Heimsmynd - 01.12.1993, Qupperneq 25

Heimsmynd - 01.12.1993, Qupperneq 25
Mikael M. Karlsson, heimspekingur og dósent við Háskóla íslands er óvæginn í gagnrýni sinni á íslenskt þjóðfélag. Á Dómsmálaþingi nýverið sagði hann hinum virðulegu embættismönnum að íslendingar byggju ekki við alvörulýðræði, heldur við það sem hann kallar yfirborðslýðræði. íslenskir fjölmiðlar og íslenska skólakerfið vanraekja skyldur sínar „þar af leiðandi er fólk ekki í aðstöðu til að hugsa um stjórnmál á þann hátt sem er nauðsynlegt skilyrði alvöru- lýðræðis“,segir hann. „Lýðræði þýðir að kosningaréttur gefur almenningi úrslitavald um stjórnarfar. En greina má alvörulýðræði frá yfirborðslýðræði. Yfirborðslýðræði felur í sér að menn greiði atkvæði, en ekki að þeir kjósi í neinum eiginlegum skilningi. Forsendur eiginlegra kosninga eru meðal annarra: rökræður og gagnrýna hugsun á öllum sviðum og á öllum stigum skólakerfisins. Það felur meðal annars í sér að gjörbreyta kennara- menntun vegna þess að flestir kennarar í dag ráða ekki við kennslu af þessu tagi. Ekki er hægt að breyta þessu á meðan kennslu- og uppeldisstörf eru eins vanmetin og raun ber vitni. Þá er ástand fjölmiðla og skólakerfis þannig að þau standa ekki undir alvörulýðræði og ekki Ijóst að það sé vilji fyrir því meðal stjórnmálamanna. Ráðamenn eru oft hreinlega hræddir við upplýstan og gagnrýnin almenning. þá er best að leggja þá niður. Til þess að ríkisfjölmiðlar ræki fréttamennsku sem stendur undir nafni þurfa þeir að vera óháðir stjórnmálaflokkum og öllum sérhagsmunum. Fagmennskan, það er fréttamennskan, verður að fá að ráða. Menn rugla oft saman ríkiseignum og ríkisrekstri. Stofnun sem er eign ríkisins þarf ekki að vera stjórnað af ríkisvaldinu; hún getur haft sjálfstæða stjórn að svo miklu leyti að hún standist faglegar gæðakröfur innan ramma þeirra fjárveitinga sem henni er ætluð. I Bandaríkjunum er allt morandi af háskólum í 1, Að kjósendur fái nægar og réttar upplýsingar um það sem kosið er um, hvort sem þeir eru kjósa fulltrúa eða kjósa um tiltekið efnisatriði; 2, Að kjósendur hafi aðgang að rökvissum og gagnrýnum umræðum á opinberum vettvangi; 3, Að kjósendur kunni að hugsa sjálfstætt og gagnrýnið þannig að þeir séu dómbærir um þau atriði sem eru grundvöllur ákvörðunartöku. „Þessar forsendur eru um leið forsendur alvörulýðræðis, en þær eru ekki í hávegum hafðar hér.“ Það er hlutverk stjórnvalda og fjölmiðla að veita almenningi nægar og réttar upplýsingar vilji þau axla sína ábyrgð á alvörulýðræði. Einnig ber fjölmiðlum að birta vandaðar fréttaskýringar og ábyrgar rannsóknafréttir og vera vettvangur rökvísra skoðanaskipta: þetta er kjarninn í réttnefndri fréttamennsku. Erlend blöð eins og Le Monde í Frakklandi, Observer í Bretlandi, New York Times og Wall Street Journal í Bandaríkjunum rækja þessar hefðbundnu skyldur sínar í þágu lýðræðis, nokkurn veginn óháð leiðaraskrifum, stefnu ritstjóra og hagsmunum blaðeigenda. Ritstjórnarpistlar Wall Street Journal eru til dæmis yfirleitt hægra megin við Ghengis Kahn en blaðið birtir engu að síður gagnrýnar og ábyggilegar úttektir á mikilvægum málum - hvort sem um fjármál, almennar tryggingar, eða eiturefni í matvælum er að ræða, sem ekki eru háðar stjórnmála- skoðunum ritstjóra." „Þriðja meginforsenda alvörulýðræðis,sú að kjósendur kunni að hugsa gagnrýnið og sjálfstætt, er á ábyrgð foreldra og skólakerfis", segir Mikael. „fslendingar hafa að jafnaði meiri skólamenntun en margar aðrar þjóðir. Engu að síður er kjarnahlutverk skólanna - að þjálfa menn í gagnrýnni hugsun - með öllu vanrækt. Fræðimennsku, sem er í hnotskurn að kunna að beita gagnrýnni hugsun á tiltekið viðfangsefni og að dýpka þannig skilning manna á því, er illa sinnt í okkar skólakerfi, jafnvel í háskólanum. Sigurður Líndal lagaprófessor hefur til dæmis oft látið þá skoðun í Ijós að langmest af því sem er kennt í lagadeild háskólans sé ekki lögfræði, heldur lögtækni eins og hann kallar