Heimsmynd - 01.12.1993, Qupperneq 88
DES
E
&
mánuður
E R
Jólabíó
varasamur
manuour
Much Ado About Nothing
Kenneth Branagh var hampað sem nýjum Laurence
Olivier eftir að hann bjó til frábæra bíómynd úr
ieikritinu Hinriki V eftir Shakespeare. Branagh hefur
gert þrjár myndir síðan: Kill Me Again, spennutryllir
með nýaldarsniði, Peter's Friends, sem er eiginlega
hin bandaríska The Big Chill bara með enskum
formerkjum. Báðar voru þetta svona lala myndir og
Branagh þótti ekki standast þær væntingar sem til
hans voru gerðar. í nýjustu mynd sinni sækir hann
aftur efnivið í smiðju Shakespeares og tekur að
þessu sinni fyrir rómantíska gamanleikinn Ys og þys
útafengu. Branagh fór með óskarsverðiaunahafann
Emmu Thompson (eiginkonu sína) og aðra leikara á
söguslóðir leikritsins í Toscana a Ítalíu og tók
myndina þar upp. Hann valdi að nota ekki eingöngu
þjálfaða Shakespeareleikara heldur eru bandarískir
leikarar í stórum hlutverkum. Denzel Washington er
til dæmis göfugur greifi og Keanu Reeves er
óprúttinn látbragðsleikari.
Man without a face
Það er eins og allar stjörnurnar í Hollywood dreymi
um vera leikstjórar. Mel Gibson lætur þessa ósk
sína rætast í Andlitslausa manninum. Sjálfur leikur
hann titilhlutverkið, mann sem hefur skaddast
alvarlega í andliti og á af þeim sökum erfitt með að
umgangast annað fólk. Hann nær þó að vingast við
ungan dreng og fjallar myndin um, samband þeirra.
Til stóð að Gibson kæmi til íslands og yrði
viðstaddur frumsýningu myndarinnar en eitthvað eru
þau mál enn á reiki.
Aladdin
Disneymyndin um strákinn Aladdin og andann í
flöskunni er vinsælasta teiknimynd allra tíma. í
Bandaríkjunum sló Robin Williams í gegn sem rödd
flöskuandans og um jólin fær Laddi þaö erfiða
hlutverk að feta, í fótspor hans. Þá verður sýnd í
fyrsta skipti á íslandi Disneymynd talsett með
íslens,kum leikurum. Auk Ladda fara meðal annars
Örn Árnason, Arnar Jónsson, Edda Heiðrún
Bachman og Felix Bergsson með hlutverk í
myndinni. Myndin verður líka sýnd á frummálinu
þannig að það er hægt að sjá báðar útgáfurnar og
skoða hvernig íslensku leikararnir standa sig í
samanburði við þá bandarísku.
A Good Man in Africa
Ekki alls fyrir löngu var Sean Connery góðmennit
með grátt hárið í tagli í Amason frumskógunum. I
þetta skiptið er hann kominn til Afríku og að er að
sjálfsögðu góði maðurinn þar. A Good Man in Africa
gerist í Afríkuríki sem hefur nýlega losnað undan
yfirráðum nýlenduherranna frá Evrópu en þeir vilja
ekki allir sætta sig við að heimamenn sitji einir að
auðlindum sínum. Leikstjóri myndarinnar er hinn
ástralski Bruce Beresford, sem gerði Driving Miss
Daisy, og auk Connery leika í myndinni John
Lithgow, Joanne Walley-Kilmer og Louis Gosset jr.
The Age of Innocence
Öld sakleysisins eftir Martin Scorsese fjallar um líf
yfirstéttarliðsins í New York undir lok síðustu aldar.
Þetta er mynd um miklar tilfinningar og bælda ást og
fer einvalalið leikara með aðalhlutverkin. Daniel
Day-Lewis er karlhetjan og Winona Ryder og
Michelle Pfeiffer eru konurnar tvær í lifi hans.
Myndinni er spáð mikilli velgengni við næstu
Óskarsverðlauna-útnefningu. Það verður gaman að
fylgast með því hvort leikstjórinn dáði hljóti í loksins
náð fyrir augum Óskarsverðlaunaakademíunnar og
fái styttuna eftirsóttu.
Desember er svo sannarlega mánuður sem margt skemmtilegt gerist í, en hann
hefur líka að geyma sumt sem þarf að passa sig á.
0Jólainnkaupin- ekki kaupa of
dýrar jólagjafir. Nema þú viljir vera
aö borga þær fram í júlí. „Þetta
reddast” er ekki góð afstaða í
jólainnkaupunum.
3^5 Jólaglöggiö- menn geta lent í
furðulegustu hremmingum undir
áhrifum jólaglöggs. Sumir spæla
einhvern í vinnunni eða káfa á
einhverjum í vinnunni eða eru teknir
fullir á bílnum á leiðinni heim, aðrir
gera allt þrennt. Þetta er reyndar
ekkert svo skrítið því fæstir eru vanir
að drekka á þessum tíma og við
þessar aðstæður.
0 Kæst skata- skötupartýin á
Þorláksmessu eru ómissandi fyrir þá
sem borða skötu en hreint stór
varasöm fyrir hina, sumir kúgast
þegar þeir finna ilminn af skötunni
og svo vill lyktin af henni loða
endalaust við fötin.
Jólaseríur- það er einhvern
veginn eins jólaseríur séu gæddar
þeim eiginleikum að alltaf þegar á
að nota þær er ein peran biluð, og
aldrei er til varapera. Til að forðast
neyðarástand á aðfangadag er
ráðlegt að prófa seríuna viku áður
en hún á að fara á tréð.
Megrunarkúrar- ekki reyna þá
yfir hátíðarnar nema að þú sért
haldinn sadó-masó þörf á háu stigi.
Dansleikirnir annan jóladag-
böllin á annan í jólum eru hættu-
legustu dansleikir ársins. Þá eru
menn búnir að standa í svo ströngu
við að vera góðir og viðkunnalegir í
dagana tvo á undan, að öll bönd
bresta þegar þeir fá sér í glas og allt
logar í slagsmálum og hasar í
bænum.
0 Fulli nágranninn- sem kann ekki
að skjóta upp rakettum, eða kann
það kannski of vel að eigin mati og
passar sig því ekki, með þeim
afleiðingum að allir í kringum hann
eru í stór hættu. Það má þekkja
þennan mann á því að hann kveikir
gjarnan í flugeldunum með vindli.
0 Hátíðarmaturinn- það er hægt að
borða sig til dauða, sérstaklega
þegar krásir eins og hamborgar-
hryggur, rjúpur og kalkún eru á
borðum með þykkri brúnni sósu,
sultu, brúnuðum kartöflum og öðru
tormeltu meðlæti.
0 Bókasölumenn- námsmenn sem
ætla að redda sér með bóksölu í
heimahúsum í jólamánuðinum eru
stórháskalegir. Þeir koma seint og
þú heldur að þú getir reddað þér út
úr jólagjafavandræðunum með því
að gefa öllum bók. Kjörin sem eru í
boði hljóma vel, ekkert út og þú þarft
ekki að byrja að borga fyrr en á
næsta ári. En þá kemur líka að
skuldadögunum, og þeir geta veriö
um hver mánaðarmót fram að
næstu jólum.