Heimsmynd - 01.12.1993, Side 44

Heimsmynd - 01.12.1993, Side 44
mál en Einar hefur alltaf þurft að gjalda þess, eins og landsliðið í handbolta, að alltof miklar væntingar hafa verið gerðar til hans. Það hlýtur að vera ólíkt þægilegra að vera bara einn af sextán manna hóp, en ekki aleinn, þegar er snúið heim eftir misheþpnaða ferð á stórmót,- Og nú er Einar, og reyndar Sigurður líka, á síðari hluta ferils síns og engar nýjar hetjur eru í sjónmáli. Þegar ástandið er svoleiðis er ekki bjart framundan. En hver er skýringin á þessum afdrifum frjálsra íþrótta? Hún er einföld. íslendingar sátu eftir í aðbúnaði og þjálfun íþróttamanna sinna. Ágætt dæmi er til að mynda fyrsta tartanhlaupabraut landsins. Hún var lögð í Laugardalnum og var hampað sem mikilli endurbót fyrir íslenska íþróttamenn. Ekki tókst þó betur til en svo, að þegar vetraði þoldi hún ekki íslenska veðráttu. Tartanið bólgnaði upp og varð eins og þýft tún á verstu köflunum. íþróttamenn sem reyndu að gera gott úr málunum og notast við brautina misstigu sig og voru jafnvel frá keppni í langan tíma á eftir. Og svo getur auðvitað frjálsíþróttaforustan að sumu leyti sjálfri sér um kennt að hafa ekki staðið sig betur í samkeppninni við boltaíþróttirnar. Það er kaldhæðnislegt að núna eru það gömlu jaxlarnir Ólafur Gunnsteinsson og Valbjörn Þorláksson sem halda uppi heiðri íslendinga á alþjóðlegum mótum með því að vinna til verðlauna í öldungaflokkum. heiðarlegir stjórnmálamenn Það má segja að það sé orðið almennt álit íbúa þessa lands að stjórnmálamenn eyði mest öllum starfskröftum sínum í að vernda tilverurétt sjálfra sinna sem einstaklinga í stað þessa að einbeita sér að málefnum heildarinnar eins og þeim er borgað fyrir. Á meðan Vilmundur Gylfason lifði gekk hann manna harðast fram í að gagnrýna misnotkun valdamanna á stjórnsýslunni. Að hans mati höfðu stjórnmálamenn byggt upp kerfi sem hyglaði aðeins nokkrum útvöldum með því að veita þeim aðgang að peningum og völdum. Þetta er óbreytt. Stjórnmálamenn hugsa fyrst og síðast um að halda vinnunni sinni en þess á milli svífast þeir einskis við að koma flokksfélögum sínum fyrir í feitum stöðum í kerfinu. Það skiptir þá ekki einu sinni máli þótt allir sjái að hæfir menn eru útilokaðir frá ákveðnum stöðum vegna þess eins að þeir eru ekki rétt staðsettir í pólitíska litrófinu. Almenningi er bara gefið langt nef og treyst á að þetta verði gleymt og grafið þegar kemur að næstu kosningum. í síðustu HEIMSMYND hafði Pétur H. Blöndal þetta um pólitískar stöðuveitingar að segja: „Öll stærstu fyrirtæki landsins eru í ríkiseigu. Mikið liggur við fyrir þjóðarhag að þessi fyrirtæki séu vel rekin. Ef við íslendingar veljum ekki hæfustu mennina til þess að stýra þessum fyrirtækjum, kemur það niður á lífskjörum þjóðarinnar og borgarinn fær ekki þá þjónustu sem hægt er að veita fyrir sama fé. Þess vegna er ég bæði reiður og ergilegur, sem borgari og skattgreiðandi, yfir því um hversu mikið er um slíka spillingu hér á landi. Launum þeirra manna, sem valda ekki stöðum sínum, er í raun stolið frá skattgreiðendum." Svo mörg voru þau orð. Almenningur er orðinn dauðþreyttur á öllum gloríunum og baktjaldamakkinu sem stjórnmálamenn hafa orðið uþþvísir að í gegnum tíðina. Núna síðast í margtuggnum Hrafns-, stöðuveitinga-, bíla- og biðlaunamálum. Og þótt stjórnarandstöðuflokkarnir hafi látið hátt og talað í vandlætingartón um ýmis sþillingarmál undanfarið er þeir undir nákvæmlega sömu sök settir. Þessir flokkar hafa aldrei verið eftirbáta hinna í viðlíka málum. Þeir sem eru við stjórnvölinn hverju sinni leika allir sama leikinn. Og það er dæmigert fyrir hugsanahátt íslenskra stjórnmálamanna að þegar Jóhanna Sigurðardóttir vildi standa við gefin loforð híuðu sumir samráðherrar hennar á hana og uþþnefndu heilaga Jóhönnu. mógúlar í veitingabransanum Enn ein stétt, ef stétt má kalla, sem er í útrýmingarhættu