Heimsmynd - 01.12.1993, Side 54

Heimsmynd - 01.12.1993, Side 54
dóni, sem glápti á mig. Mér leist ekkert á hann. Ég var orðin afhuga karlmönnum, án þess að vera lesbía og skýri það ekki nánar. Þessi maður hét Helgi Skúlason. Hann fór inn í skólann, en ég ekki. Veröldin hrundi og ég ákvað að koma aldrei, aldrei, aldrei nálægt leikhúsi, hvorki til að sjá né vera. Ég grét mikið og lokaði mig af. Þá rétti mamma mér blað með auglýsingu um leiklistar- skóla. Þennan skóla ráku þeir Einar Pálsson og Gunnar R. Hansen og þar var ég minn þriðja vetur. „En hvað varð um Helga Skúlason?“ „Hann hóf nám í Þjóðleikhússkólanum og öllum til skelfingar fór hann að hitta mig, sem ekki var í þessum útvalda hópi. Mér leist æ betur á Helga og ég kynntist skólafélögunum hans líka flestum. Þetta voru skemmtilegir tímar. Gunnar R. Hansen bað mig svo að leika í Vesalingunum í Iðnó, strax þennan fyrsta vetur. Ég lék nunnu sem hét Perpetúa, en það þýðir hin eilífa. A næsta ári lék ég lítið hlutverk í Pí- Pa- Kt með Gísla Halldórssyni, Guðbjörgu Þorbjarnardóttur og Ernu Sigurleifsdóttur. Það varð geysivinsæl sýning. Eftir það komu svo verkefnin eitt af öðru." „Það leikur nokkur Ijómi um nafn Gunnars R. Hansen, sem margir telja okkar fyrsta raunverulega leikstjóra. Hvernig leikstjóri var hann?“ „Hann var ákaflega næmur maður, kúltweraður og sumum fannst það um of. Það er svo misjafnt hvað hverjum hentar, sumir þurfa frekju, aðrir frið. Mér reyndist hann mjög vel, hann leyfði manni að dvelja í því sem maður var að gera í ró og næði. Hann var nostrari, ákaflega fjölhæfur maður jafnt í tónlist sem myndlist. Svo hafði hann ferðast til Austurlanda og var mjög vel heima í listasögu. Hann átti að verða „bisnesmaður“, eins og allt hans fólk, en hann bara gat það ekki." „Hvað með sjálfa þig, hefurþig aldrei langað til að verða neitt annað en leikari?“ „Einu sinni ætlaði ég að verða ljósmyndari. Ég var svo heppin sem unglingur að fá vinnu hjá ljósmynd- urunum Óskari Gíslasyni og síðar hjá Lofti og það var mjög skemmtilegt. Einu sinni langaði mig líka til að verða húsgagnasmiður. Ég held að það hafi aðallega verið vegna þess að mér fannst öll húsgögn svo ljót. Og ég hef aldrei smíðað nokkurn hlut. Ég hef alltaf verið ánægð í leiklistinni og aldrei séð eftir að hafa valið hana. Það var ekkert annað að gera. Ég hitti ennþá fullorðið fólk, sem getur aldrei fyrirgefið sér að hafa ekki látið þennan draum rætast. Leikhúsið varð allt mitt líf. Þar var maðurinn minn og þar voru vinir mínir. Ég sogaðist strax að þess- um gömlu stórveldum, sem nú eru því miður öll horfin af sjónvarsviðinu,- Þorsteinn Ö, Lárus, Haraldur Björnsson, Indriði Waage, Brynjólfur Jóhannesson, Valur Gíslason og Regína Þórðardóttir. Þvílíkt litróf af persónuleikum! Það var svo mikið af þeim að læra. Hvert með sínum hætti en þó öll svo mögnuð. Því miður um- gengst fólk alltof mikið sína eigin kynslóð í leikhúsinu í dag. Á því tapa allir. Mín besta vinkona var líka t leikhúsinu, Helga heitin Val- týsdóttir. Við nöfnurnar hitt- umst fyrst sem nemendur í skólanum hjá Lárusi. Ég sá pelsklædda konu sitja hjá Lárusi og var strax viss um að hún ætti að kenna mér. Ég var líka viss um að henni litist ekki á mig og það var víst alveg gagnkvæmt. Helga sagði mér seinna að hún hefði ákveðið að mæta aldrei aftur í pels. Við urðum perluvinir. Helga dó alltof snemma, aðeins 45 ára gömul. Fólk trúir þessu varla í dag. Þá var hún búin að leika miðaldra konur í meira en áratug. Hún var einstök manneskja. Ég fékk að heimsækja hana á spítalann fram á hinstu stund. Eftir að hún dó fékk ég miklar martraðir og mér fannst henni vera svo kalt og líða illa. Sumarið 1971, þegar við Helgi vorum austur í litla Stekkjarholtinu okkar dreymdi mig hana enn og þá allt öðru vísi. Þá var hún hlý og góð og færði með sér allt það besta sem hún átti. Nokkrum dögum seinna fékk ég að vita að ég ætti von á barni. Það var aldrei vafi hvað barnið ætti að heita. Hún var skírð Helga Vala. " Þegar hér er komið sögu er farið að 5 4 Heimsmynd
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.