Heimsmynd - 01.12.1993, Qupperneq 29
ganga yfir sig að láta þetta gerast. Því
glæpurinn verður ekki bara ráðamanna.
Glæpurinn verður okkar. Ég hef reyndar ekki
verið á landinu nema með annan fótinn að
undanfömu en mér hefur þótt ótrúlega lítið um
viðbrögð. Auðvitað eru menn allsstaðar
nöldrandi, það er hinn íslenski háttur á að
bregðast við, að hnýta í Sighvat eða Guðmund
Áma. En auðvitað er þjóðin að láta þetta ganga
yfir sig. f útlöndum hafa menn staðið frammi
fyrir samskonar vanda og við en þeir hafa í
flestum tilfellum reynt að bregðast við áður en
hann hefur skollið á með fullum þunga. Án
þess að ég haldi því fram að nefndir séu
einhver allsherjarlausn þá er sá háttur oft
hafður á í nágrannalöndum okkar að setja á fót
þverfaglega starfshópa sem móta einhverjar
línur í þeim vanda sem er fyrirsjáanlegur.
Glæpur okkar íslendinga er ekki einstakur
atburður heldur felst hann í umræðuleysinu eða
viðmiðannaleysinu. í því hvernig við leysum
ekki okkar vandamál. Og tilskipanastíll
ráðamanna hérna er líka vandi í sjálfu sér.
Menn eru varla fyrr komnir í embætti en þeir
skipa fyrir um hitt og þetta og leggja niður
heilu stofnanirnar eins og ekkert sé. Og þeir
virðast komast upp með það og það er vandi
þjóð-arinnar.“
Það sem þú segir bendir óneitanlega til þess
að íslenska ríkið sé veikburða. Getur verið
að smæðinni sé um að kenna?
„Ég hafði lengi haldið að smæðin væri styrkur
fyrir lýðræðið og að héma væru alveg kjömar
aðstæður til að halda uppi lýðræðissamfélagi
einmitt vegna smæðarinnar. Nú er ég orðinn
sannfærður um hið gagnstæða það er að segja
að smæðin hér leiði til þess að lýðræðisríki
með almennum reglum og grundvallarlögum
geti ekki orðið sterkt því að
kunningjasamfélagið verði ekki brotið á bak
aftur. Afsökunarhugsunar-hátturinn, „allir
menn eru breiskir“ og skilningurinn á því að
öllum geti orðið á og að öllum sé fyrirgefið er
ríkjandi viðhorf. Þannig að það eru aldrei
neinar almennar reglur um að menn þurfi að
standa reikningsskil gerða sinna, til dæmis með
því að segja af sér sem ráðherrar. Ég held að
þetta tengist smæðinni. Við virðumst ekki geta
komið okkur upp sterku ríki í þeim skilningi að
við mótum samfélagið á lýðræðislegan og
réttlátan hátt. Nú virðist gífurleg óánægja í
landinu og menn eru nöldrandi á hverri einustu
kaffistofu en menn taka sig ekki saman, né
heldur eflist nokkur umræða með rökum og
tilvísunum í grundvallarreglur og hugsjónir
lýðræðis og réttlætis."
Getur verið að ástæðan fyrir þessu sé
skortur á heimspekihetð?
„Já, en það er um leið skortur á borgaralegu
samfélagi. Við misstum mjög mikið úr með því
að fara úr hefðbundnu veiðimanna- og
bændasamfélagi í einu heljarstökki inn í
hálfiðnvætt tæknisamfélag. Við áttum aldrei
neitt borgaralegt samfélag með öllu sem því
fylgir. Þess vegna varð ekki „upplýsing" hér að
neinu marki. Það voru aldrei aðstæður sem
kölluðu á slíkt. Þess vegna er heimspekileg
umræða svo sérstök hér. Þú bentir á það hvað
siðfræðileg umræða væri áberandi hér. Ég held
að það sé m.a. vegna þessarar lausungar, að við
þurfum að byggja upp og treysta ákveðna hluti
sem eru löngu orðnir sjálfsagðir í öðrum
löndum. “
Þýðir þetta að við eigum að forðast að hrófla
við stoðum samfélagsins á borð við
heilbrigðiskerfið?
„Ég er ekkert hræddur við að ræða að það þurfi
að móta nýja heilbrigðisstefnu. Ég er ekkert að
segja að við þurfum að hafa allt óbreytt.
Aðalatriðið er að umræðan lúti bæði faglegum
og siðfræðilegum viðmiðum og sé ekki bara
byggð á einhverjum tilskipunum."
Sumstaðar erlendis hafa verið búnir til
listar yfir hagkvæmni „viðgerða“ á fólki.
Getur verið að við stefnum í þessa átt án
þess að hafa skilgreint markmiðið?
„Jú, menn hafa ekki lagt það skipulega niður
fyrir sér hvað eigi að ganga fyrir og með hvaða
rökum. Það er það sem er svo hættulegt. Þá
verður til einskonar dulin skömmtun. Þess
vegna er svo mikilvægt að mótuð sé
heilbrigðisstefna sem öllum er ljós og
röksemdinar séu alveg skýrar hvers vegna þetta
sé gert. Það sé leitað þjóðarsáttar um málið
með opinni og lýðræðislegri umræðu. Við
verjum ekki heilbrigðiskerfið best með því að
skírskota í óbreytanlega sögulega þjóðarsátt,
heldur með því að móta hana á nýjan leik í
ljósi breyttra aðstæðna með réttlæti að
leiðarljósi." ■