Heimsmynd - 01.12.1993, Side 47

Heimsmynd - 01.12.1993, Side 47
eða sendisveinn fyrir kjósendur sína. Hann fór jafnvel búð úr búð í Kaupmann-höfn til þess að leita að saumnálum fyrir einstakar húsfreyjur á íslandi. Þannig treysti hann fylgi sitt, ekki aðeins með stómm og mikilvægum stefnumálum heldur í hinu smæsta líka. Hann lagði einnig kapp á bréfaskriftir til stuðningsmanna sinna. Jónas Jónsson frá Hriflu var ákaflega duglegur að heimsækja fólk og senda því bréf og persónulegar orðsendingar. Þegar hann kom heim á bæi talaði hann við alla jafnt, einnig börn og unglinga. Hann spurði þau hvað þau ætluðu sér í lífinu og oftar en ekki átti hann þátt í að koma þeim til náms og var vakinn og sofinn yfir velferð þeirra. Hann eignaðist með þessum hætti ævilanga aðdáendur í hverri sveit landsins. Jónas var líka mann- glöggur og mundi bæði andlit og nöfn. Það var ómetanlegt fyrir lýðhylli hans. Þingmenn í fámennari kjördæmum hafa alla þessa öld verið eins konar allsherjar reddarar fyrir kjósendur sínar. Þeir útvega þeim lán, greiða fyrir þeim í stjórnarstofnunum í Reykjavík, skrifa upp á víxla og sendast jafnvel fyrir þá í verslanir. Enn em margir þingmenn fyrst og fremst brenndir þessu marki frekar en að þeir sinni almennri lög-gjafarstarfsemi eins og þeir eru kosnir til. Fyrir- greiðslupólitíkusar hafa einnig verið þingmenn Reykvíkinga og er Albert Guðmundsson líklega besta dæmið um það. Hann lagði sig eftir að sinna gömlu fólki og þeim sem orðið höfðu undir, litla manninum, eins og hann kallaði það. Hin persónulega nálgun Annars er stundum stutt á milli lýðskrums og lýðhylli. Þeim, sem reyna að laga sig eftir því sem þeir halda að almenningur vilji í stað þess að standa fast á eigin hugmyndum og hugsjónum, verður stundum hált á svellinu. Lýðhylli þeirra getur verið eins og flöktandi ljós á kveik. Það þarf ekki annað en dragsúg, vindkviðu eða blástur til að slökkni á ljósinu. Þegar til lengdar lætur er það því boðskapur stjórnmálamanna til þjóðar sinnar og festa þeirra til að fýlgja honum eftir sem er þeim drýgst til lýðhylli. Stjórnmálamenn njóta þess stundum ef þeim tekst að vera landsföðurlegir og tala í mildum og hreinskiptnum tón til þjóðarinnar. Þetta tókst Steingrími Her-mannssyni, meðan hann var forsætisráðherra, en síður í stjórnar-andstöðu nú, enda hafa vinsældir hans dalað. Davíð Oddsson er nú farinn að temja sér landsföðurlegan stíl og fellur það fólki betur í geð en vanstilling og hótfyndni sem áður einkenndu nokkuð ræður hans. Fólk vill að forsætisráðherrann tali af nokkrum myndugleika eins og hann væri faðir allrar þjóðarinnar. Forsætisráðherra má enn síður en öðrum ráðherrum verða á í opinberum stjómarathöfnum. Mistök eða óvarkárni geta reynst stjórnmálamönnum dýrkeypt. Drykkjuskapur á opinberum vettvangi skaðar ímynd þeirra og stundum geta klaufalegar ákvarðanir, teknar í fljótræði, elt þá eins og skugginn eða jafnvel eyðilagt frama þeirra. Skólabókardæmi um það síðara er upphaf ráðherra-ferils Guðmundar Árna Stefánssonar. Ákvarðanir hans um lokun meðferðarstofnunar í Gunnarsholti, lokun bamaheimila, sjúkrahúsa og heilsukort, sem hann þurfti allar að éta ofan í sig, ollu því að hann kemur verst allra stjórn- málamanna út í skoðanakönnunum. Sumir segja að hann hafi á einum mánuði eyðilagt framtíð sína sem stjórn-málamanns. En vegir stjórnmálanna eru órann-sakanlegir. Stundum skýtur stjómmálamönn-um, sem allir hafa talið að væm búnir að vera, upp eins og korktöpp-um. Ekki er hægt að gefa einfalda formúlu fyrir því hvernig stjórnmálamenn eiga að vera. Halldór Ásgrímsson nýtur þess að vera stefnufastur og yfirvegaður í tali og sama á við um Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Fólk leggur við hlustimar er þessi tvö tala. Þau þykja greind, fýlgin sér og rökföst og að mestu laus við klisjur í málflutningi. Enginn frýr Jóni Baldvin Hannibalssyni og Ólafi Ragnari Grímssyni vits eða dugnaðar og hraðmælska þeirra vekur aðdáun. Viss oflátungsháttur þeirra virkar hins vegar fráhrindandi. Glaðbeitni Össurar Skarphéðinssonar og það hversu gaman honum finnst að vera ráðherra fer vel í almenning. Góð kímnigáfa getur og fleytt stjórnmálamanni langt og breitt yfir mistök hans. Stundum gerast stjórnmálamenn talsmenn einstakra hagsmunahópa í þjóðfélaginu og fá vinsældir út á það. Þetta á til dæmis við um Halldór Blöndal sem um þessar mundir er eins konar hetja meðal bændastéttarinnar. Staða hans hefur löngum verið óviss í Norðurlandskjördæmi eystra, en nú hefur hann líklega tryggt sig til frambúðar í kjördæmi sínu vegna þess að bændur telja hann standa vel í ístaðinu fýrir hagsmuni þeirra. Vinsældir og árferði Þrátt fyrir alla hæfileika og framkomu, góða eða slæma, em það þó oft ytri aðstæður sem ráða mestu um lýðhylli stjórnmálamanna. Á dögum einvaldskonunga í Evrópu fengu þeir viður-nefnið góði sem ríktu í góðæri og við frið. Hinir fengu viðurnefnið grimmi. Á Islandi hafa vinsældir ríkisstjórna mjög farið eftir hvemig áraði hveiju sinni. Og sama á við um stjórnarandstöðu. Viðreisnarstjórnin 1959 til 1971 er dæmi um stjórn sem hélt velli í þrjú kjörtímabil. Hin fyrstu tvö einkenndust af góðæri og síldarævintýri. Svo skall ógæfan yfir: kuldi, hafísár, síldarbrestur, atvinnuleysi og landflótti. Þar við bættist að bylgja róttækni flæddi um Vesturlönd eftir 1968. Æskan gerði uppreisn gegn stokkfreðinni hug-myndafræði kalda stríðsins. Ráðherrar viðreisnarstjórninnar voru í hennar augum fulltrúar gamla tímans.Megnaði þá ekkert sú staðreynd að þeir höfðu margt vel gert í stjórninni. Fyrstu merkin um uppreisnina var kjör Kristjáns Eldjárns sem forseta íslands vorið 1968. Einn fyrrverandi ráðherra viðreisnarstjórnarinnar, Gunnar Thoroddsen, þurfti þá að lúta lágt.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.