Heimsmynd - 01.12.1993, Qupperneq 49

Heimsmynd - 01.12.1993, Qupperneq 49
Við teljum okkur trú um að hann sé heimsfrægur rithöfundur og víst eru um það að hann er nokkuð kunnur víða vegna þess að hann fékk Nóbelsverðlaun og er enn lesinn dálítið á meginlandi Evrópu. En í enskumælandi löndum er hann gleymdur. Hann naut skammvinnrar frægðar í Bandaríkjunum á stríðsárunum en nú þekkja fáir til hans þar. Á Islandi rifu menn bækur Halldórs Laxness í sig um leið og prentsvertan var þornuð á þeim og lásu þær upp til agna. Ungt fólk nú til dags virðist ekki snerta við þeim. Sama má segja um Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Hann var ástmögur þjóðarinnar og ungar stúlkur geymdu kvæðin hans undir koddanum og grétu yfir þeim í laumi. Hann er ekki í tísku lengur og fáir orðnir sem lesa kvæðin hans. Lýðhyllin getur verið skammvinn. Og hver les Guðrúnu frá Lundi eða Guðmund Hagalín? Bækur þeirra voru metsölubækur ár eftir ár en nú les þær enginn nema kannski nokkur gamal- menni. Eftir 50 eða 100 ár verða nöfn þeirra sennilega álíka kunn og nöfn rímnaskálda sem uppi voru fyrir 200 árum em okkur nú. Varanleg list eða bóla? Þegar abstraktlistin kom til íslands vom málararnir sem aðhylltust hana úthrópaðir sem klessumálarar. Gerð voru hróp að þeim, hlegið og hæðst að þeim. Smám saman komust þeir þó í tísku og byrjað var að snobba fyrir þeim. Það varð stöðutákn á borgaralegum heimilum að hafa abstraktmynd uppi á vegg. Lýðhylli þeirra var þó að mestu bundin við efri lög þjóðfélagsins, efnamenn og menntamenn. Nú em Þorvaldur Skúla- son, Svavar Guðnason, Nína Trygg- vadóttir og Karl Kvaran eins konar þjóðlistamenn, líkt og Kjarval, Ásgrímur og Jón Stefánsson. En eiga þeir allir eftir að standast tímans tönn eða verður tímabil þeirra álitið skammvinnt og sérviskufullt sem ekki verður mikill gaumur gefinn þegar til lengdar lætur? Stundum rjúka listamenn upp á stjörnunimininn líkt og flugeldar, ljóma þar skært um stutta hríð en slokkna svo og kulna og svo er eins og ekkert hafi gerst. Á sjöunda áratugnum greip um sig eins konar Kára Eiríkssonar-æði. Myndir hans runnu út. Kári er enn meðal okkar en farið út á götu og spyrjið ungt fólk hver hann er. Enginn veit það. Pétur Jónsson var heimsfrægur óperu- söngvari fyrir 60 árum. Áhugamenn um tónlist kannast enn við nafn hans, líklega þó eingöngu hér á landi en Pétur getur þó varla kallast þjóðareign lengur. Hann er nafn úr löngu liðinni fortíð sem smám saman hefur rykfallið og fyrnst. Hvað verður um Kristján Jóhannsson? Túlkandi listamenn, svo sem leikarar, sem ekki er hægt að heyra á plötu eða bandi en voru mjög dáðir á sínum tíma eru gjörsamlega gleymdir nú: Kristján Þorgrímsson, Andrés Björnsson, Stefanía Guðmundsdóttir og Guðrún Indriðadóttir svo að dæmi séu nefnd. Nöfn þjóðkunnra leikara sem til eru á gömlum upptökum, jafnvel á kvik- myndatjaldinu, hljóma nú ókunnuglega fyrir nýrri kynslóð: Arndís Björns-dóttir, Brynjólfur Jóhannesson, Helga Valtýsdóttir og Haraldur Björnsson. Meira að segja leikritaskáld sem mikið var látið með fýrir aðeins 20 til 30 árum, en em nú fallin frá eða hætt að skrifa, em óðum að gleymast. Jóhanna Krist- jónsdóttir blaðamaður sagði nýlega frá því í viðtali að áhuginn á leikritum Jökuls Jakobssonar, fyrrverandi