Heimsmynd - 01.12.1993, Side 11
FLAUEL
Er poppþáttur í Ríkissjónvarpinu með nýstárlegu
sniði á íslenskan mælikvarða. í þættinum eru sýnd
tónlistarmyndbönd, sem er auðvitað ekkeit nýtt, en
það óvenjulega er, að í stað þess að eitthvert andlit
birtist á skjánum milli laga og kynni flytjendur og
næsta lag er þátturinn brotinn upp með stuttum
grafískum myndbrotum í ætt við
tónlistarmyndböndin sjálf.
Af hverju?
HANN BAÐ UM ÞAÐ
Rauöir, bláir, bieikir, gulir
kærleiksborðar
leysa gömlu barmmerkin af hólmi.
Það hefur eflaust vakið athygli einhverra
að ýmsir þekktir einstaklingar úti í
hinum stóra heimi hafa sést skarta
litlum rauðum borða sem barmmerki
við opinber tækifæri. Madonna var til
dæmis með einn á kjólnum sínum við
síðustu óskarsverðlaunaathöfn og á
MTV-verðlaunahátíðinni var annar hver
poppari með rauðan borða á brjóstinu.
Fyrir þá sem ekki vita hvað þetta merki
stendur fyrir þá er þessi litli rauði borði
tákn um að sá sem ber hann sé
meðvitaður um hættuna af eyðni og
styðji þá sem eru sýktir. Borðar af þessu
tagi eru að taka yfir hlutverk litlu
hringlaga barmmerkjanna. Núna næla
þeir sem vilja sýna að þeim er umhugað
um málefni meðbræðra sinna og
umheimsins í sig litaðan borða. Ef farið
er í gegnum litróf borðanna þá er
bleikur borði stuðningur við konur með
brjóstkrabba, blár borði er baráttu-
merki þeirra sem berjast gegn kyn-
ferðislegri misnotkun barna og gulur
borði er stuðningsyfirlýsing við gísla víða
um heim.
BARÞTONN I HJAVERKUM
Er kvikmyndagerðarmaður menntaður frá London.
Utskriftarverkefni hans frá skólanum í
heimsborginni var stuttmyndin Biskup í \ ígahug
sem sótti mikið í heim hasarblaða og teiknimynda.
Steingrímur Dúi er líka maðurinn á bak \ ið Flauel.
Hvað?
Steingrím Dúa vantaði vinnu þegar heim kom og
Ríkissjónvarpið var starfsvettvangur sem hann hafði
áhuga á. Hann segist hafa byrjað á því að hrella
Svein Einarsson, sem jiá var yfirmaður innlendrar
dagskrárdeildar, með því að koma reglulega í
heimsókn upp í sjónvarp til að minna á sig. Og
erfiðið bar árangur því á endanum gafst Sveinn upp
og Steingrímur gerði heimildarmynd fyrir
Sjónvarpið um myndlistarmennina Daníel
Magnússon og Hrafnkel Sigurðsson. Flauel kom
hins vegar þannig til að Steingrímur fór á fund
Sveinbjarnar L Baldvinssonar, sem nú ræður ríkjum
í innlendri dagskrárdeild, og fékk þessu verkefni
úthlutað.
Reykjavík er að verða dálítið eins og Los Angeles
og New York. Eftir að öll þessi kaffihús spruttu upp
er það orðið æ algengara að þeir sem þjóna manni
Joar til borðs séu listamenn af einhverju tagi.
Steingrímur Dúi er einn af þeim. Hann er að vísu
ekki að finna á neinu af kaffihúsunum, en hann er
stundum á bak við barborðið í
Rósenbergkjallaranum um helgar.
líkami
OG SAL