eru íslenskir skemmtistaðakóngar. Stærsti mógúll íslenskrar skemmtanasögu er án nokkurs vafa Ólafur Laufdal. Hann byrjaði sinn feril í Glaumbæ og sýndi strax að hann hafði nef fyrir „trixum“ sem veittu honum forskot á keppinautana. Hann var eini barþjónninn í Glaumbæ sem lét sér vaxa dálítið hár og varð fyrir vikið eftirlæti síðhærðra viðskiptavina staðarins. Veldi Ólafs tókst hins vegar á flug þegar hann breytti skemmtistaðnum Sesar úr hallæris „pleisi“ í Hollywood, aðal diskótek bæjarins til margra ára, fyrir sáralítinn pening. „Allir eru stjörnur í Hollywood” var slagorð staðarins og það var engu líkara en að fólk tryði þessum orðum. Að minnsta kosti naut staðurinn óhemju vinsælda og átti tryggð gesta sinna lengur en flestir aðrir staðir. Innkoman af Hollywood var geysimikli og Ólafur ákvað að koma henni í lóginn með því að færa út kvíarnar. En þá tók honum að fatast flugið. Fyrst byggði hann Broadway, sem gekk þokkalega, en yfirtrompaði því næst sjálfan sig með því að byggja Hótel Island. Magalending var harkaleg og í dag á Óli ekki neitt. Kannski var ísland bara of lítið fyrir hann. Það má líka minnast á minni spámenn sem áttu sín gullnu andartök, blésu út í stuttan tíma en sprungu síðan með háum hvelli og skyldu eftir sig sviðna jörð og ævintýraleg gjaldþrot. Vilhjálmur Ástráðsson er einn úr þessum hóp. Hann gerði einhverjar endurbætur á innréttingum Klúbbsins, setti nýtt dansgólf á neðstu hæðina færði til bari, málaði og skírði staðinn Evrópu, og fór því næst á höfuðið í einhverju stærsta gjaldþroti einstaklings á íslandi. Án þess að afdrif annarra veitingamanna séu tíunduð má benda á að Vilhjálmur Svan, sem bjó til Lækjartungl (nú Tunglið) er í fangelsi og fjölskyldureksturinn sem stóð að Þórskaffisveldinu, fór í hundruð miljón króna gjaldþrot. í Reykjavík í dag eru tveir menn sem geta gert tilkall til krúnu skemmtistaðakóngs íslands. Það eru þeir Tómas Andrés Tómasson, betur þekktur sem Tommi í Hard Rock, og Björn Leifsson, betur þekktur sem Bjössi í World Class. Tómas er umsvifamikill veitingamaður og er viðriðinn rekstur þriggja staða í Reykjavík: Hard Rock, Ómmu Lú og Hótel Borg. Eitthvað er á reiki hversu stór eignarhluti hans er í fyrrnefndu stöðunum tveimur og Borgin er með þungar fjárhagsbyrðar á sér. En Tómas er stórhuga maður, það fer ekki á milli mála ef breytingarnar á Borginni eru skoðaðar. Ef maður líkir ferli Tomma við flug, á sama hátt og áður var gert með Óla Laufdal, má spyrja hvort Tommi sé ekki á sveimi fullnærri sólu; að það geti jafnvel farið eins fyrir honum og íkarosi grísku goðsögunnar? Björn Leifsson er nýjasti kanditatinn í skemmti- staðakóngahópnum. Og ef til vill sá efnilegasti. Guffi, gjarnan kendur við Gaukinn, opnaði Ingólfscafé á sínum tíma með pompi og pragt en gestirnir létu sig vanta. Björn tók við dæminu og breytti Ingólfscafé í gullnámu. Staðurinn hefur verið í hans eigu og undir hans stjórn í rétt tæp tvö ár og allan tíman verið fullt. Núna í haust gerði hann síðan leigusamning til tíu ára við Þjóðleikhúsið um rekstur á hinum sögufræga skemmtistað Þjóðleikhúskjallarann. Björn er metnaðarfullur maður og breytti Kjallaranum og endurbætti fyrir fleiri miljónir króna. Það er spurning hvort velgengnin hafi ekki stigið Birni til höfuðs og hann hafi ráðist í verkefni sem sé honum ofviða. Ef litið er til sögunnar eru hlutföllin honum mjög í óhag en kannski tekst honum þetta. Tíminn einn mun leiða það í Ijós. Annars munu alltaf verða til menn sem vilja ekki viðurkenna rök reynslunnar og eru þess fullvissir að þeir geti gert betur en hinir sem á undan fóru. Þannig munu alltaf koma til sögunnar menn sem má kalla mógúla í veitingabransanum. En um leið og hægt er að hengja þann titil um hálsinn á þeim eru þeir líka komnir í stórkostlega útrýmingarhættu. 4 4 Desember Heimsmynd
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.