það. Að mínu viti er hægt að segja eins um námið í flestum deildum háskólans. Til þess að alvörulýðræði þrífist þurfum við að gjörbreyta skólakerfinu; það ætti að leggja áherslu á Þeir sitja oft á upplýsingum, reyna að snúa rökræðum í kappræður og mælskubrögð, leggja fjölmiðla undir sig eftir besta getu, og spilla þeim stofnunum þjóðfélagsins þar sem er helst von til að staðinn sé vörður um gagnrýna hugsun, það er að segja skólum. Þetta gildir hér á íslandi eins og annars staðar. Hér er ástandið ekki eins slæmt og það er í þeim löndum þar sem lýðræði er varla til staðar eða þar sem stjónmálamenn beita ofbeldi til að ná fram vilja sínum. Okkar stjórnmálamenn eru friðsamir og margir þeirra góðviljaðir. Samt sætta flestir þeirra sig við yfirborðslýðræði. Við skulum ekki gleyma að pólitík er atvinnugrein víðast hvar. Stjórnmálamenn mynda stétt og gæta sinna hagsmuna og þeirra sem styðja þá. Stjórnmálaflokkar eru fýrst og fremst tæki til að vernda þessa hagsmuni, þótt þeir sigli undir fána hugsjóna. Hér á íslandi hefur flokkspólitík, sem er út af fýrir sig eðlilegur og æskilegur þáttur í lýðræðislegu stjórnmálakerfi, allt of mikið að segja. Faglegar forsendur fá ekki að ráða sem skyldi, hvorki í bankakerfinu (þar sem menn tala um sæti í eign flokkannal), menntakerfinu, eða í fjölmiðlunum, svo einhver dæmi séu tekin.“ „Ýmsir segja hér er um ákveðinn vítahring að ræða,“ segir Mikael. „Kjósendur geta ekki áttað sig á því að forsendur alvörulýðræðis skorti fyrr en að þessum forsendum - nægum og réttum upplýsingum, rökvísum umræðum og þjálfun í gagnrýnni hugsun - hefur verið fullnægt. Einnig má nefna að margir okkar stjórnmálamanna átta sig ekki heldur á þessu. Að hlusta á það sem þeir segja um vísindi og menntamál minnir oft á það hvernig kirkjufeður miðalda töluðu um kynlíf." „Hvað með ríkisrekna fjölmiðla, eins og ríkisútvarp og sjónvarp?" „Eina réttlætingin á því að skattgreiðendur haldi úti fjölmiðlum er að þessir fjölmiðlar ræki þær grundvallar-skyldur sem áður voru nefndar, sem eru meðal forsendna alvöru lýðræðis. Geri þeir það ekki, eigu ríkjanna, en þeir eru ekki reknir af þeim heldur sem sjálfstæðar stofnanir. í Sviss eru margir bankar í eigu kantónanna, en þeir myndu ekki leyfa að bankastjórar væru ráðnir á öðrum forsendum en faglegum." Enn fremur segir Mikael að íslensk dagblöð eigi langt í land með að ná upp í erlend stór- blöð.„Hér hafa dagblöðin frjálsar hendur og eru ekki lengur í eigu stjórnmálaflokka. Blöðin hér eru þess vegna ekki gervifjölmiðlar á borð við Prövdu Sovétríkjanna. Morgunblaðið.blað allra landsmanna eins og það kallar sig, hefur þann kost að vera opið greinahöfundum, fólk með ólíkar skoðanir getur birt þar pistla sína. Dæmigert dagblað hér er betra en dæmigert blað í Bandaríkjunum. En í Bandaríkjunum, og í mörgum öðrum löndum eru blöð sem eru í mun hærri gæðaflokki en bestu íslensku dagblöðin. Það er ekkert dagblað á Islandi sem birtir vandaðar fréttaskýringar og ábyrgar rannsóknafréttagreinar. Nú nýverið var kosið um sameiningu sveitarfélaga. Tók eitthvað blað að sér að útskýra fyrir landsmönnum allar hliðar þess máls? Ekki varð ég var við það. Ef þetta væri á dagskrá í Frakklandi, gæti ég nefnt fjögur til fimm dagblöð sem kæmu með ýtarlegar skýringar á málinu. Samningur á borð við EES væri birtur sjálfkrafa í ýmsum erlendum blöðum og í kjölfarið kæmi trúlega vönduð fréttaskýring." Um kröfur íslendinga í þessum efnum segir Mikael. „Eg er ekki alveg viss. En þessi skortur á upplýsingu er í anda nýlenduhefðarinnar frá dögum Danaveldis. Við lærðum þá að slík mál kæmu okkur ekki við. Því má segja að sjálfstæðisbarátta okkar í stjórnmálum sé aðeins hálfnuð en andlega sjálfstæðisbaráttan varla byrjuð. I stjórnarskránni stendur að Island sé lýðveldi með þingbundinni stjórn. Nær væri að segja að Island sé möppudýraveldi með flokksbundinni stjórn." Heimsmynd Desember 2 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.