Heimsmynd - 01.12.1993, Qupperneq 79
vænlegt. „Mamma var nú reyndar búin að vara mig við því að
mannvalið væri ekki mikið,“ segir Salvör. Og fleiri taka undir
það. „Hér eru margar glæsilegar konur að gera flotta hluti en
hvar eru sambærilegir karlmenn. Ég held að íslenskar konur
hafi alltaf staðið körlunum framar. Ef við lítum til baka og
hugsum um þessa drukknu sýslumenn og konurnar sem héldu
öllu gangandi. Ég heyri marga segja að íslenskar konur séu
meiri heimsborgarar og þær eru almennt opnari,“ segir Salvör.
Margar benda á að það sé setið um einhleypa karlmenn á sama
aldri. Niðurstaða kvennanna er að þeir skástu séu gengnir út.
Engu að síður segja tölur frá Hagstofunni (sem einhleypur
karlmaður gaf upp) að það séu rúmlega þúsund fleiri karlmenn
á aldrinum 30 til 40 ára en konur. Heils hugar taka þessar
konur einnig undir ríkjandi skoðun íslenskra kvenna, giftra sem
ógiftra að mikið skorti upp á almenna kurteisi íslenskra
karlmanna, upp til hópa séu þeir hvorki nógu fágaðir, nógu vel
til fara eða nógu skemmtilegir við kvenfólk. ,,Þeir drekka illa
en þora yfirleitt ekki að tala við konur nema undir slíkum
kringumstæðum,1' segja þær flestar. „Þetta eru sveitavargar í
þeim skilningi að þeir eru uppfullir af karlrembu,“ segir
víðförul kona.
Ein þeirra kvenna sem hér er rætt við, sem kom heim frá
námi erlendis fyrir nokkrum árum, segist ekki hafa kynnst
neinum „almennilegum manni“ þau fimm ár sem liðin eru.
„Maður gengur að því sem vísu að giftast,“ segir Salvör Nordal
en bendir um leið á að sá hópur stækkar óðfluga sem býr einn.
„Sjálfri finnst mér enn sem komið er ágætt að vera ein og lít
ekki á það sem einhvern sjúkdóm,“ segir hún. Skýringuna á því
að fólk stofnar síður fjölskyldu nú eða seinna en áður segir
Salvör vera þá að fólk sé lengur í námi hér en annars staðar.
Lögfræðingur lýkur
námi 26 ára hér en í
nágrannalöndunum er
meðalaldur 23 ára.
Þegar námi lýkur
tekur annað kröfuhart
ferli við, fólk er að
koma undir sig
fótunum, kaupir sér
íbúð og bíl. Þeir sem
stofna fjölskyldu
virðast búa við mjög
mikið stress. Ég sé
það á mörgu fólki
sem ég vinn með.
Það er stöðugt á
þönum, að aka börnunum sínum í hádeginu, sækir þau
síðdegis og er ef til vill í tveimur eða þremur störfum sjálft. Það
er ótrúlegt stress í þessu litla þjóðfélagi. Kannski er það
smæðin sem gerir það að verkum en hér er fólk stöðugt að
skjótast eitthvað, eins og kaninur út úr holum. Fólk gefur sér
aldrei tíma til að skipuleggja hlutina fyrirfram þar sem þvi
fannst það alltaf geta skotist eitthvert ef þörf krefur. Þetta stress
gerir það að verkum að fólk nýtur ekki lífsins. Það hefur ekki
tíma til þess. Þá held ég að ungt fólk i dag sé margt brennt af
Fjöldri einhleypra kvenna
sem eru barnlausar
30 til 34 ára: I 163
35 til 39 ára: 880
fyrri samböndum en margir hafa reynt sambúð áður en þeir
ganga í hjónaband og sjá í kringum sig álagið sem hjónafólk
býr við og hræðast þá kannski tilhugsunina".
Salvör sem er 31 árs hefur verið að vinna og í námi
undanfarinn áratug. Hún segist hafa allar forsendur til þess að
njóta þess að vera ein. Hún á góða íbúð, er í góðu starfi en
tekur undir það með hinum að þegar hér sé komið við sögu sé
erfitt að kynnast nýju fólki. Þær eru allar sammála um það að
konu sé vart stætt á að fara ein út að skemmta sér og allar
þekkja tilhugsunina um að fara ein í „sjöbíó“. Þá er ekkert hlé
og engin hætta á að rekast á smáborgaralegt fólk sem
hneykslast á þeim sem fara einir í bíó.
