er sérstaklega
magnaður. Þessi mynd skilur eftir
sig þann boðskap að ekki er allt
sem sýnist.
,,Ég veit það nú ekki. Ég hef veitt bæöi með körlum og
konum og ætli stærsti munurinn sé ekki sá að viö konur
erum ekki eins æstar og karlarnir. Við förum frekar til þess
að njóta þess í rólegheitunum að veiða, vera úti, boröa
góðan mat og spjalla saman og erum þannig öllu afslappaðri
en karlarnir. Þessar ægilegu veiðisögur eru heldur ekki eins
rosalegar hjá konum og hjá körlum.
En hvaS er þaS sem fcer fólk til aS standa út t ískaldri d. kannski upp aS
mitti, pegar flestir aSrir eru sofandi?
,,Ég á ekki vöðlur og fer aldrei út í á heldur er alltaf uppi á
bakkanum. Yfirleitt er ég ein þegar ég er að veiða og fer þá
eldsnemma af stað. Ég reyni að vera kcrmin upp við á þegar
veiöitíminn hefst og dóla mér síðan niöur með henni og
reyni að upplifa þá fegurð þegar náttúran fer í gang á
morgnana. Það er ólýsanleg tilfinning að vera einhvers staðar
ein við á og njóta þess að vera úti í náttúrunni þegar
dögunin kemur upp og fuglarnir fara að syngja. Ef maður
nær síðan i lax er hann punkturinn yfir i-ið, en hann er ekki
aðalatriðið.”