Heimsmynd - 01.12.1993, Síða 56

Heimsmynd - 01.12.1993, Síða 56
bræður mínir voru á undan mér og á leið í langskólanám. Mamma skildi vel hvað mér sárnaði þetta. Ég fór í staðinn á Húsmæðraskólann á Hallormsstað, lang yngst námsmeyjanna og naut frábærrar íslenskukennslu, en lærði minna af kvenlegum dyggðum. Það var ógleymanlegt að taka þátt í kaupum á Hlaðvarpanum og öllu sem því fylgdi. Ég var þar stjórnarformaður í þrjú ár og naut hverrar mínútu, jafnvel þótt fundirnir væru bæði langir og strangir. Ég hef reyndar aldrei átt mikið í félagsmálastúss. Leiðast fundir yfirleitt og fer frekar í símann og leysi málin á meðan hinir tala. En því miður er eins og það slokkni á mörgum þegar vandamálin leysast. Nei, minn púls er of ör fyrir langa fundi, en það var nú samt gaman í Hlaðvarpanum." Helga er sest aftur með kaffibollann. „Og þar settir þú uþþ eftirminnilega sýningu byggða á Reykjavíkursögum Ástu Sigurðardóttur. “ Já, það var gamall draumur. Ég las Astu strax og hún komst á prent og man vel eftir henni úr bæjarlífinu. Gaf henni einu sinni sígarettu eftir partý um nótt. Hún var á Hressó með Steini Steinarr og þeim, en ég á Laugavegi 11 með leikaraefnunum. Þetta voru klík- urnar þá. í kringum kvennaárið vaknaði margt. Og meðal annars þessi hugmynd að leika sögur Astu. Það var mjög gaman. Vera mín sem varaformaður í skóla- nefnd Leiklistarskólans var hins vegar of löng, ég hefði gjarnan viljað missa af síðustu tveimur árunum þar. Þau voru dapurleg. Mér finnst námið of langt og of langt frá faginu. Þegar löngunin eftir að fá að starfa er orðin að þrá, er nauðsynlegt að leyfa nemendunum að fljúga. Þrjú ár er alveg nógu langur tími í þessu námi. “ Helgi og Helga dvöldu vetrarpart árið 1987 í fræðimannsíbúðinni í Jónshúsi í Kaupmannahöfn og Helga vann að leikgerð af Marmara eftir Kamban. Þegar heim kom leikstýrði Helga Marmara í Þjóðleikhúsinu. Ég spyr hana hvort það blundi kannski alltaf i henni leikstjóri. „Mér finnst ansi gaman að leikstýra. Maður lærir á fólk og líka á sjálfan sig, sem er ekki hvað þýðingarminnst. En ég er „kresin“, ég gæti ekki sett upp hvað sem er. Fyrir mér er hlutverka- skipanin hálf vinnan, rangt val getur kollvarpað öllu. Ég held að þetta skilji gagnrýnendur ekki alltaf. Ég leikstýrði fyrst í tíð Sveins Einarssonar hjá Leik- félaginu tveimur sýningum og fannst það gaman, og hélt áfram að leikstýra eftir að ég kom upp í Þjóðleikhús. En ég hef alltaf litið á starf leikarans sem 5 6 mitt aðalfag.,, „Árið 1976flytjið þið Helgi ykkur uþþ í Þjóðleikhús. Það þóttu tíðindi á sínum tíma. Hvers vegna fóruð þið Helgifrá Leikfélaginu ?“ „Við höfðum bæði haft mikið að gera hjá Leikfélaginu, leikið hvert stór- hlutverkið á fætur öðru. Mér finnst núna að ég hafi leikið of mikið á þessum árum. En ýmislegt breyttist. Það var kominn tími fyrir okkur að breyta til. „Mikið var þetta skynsam- legt,“ sagði Guðný, ekkja Brynjólfs Jó- hannessonar, þegar við sögðum henni að við ætluðum að hætta hjá Leik- félaginu. Við vorum samstíga, við Helgi, höfðum svipaðan smekk, leiddist það sama og líkaði oft við það sama. Ég hef aldrei verið mikið fyrir allt þetta sprell og trúðslæti á götum úti, sem fylgdu óhjákvæmilega húsbygginga- sjóðsskemmtununum. Menn halda að þetta sé hroki, en þetta einfaldlega átti ekki við mig. Ég get ekki að þessu gert. Smekkur fólks er ólíkur. Ég er ekki að segja þetta af þvi að ég vilji bara leika dramatik. Sá sem heldur það þekkir mig ekki. Ég elska að leika með tanngarða og svoleiðis. Okkur vantaði meiri ögrun. Og hana fengum við svo sannarlega. Dálítið öðru vísi en við höfðum átt von á að vísu. Helgi fór beint inn á samning, Sveinn Einarsson hafði lausan samning fyrir karlleikara og hann hafði frétt af hugleiðingum okkar. Mér bauð hann strax verkefni, og tveimur árum seinna var mér var boðinn samningur. Það voru ekki margir sem buðu mig vel- komna. Það var ekki auðvelt að koma í Þjóðleikhúsið neðan úr Iðnó.