eigin- manns hennar, fari mjög dvínandi og fátítt sé að þau séu færð upp. Hún og börn hennar séu nú jafnvel orðin þekktari en Jökull heitinn. Hann var þó ein skærasta stjaman á listamannahimni íslendinga urn árabil. Agnar Þórðar-son og Jónas Árnason, sem báðir eru sprelllifandi meðal okkar, hafa líka gleymst hratt. Þannig vinnur hjól tímans. Hver var Sigurður Þingeyingur? Fáir eru eins dáðir í nútímanum og íþróttamenn og poppstjörnur en fátt er þó eins fallvalt og frægð þeirra. Þeim er hampað, leikið með þá og látið. Þeir em hin miklu goð og fyrirmyndir unga fólksins. í nokkur ár sitja þeir á rósrauðu skýi lýðhyllinnar og svo er það búið. Smám saman fyrnast nöfn þeirra. Gamlir aðdáendur muna þau að vísu en nýjar kynslóðir vita ekkert. Farið í KR-heimilið eða aðrar höfuð- stöðvar íþróttafélaga á íslandi og spyijið hverjir þessir menn voru: Jóhannes Jósefsson, Jón Kaldal, Torfi Bryngeirsson, Sigurður Jónsson Þingeyingur, Þórður Þórðarson, Hilmar Þorbjörnsson eða Gunnlaugur Hjálmarsson. Það verður sennilega fátt um svör hjá flestum. Jóhannes varð fyrstur íslendinga til að keppa á Ólympíu- leikum og náði miklum árangri í grísk- rómverskri glímu og sýndi glímu og aflraunir víða um lönd. Hver einasti íslendingur þekkti hann. Jón Kaldal var margfaldur Islandsmeistari í langhlaupum og jafnframt einn besti langvegahlaupari Dana er hann bjó þar og tók þátt í Ólympíuleikum fyrir þeirra hönd, Torfi varð Evrópumeistari í langstökki 1950, Sigurður varð Norðurlandameistari í bringusundi, Þórður var einn besti knattspyrnumaður landsins í gullaldarliði Skagamanna, Hilmar náði alþjóðlegri frægð í spretthlaupum og Gunnlaugur var besti handboltamaður þjóðarinnar er Islendingar slógu fyrst í gegn í þeirri íþrótt upp úr 1960. Hver man eftir Árnóri Guðjohnsen, Einari Vil- hjálmssyni og Valdimar Grímssyni eftir hálfa öld? Gára á vatni sögunnar Allir núlifandi íslendingar kannast við Bubba Morthens, Guðmund J. Guðmundsson, Davíð Scheving Thorsteinsson og Friðrik Sophusson. Er líklegt að ungt fólk eftir 50 ár eða 100 ár kunni að nefna nöfn þeirra? Það er ólíklegt og er þó Bubbi líklegastur til að halda velli. Það gera lögin og hljóm- plöturnar. Þó er það alls ekki víst. Þannig er lýðhyllin. Oftast er hún lítið meira en gára á vatni sögunnar. í heiminum lifa fimm eða sex milljarðar manna. Þá má líklega telja á fingrum annarrar handar sem munu eignast ódauðlegan og fastan sess í sögunni. Úr fortíðinni eru það fyrst og frernst hinir miklu hugmyndasmiðir, listamenn og uppfinningamenn sem lifa enn með okkur og örfáir stjórnendur. Allir þekkja til dæmis Búdda, Sókrates, Cæsar, Kólumbus, Leonardo da Vinci, Shakespeare, Mozart, Napóleon og Einstein. Úr Islandssögunni em fáir sem allir íslendingar geta nefnt. Þar má nefna Egil Skallagrímsson, Snorra Sturluson, Jón Arason, Hallgrím Pétursson og Jón Sigurðsson. Orðstír þeirra er enn mikill. Ekkert er hægt að fullyrða um hverjir úr okkar sarntíð eignast slíkt nafn. Kannski Halldór Laxness og Jón Leifs. En tæplega Davíð Oddsson, Steingrímur Hermannsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Jón Baldvin Hannibalsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Þó er aldrei að vita. Heimsmynd Desember 4 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.