Aðalheiður Jóhannsdóttir segist hafa enn minni tíma aflögu nú
en þegar hún var í
námi. „Álagið sem
fylgir vinnunni tekur
engan enda. Ég er
nýorðin deildarstjóri
lögfræðideilarinnar í
umhverfisráðuneytinu
og hef sjaldan lausa
stund“ .Aðalheiður
segir að einhleypar
vinkonur sínar hafi
hægt og rólega týnt
tölunni. „Tilhugsunin
um að eldast ein finnst
mér ekki aðlaðandi,"
segir hún. „Auðvitað
er enginn öruggur.
Giftar konur geta misst
mennina sína hvenær
sem er. En ég þrái að
eignast félaga. Það eru
örugglega til konur
sem halda að maki
þeirra geti orðið þeim
stöðutákn en ég
myndi lita á maka sem
félaga minn en væri
ekki tilbúin að gefa
þumlung eftir af þeirri
aðstöðu sem ég er
komin í,“ segir hún.
„Makinn þyrfti að passa inn í planið hjá mér Líf mitt hefur tekið
þannig stefnu og ég ætla mér ekki að beygja út af henni.
Konum finnst þær þurfa að réttlæta tilveru sína en ég segi
hreint út að ég veit nákvæmlega hvar ég stend og hvað ég get.
Ég get það sem ég vil.“
Aðalheiður segist ekki sækja dansstaðina. „Mér finnst eitthvað
hallærislegt við að fara á staði eins og Ömmu Lú eða
Þjóðleikhúskjallarann. Ég veit ekki hvernig ég á að haga mér
þar sem ég stend ein með glas. Öðru máli gegnir með bari eins
og Café Romance. Þar getur maður sest inn, sýnt sig og séð
aðra. En þar gerist að vísu ekki neitt. Maður fer einn heim,“
segir hún.
Sumar konur segjast finna til öryggisleysis við að búa einar.
Margar hella sér út í vinna og þær eiga flestar einhver
áhugamál, spila bridge, stunda líkamsrækt, fara í sund og á
skíði. Guðrún Magnúsdóttir segir það algengt hér að fólk setji
alla orku sína i vinnunu en kunni síðan ekki að fara heim. Og
fyrir þá sem búa einir er það oft ekkert spennandi hlutskipti.
„Þjóðfélagsstrúktúrinn hér gerir ráð fyrir kjarnafjölskyldunni og
sá kjarni hleypir engum utanaðkomandi inn,“ segir Guðrún.
„Það er áberandi þegar fjölskyldunni sleppir, til dæmis þegar
fólk býr í útlöndum, að það droppi inn hvert hjá öðru og þá að
tilefnislausu og þá er jafnvel slegið upp veislu. Svipað þessu
sér maður oft í útlendum bíómyndum. Hér gerist ekkert svona.
Einhleypum vinum er ekki boðið í sunnudagssteikina," segir
Guðrún. „Óvæntar uppákomur eru fremur sjaldgæfar hér.“
Smæð markaðarins segja þær gera það að verkum að
parasambönd séu sterkari hér en víða annars staðar. „Einhvern
veginn ímyndar maður sér að lífið væri miklu skemmtilegra ef
maður byggi með einhverjum öðrum,“ segir Guðrún og bætir
við að þeir sem eru einir þurfi að hafa fyrir því. „Maður getur
ekki ákveðið fyrirvaralaust að skreppa í níubíó. Stundum þarf
maður að hringja í þó nokkra áður .(Framhald á blaðsíðu 110)
„Það er áberandi
þegar fólk býr í
útlöndum að það
droppar inn hjá
hvert öðru og þá er
jafnvel slegið upp
veislu.,,
Guðrún Magnúsdóttir
Guðrýn
Magnusdottir:
Einhleypum vinum er
ekki boðið í
sunnudagssteikina.
Heimsmynd
Desember
7 9