Heimsmynd - 01.12.1993, Side 93

Heimsmynd - 01.12.1993, Side 93
 Jóladagur er sjálfsagt helgasti fjölskyldudagur ársins á íslandi. Jóladagsmorgun vakna fæstir með aðrar áætlanir í huga en að vera heima hjá sér í faðmi fjölskyld- unnar. Flestar fjölskyldur hafa sínar jólahefðir sem hafa oft gengið í erfðir kynslóða á milli. Steinunn Bergsteinsdóttir textílhönnuður og veitingamaður gaf HEIMSMYND kost á að kynnast þeim hefðum sem hún og fjölskylda hennar hafa á jóladag. Steinunn rekur veitingahúsið Bú- mannsklukkuna á Bernhöftstorfunni með frænku sinni Onnu S. Jóhannes- dóttur. Búmannsklukkan er í húsi sem var upprunalega byggt árið 1838 og þar hafa þær frænkur búið sér og gestum sínum einstaklega fallegt og hlýlegt umhverfi. En Búmannsklukkan er ekki eini veitingareksturinn sem Steinunn er viðriðin því hún ræður einnig ríkjum á kaffihúsinu Tíu dropum á Lauga- veginum. Aðspurð hvernig jólahefðir fjölskyld- unnar eru tilkomnar segir Steinunn: „Eg er alin upp í Reykjavík en foreldrar mínir eru bæði utan af landi. Mamma er úr Eyjafirðinum og pabbi er frá Vestur- Skaftafellssýslu. Ég er því vön að blanda ólíkum jólasiðum saman. A jóladag borðum við alltaf kalt, helst heimareykt, hangikjöt. Með því er laufabrauðið ómissandi. Mamma er snillingur í laufa- brauðagerð og hún bakar líka þykkar og góðar hveitikökur sem pabbi var vanur af Síðunni. Þær borðum við með miklu smjöri, hangikjötinu og rauðrófum. Ég vil líka hafa með þessu kartöflusalat með eplum, lauk og sýrðum rjóma. Heit lifrakæfa og síld er oft á jóladagsborðinu hjá okkur og reykt skinka með hunangssinnepi. Með matnum er haft jólaöl. í eftirrétt borðum við Riz á l'amande, grjónagraut með þeyttum rjóma og möndluflögum, ættaðan frá Danmörku þrátt fyrir franskt nafnið. Ut á grautinn höfum við heita sólberjasósu. A endanum fáum við okkur síðan heitt súkkulaði, sem ég ber fram í gömlu súkkulaðikönnunum hennar Steinunnar ömmu heitinnar, með konfekti og smákökum. Annars erum við nú svolítið löt á jóladag, viljum helst vera í rúminu með jólabækurnar og njóta þess að gera ekki neitt. Þannig að þessi hádegis- verður vill nú dragast fram eftir degi." Þeir sem hafa hug á að bragða hátíðamat að hætti Steinunnar geta farið á Búmannsklukkuna í desember, en þá verður boðið uppá jólahlaðborð bæði í hádeginu og á kvöldin. DÁSAMLEGT KARRÝBRAUÐ KARRÝ SÍLD U.þ.b. þrjú flök af marineraðri síld skorin í litla bita. 100 gr. majones 1/2 bolli sýrður rjómi I tsk. dijon sinnep 1/2 saxaður laukur I -2 tsk. madras karrý I saxað epli og örlítið af kurluðum ananas Hrærið allt vel saman og bætið svo síldinni út í. 1 kg. hveiti 3 pakkar ger 2/3 bolli púðursykur 2 tsk. salt 2 msk. madras karrý 150 gr. brætt smjörlíki eða matarolía Venjuleg gerbakstursaðferð er notuð við baksturinn. Deigið er mjög meðfærilegt og þarf að hefast vel áður en það er hnoðað upp og skipt í tvennt. Síðan er hvorum helmingi skipt upp í 3-4 hluta og rúllaðar úr lengjur og fléttaðar saman í fléttubrauð. Það er penslað með rjóma og möndluflögum stráð yfir. Látið hefast á plötu og bakað í u.þ.b. 1/2 klst. við 180 °C. Þetta brauð er mjög gott að rista daginn eftir og verður það þá alveg eins og nýtt. Heimsmynd Desember 9 3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.