Heimsmynd - 01.12.1993, Side 39

Heimsmynd - 01.12.1993, Side 39
stjórn á skapi sínu, sérstaklega þegar hann var undir áhrifum áfengis. Maðurinn kvað þetta hafa komið út í hömluleysi á eigin gjörðum. Það sem mikla athygli vakti í þessu máli var að sakborningurinn keypti efnin í lyfjaverslun, en samkvæmt lyfseðli frá lækni. Gögn voru lögð fram sem sýndu þessa staðreynd. Nú hefur það verið verulega til umræðu á síðustu árum að steralyf séu ekki beint í samræmi við gang lífsins, náttúrunnar og homo sapiens. Þessi efni skapa augljósa tilhneigingu hjá þeim sem þau taka til að hegða sér öðruvísi en þeir hefðu gert, ef þeir hefðu látið það vera að neyta þeirra. Dæmið hér að framan er sennilega með þeim augljósustu hvað snertir gróft ofbeldismál þar sem engu munaði að það yrði að manndrápi. Stera- og hormónalyf hafa með þessu sýnt að það eru ekki bara neytendur þeirra sem geta hlotið skaða af þeirn, heldur líka saklausir einstaklingar eins og sjónvarpsáhorfendur. í vímu og skaut úr byssu á höfuð manns af stuttu færi Þegar líða tók að kveldi á björtum maídegi á síðasta ári voru Langahlíð og næstu götur í kringum Mávahlíð í Reykjavík undirlagðar af lögreglubílum, slökkviliði, fréttamönnum og forvitnum vegfarendum. Þetta var í miðri viku og fólk var að halda heim frá vinnu. Þegar farið var að kanna málið, kom i ljós að þarna hafði átt sér stað eins konar samkvæmi þar sem þátttakendur voru undir áhrifum áfengis og fíkniefna - sumir vegna langvarandi neyslu. Gunnlaugur Þór Briem er karlmaður á þrítugsaldri sem var innandyra ásamt bræðrum sínum og fleirum þegar ósætti kom upp. Einn gestanna var talinn hafa stungið einhverju á sig í óleyfi og vildu húsráðendur fá manninn út. Um síðir hvarf hann út en kom svo aftur. Þá fór Gunnlaugur og sótti markbyssu sem hann hlóð, setti fleiri skot í vasann og hitti síðan hinn óvelkomna gest í stigaganginum. Þegar þarna var komið sögu fóru fram einhver orðaskipti en síðan miðaði Gunnlaugur byssunni að vanga aðkomumannsins og skaut úr henni. Skotið kom í munn mannsins. Nokkru eftir þetta kom sjúkrabíll á vettvang og sat þá hinn særði maður álútur utandyra. Tveir brunaverðir og læknir reyndu að fá manninn inn í bílinn en um það leyti var rúða brotin í íbúðinni fyrir ofan. Gunnlaugur lét þá skot hlaupa úr byssunni á ný, á meðan sjúkrabíllinn var fyrir utan húsið. Enginn varð fyrir sárum í þetta skiptið og komst sjúkrabíllinn í burtu án frekari áfalla. Nokkrum klukkustundum síðar gafst Gunnlaugur upp eftir umsátur sérsveitar lögreglunnar fyrir utan húsið við Mávahlíð. Sá sem varð fyrir skotinu fékk veruleg sár á höfuð en slasaðist þó ekki lifshættulega. Hann þurfti að gangast undir lýtaaðgerð. Þegar sakborningurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald fór fram geðrannsókn eins og oftast gerist þegar um svo alvarleg afbrot er að ræða. Gunnlaugur Þór var talinn sakhæfur en niðurstaðan að öðm leyti var í samræmi við það sem geðlæknar fullyrða mjög oft að sé meinið þegar fíklar brjóta af sér með svo afgerandi hætti. Skert sjálfstjórn, hvat- vísleg viðbrögð og skapgerðarbrestir og ekki síst mikil neysla fíkniefna var talin ástæðan fyrir þvi að brotamaðurinn fékk það af sér að miða byssu fyrir framan annann mann og hleypa af að höfði hans. Hingað kemur ekki edrú maður Reyndar er það svo, að þegar ofbeldis- mál eru tekin fyrir í löggæslu- og dómskerfinu er oftast um að ræða gerendur sem voru undir áhrifum áfengis eða fíkniefna þegar afbrotin voru framin. Ofbeldi er mjög algengt í heimahúsum á íslandi og er reyndar meira um slíkt heldur en á götum úti gagnstætt því sem margur heldur. En oftast er áfengi haft um hönd þó að hér hafi verið sýnt fram á að alvarlegustu ofbeldismálin, til að mynda manndráp, séu framin undir áhrifum fíkninefna. „Hingað kemur varla edrú maður” sagði einn fulltrúi í dómskerfinu sem Heimsmynd ræddi við þegar þessi grein var gerð. Þessi aðili fullyrti að á hans borðum séu vart nöfn gerenda sem voru allsgáðir, sé um að ræða sakamál þar sem ofbeldi er annars vegar. Langflestir voru drukknir eða í vimu þegar afbrotið var framið. Löng hefð er fyrir því að íslendingar drekki mikið og illa. Af því hefur leitt, að í áranna rás þekkja flestar fjölskyldur í landinu til ofbeldisverka með einum eða öðrum hætti. En þróun síðustu ára hefur því miður sýnt að ofbeldi tengt fíkniefnum þekkja nú æ fleiri af eigin raun. Það er enginn óhultur fyrir slíku, eigi hann á annað borð erindi út á götu, jafnt á björtum degi sem seint að kvöldi þegar skuggsýnt er orðið. ■ Fangaklefar á Litla Hrauni Liósmynd Bragi Þ. Jósefsson Heimsmynd Desember 3 9
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.