Heimsmynd - 01.12.1993, Qupperneq 31
mræða um kyn-
ferðisofbeldi,
nauðganir, sifja-
spell og kynferöis-
lega áreitni hefur
aukist mjög á liðnum
árum. Kynferðisofbeldi er
kynbundið. Það eru fyrst
og fremst konur og börn
sem verða fyrir því.
Ofbeldistíðnin er geig-
vænleg. Erlendar rann-
sóknir benda til þess að
íjórða hver stúlka og tólfti
hver drengur verði fyrir
kynferðislegu ofbeldi í
æsku. En hverjir fremja
slíkan verknað? Karlmenn
í langflestum tilfellum.
Ríkir, fátækir, ungir,
gamlir, fallegir og ljótir. Því
efur verið haldið fram í
fullri alvöru að hver einasti
karlmaður sé mögulegur
nauðgari.
Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8.
mars árið 1990 stofnuðu hópar kvenna
Stígamót, en þangað geta konur og
börn sem verða fyrir kynferðislegu
ofbeldi leitað sér aðstoðar. Dr. Guðrún
Jónsdóttir félagsráðgjafi sem verið
hafði kennslustjóri í félagsráðgjöf við
Háskóla íslands frá 1981 hóf störf við
Stigamót fyrir tveimur árum.
„Þegar kvennaathvarfið opnar förum
við að kynnast betur kjörum kvenna
sem verða fyrir ofbeldi og kom þá í
1 jós að konur höfðu ekki eingöngu
verið barðar af sambýlis- eða eigin-
mönnum heldur höfðu sumar þeirra
líka orðið fyrir nauðgunum og
sifjaspellum. Þegar við í undir-
búningshópunum fórum að ræða þetta
kom í ljós að margar okkar höfðu
orðið fyrir einhvers konar kynferðis-
legu ofbeldi. Þetta voru bara hlutir sem
var ekki talað um, þetta var algert
„tabú“ að ræða.“
- En getur verið að konur sem hafa
orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í
æsku leiti í það ástand sem full-
orðnar konur?
Guðrún telur svo ekki vera. „Ég held
að það sé mikill misskilningur. Það er
engin sem vill búa við ofbeldi af neinu
tagi. Það er ekkert sem fólk leitar eftir
af því að það fái kikk út úr því. En það
má náttúrulega segja að börn sem eru
beitt kynferðislegu ofbeldi eru illa í
stakk búin til að bera hönd fyrir höfuð
sér og sjálfsmat og sjálfsmynd þeirra
sem fullorðinna verður oft brotakennd
og skert, þannig að sem fullorðnar
konur eiga þær erfitt með að trúa því
að þær eigi rétt á einhverju öðru og
betra en svona meðferð. Stúlkur sem
hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í
æsku eru oft illa hæfar til að takast á
við erfiðleika í lífinu og til að setja
mörk og segja“ „hingað og ekki lengra,
þetta þoli ég ekki.“
- En er hægt að sjá eitthvað
mynstur í kynferðislegu ofbeldi? Er
þetta frekar á einum stað heldur en
öðrum í þjóðfélaginu?
„Nei, það er mjög merkilegt með
kynferðislegt ofbeldi að þó að mikið
hafi verið reynt til að flokka það eða
finna eitthvað sem ofbeldismennirnir
eiga sameiginlegt, þannig að hægt sé
að segja fyrir um hverjir séu líklegri en
aðrir til slíkra verka, þá hefur það ekki
tekist. Ég hef lesið að rannsóknir
erlendis sýni að í hópi þeirra sem hafa
verið dæmdir fyrir kynferðislegt ofbeldi
megi finna um 50 persónuleika-
einkenni. Það þýðir að nánast er um
þverskurð af mannkyninu að ræða.“
- Nú er oft sagt að hver einasti
karlmaður sé mögulegur nauðgari.
Er hægt aó fullyrða eitthvað svipað
um karlmenn í sambandi við
kynferðisofbeldi gagnvart börnum?
„Ég get ekki og vil ekki hafa þá
skoðun. Það væri óbærilegt að eiga
syni, eiginmann, föður, afa og frændur
og búa við þá hugsun að hver sem er
af þeim gæti beitt kynferðislegu
ofbeldi. Hinsvegar getur verið að við
höfum ekki verið að leita að réttum
hlutum þegar við höfum verið að
reyna að átta okkur á af hverju sumir
menn brjóta þessi bönn og skeyta
svona lítið um líðan annarra sem ég
hygg að mikill meirihluti karla virði.
Líklega þurfum við að kanna betur
hvernig karlar tileinki sér það að verða
karlar. Hvernig tileinka karlar sér
Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi: „Ríkir,fátœkir, ungir, gamlir,fallegir, Ijótir. Því hefur verið
haldiðfram að hver einasti karlmaður sé mögulegur nauðgari. “
H e
m s m y n d
Desember
3 1