“ „Þúfékkst ekki sömu tœkifœrin?“ „Nei, auðvitað ekki. Það var þó ekki fyrr en i tíð síðasta Þjóðleikhússtjóra að ég fékk að hvíla í kæliborðinu, til að halda mér ferskri - býst ég við. Það tímabil varði í sex ár. Og það var erfitt, því leikari verður að leika. Svo einfalt er það. Leikari sem ekki fær að starfa, er vanaður, það er eins og að ræna tónlistarmann hljóðfærinu , eða málara litunum. Það var mér dýr reynsla. En snúum okkur austur í Birtingaholt." Helgi og Helga eiga hús austur í sveitum á æskustöðvum Helga, þar sem Sigríður móðir hans er fædd og uppalin. Faðir Sigríðar, Ágúst Helgason, sem bjó þarna áður stofnaði bæði Sláturfélag Suðurlands og Mjólkurbú Flóamanna. „Helgi var þarna sem barn, hinum megin Hvítár meðan ég var í Skálholti. Hefðum við haft vit á að sundríða Hvítá, hefðum við kannski hist fyrr,“ segir Helga sposk og það hýrnar yfir henni þegar talið berst að sveitinni. D e Hvernig skyldi annars standa á því að listamenn og þá ekki síst leikhúsfólk hefur svona ódrepandi þörf fyrir að lifa í beinu sambandi við náttúruna? Ef það eru ekki hestar, þá eru það veiðar, ef ekki veiðar þá fjallgöngur. Þeir eru ófáir leikararnir sem flýja upp í sveit í hverju fríi og vilja helst dunda sér einir með hesti eða hamri. Hefur Helga einhverja skýringu? „Ég tala bara fyrir mig. Sveitin gefur mér hvíld sem aftur auðgar imynd- unaraflið. Þarna get ég hugsað hverja hugsun til enda. Við höfum ekki síma og ekki sjónvarp. Helgi er mjög hagur og ég get saumað, það lærði ég af henni mömmu. Þarna dundum við okkur tímunum saman. Maður situr svo vel í sjálfum sér fyrir nú utan allt fólkið sem maður hefur kynnst á þessum 25 árum sem við höfum verið þarna með annan fótinn. Fólk sem maður hefði aldrei kynnst ella. Allt aðra tegund af fólki en maður um- gengst daglega. Þú getur ekki sinnt þínu starfi ef þú hittir ekki þessa tegund af fólki og kynnist því. Þú verður dauður á vissum stað í hausnum án þessa fólks, - að ég tali nú ekki um í hjartanu.“ Það er liðið langt á fyrsta vetrarbylinn og hætt að blása úti. Lækjargatan orðin alhvít, ljósið slokknað á kertinu og kaffið löngu kalt. Og Helga þarf að fara heim að læra hlutverkið hennar Car- lottu, sem hún talaði um í byrjun. 1376 línur sagðist hún þurfa að læra af misjafnlega fallegum munnsöfnuði þessarar konu, sem hélt skáldjöfurinn Ó 'Nelll út í heil 20 ár. -Svíinn Lars Norén skrifaði þetta -magnaða verk, sem nefnist í íslenskri þýðingu „Seiður skugganna“ og verður frumsýnt á Litla Sviði Þjóðleikhússins um áramótin. „Gífurlega magnað verk,“ segir Helga. „Ótrúleg skoðun á fólki og fjölskyldu. Svona fólk vill maður hlusta á, sem er svo sprellifandi, þótt það þykist vera löngu dautt. Það er gaman að glíma við leiklist og skáldskap af þessari stærðargráðu. Því eins og Halldór segir í Kristnihaldinu: „Sá sem ekki lifir í skáldskap lifir ekki af hér á jörðinni.“ Og þar með er Helga Bachmann horfinn út í snjóinn. ■ ember Heimsmynd
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.