Heimsmynd - 01.12.1993, Side 81
DESi:
manuðurW
MBER
ánuðanna
Þegar maður var lítill var desember alltof lengi að líða.
Gluggarnir á súkkulaðidagatalinu voru tuttugu og fjórir og
maður átti að opna einn á dag. Og þótt maður stælist stundum
til að opna fleiri en einn glugga flýtti það ekkert fyrir komu
jólanna. Síðan gerðist það að desember fór að styttast; maður
var að verða fullorðinn. Núna hverfa þessir dagar fram að
jólum alltof hratt.
I minningunni er síðasta vikan í þessum mánuði mánuðanna
böðuð sérstöku Ijósi. Jólagjafirnar, fullar sælgætisskálar og malt
og appelsín eins og maður gat í sig látið. Og nýársnótt. Með
áramótabrennunni, stjörnuljósunum, ýlunum og
tívolíbombunum. Þessi nótt var ævintýri. Maður mátti vaka
frameftir, fékk útdeilt sínum skammti af sprengiefni, reykti
njóla við brennuna og sofnaði loks alsæll með helíu fyrir
eyrunum.
I desember er svo sannarlega margt að gerast, litlir og stórir,
hlutir. Við settum saman þátt í anda mánaðarins og lítum á
árið sem er að líða, skoðum jól eins og þau voru fyrir rúmlega
hálfri öld, bendum á það sem þarf að varast þennan mánuð og
ýmislegt fleira.
-Jón Kaldal
Greinarhöfundurinn Herdís Tryggvadóttir í hópi þriggja systkina sinna (Anna sú yngsta ófœdd). Frá vinstri:
Rannveig, Herdís, Páll Asgeir og Jóhanna. Myndina tók Jón Kaldal 1933.
Dýrmætasta æskuminningin
Jól á millistríðsárunum
í gamla daga, og það er ekki svo langt
síðan, fengu börn yfirleitt kerti, spil og
einhvern klæðnað um jólin. í frásögnum frá
þessum tíma virðist þó gleðin og fögn-
uðurinn yfir jólunum síst minni en í nú.
Ytri aðstæður skipta ekki eins miklu máli
og margir halda, gleðin kemur innan frá og
í háleitum boðskap jólanna skynjum við
tilgang lífsins. Jólaundirbúningurinn er
skemmtilegur því hann byggir upp spennu
hjá öllum og eykur á tilhlökkunina. Fyrstu
jólin sem ég man eftir eru með dýrmætari
minningum frá bernsku minni.
Páll Ásgeir bróðir minn var vanur að búa
til marsipan konfekt sem hann dýfði í
súkkulaði, og marsipanjólasveina sem hann
litaði rauða með matarlit. Hann var líka
aðalskreytingamaðurinn á heimilinu, en í
þá daga varð maður að búa til megnið af
jólaskrautinu sjálfur. Úr alla vega lituðum
pergament pappír bjó hann til vafða
Heimsmynd Desember
8 1