Heimsmynd - 01.12.1993, Blaðsíða 11

Heimsmynd - 01.12.1993, Blaðsíða 11
FLAUEL Er poppþáttur í Ríkissjónvarpinu með nýstárlegu sniði á íslenskan mælikvarða. í þættinum eru sýnd tónlistarmyndbönd, sem er auðvitað ekkeit nýtt, en það óvenjulega er, að í stað þess að eitthvert andlit birtist á skjánum milli laga og kynni flytjendur og næsta lag er þátturinn brotinn upp með stuttum grafískum myndbrotum í ætt við tónlistarmyndböndin sjálf. Af hverju? HANN BAÐ UM ÞAÐ Rauöir, bláir, bieikir, gulir kærleiksborðar leysa gömlu barmmerkin af hólmi. Það hefur eflaust vakið athygli einhverra að ýmsir þekktir einstaklingar úti í hinum stóra heimi hafa sést skarta litlum rauðum borða sem barmmerki við opinber tækifæri. Madonna var til dæmis með einn á kjólnum sínum við síðustu óskarsverðlaunaathöfn og á MTV-verðlaunahátíðinni var annar hver poppari með rauðan borða á brjóstinu. Fyrir þá sem ekki vita hvað þetta merki stendur fyrir þá er þessi litli rauði borði tákn um að sá sem ber hann sé meðvitaður um hættuna af eyðni og styðji þá sem eru sýktir. Borðar af þessu tagi eru að taka yfir hlutverk litlu hringlaga barmmerkjanna. Núna næla þeir sem vilja sýna að þeim er umhugað um málefni meðbræðra sinna og umheimsins í sig litaðan borða. Ef farið er í gegnum litróf borðanna þá er bleikur borði stuðningur við konur með brjóstkrabba, blár borði er baráttu- merki þeirra sem berjast gegn kyn- ferðislegri misnotkun barna og gulur borði er stuðningsyfirlýsing við gísla víða um heim. BARÞTONN I HJAVERKUM Er kvikmyndagerðarmaður menntaður frá London. Utskriftarverkefni hans frá skólanum í heimsborginni var stuttmyndin Biskup í \ ígahug sem sótti mikið í heim hasarblaða og teiknimynda. Steingrímur Dúi er líka maðurinn á bak \ ið Flauel. Hvað? Steingrím Dúa vantaði vinnu þegar heim kom og Ríkissjónvarpið var starfsvettvangur sem hann hafði áhuga á. Hann segist hafa byrjað á því að hrella Svein Einarsson, sem jiá var yfirmaður innlendrar dagskrárdeildar, með því að koma reglulega í heimsókn upp í sjónvarp til að minna á sig. Og erfiðið bar árangur því á endanum gafst Sveinn upp og Steingrímur gerði heimildarmynd fyrir Sjónvarpið um myndlistarmennina Daníel Magnússon og Hrafnkel Sigurðsson. Flauel kom hins vegar þannig til að Steingrímur fór á fund Sveinbjarnar L Baldvinssonar, sem nú ræður ríkjum í innlendri dagskrárdeild, og fékk þessu verkefni úthlutað. Reykjavík er að verða dálítið eins og Los Angeles og New York. Eftir að öll þessi kaffihús spruttu upp er það orðið æ algengara að þeir sem þjóna manni Joar til borðs séu listamenn af einhverju tagi. Steingrímur Dúi er einn af þeim. Hann er að vísu ekki að finna á neinu af kaffihúsunum, en hann er stundum á bak við barborðið í Rósenbergkjallaranum um helgar. líkami OG SAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.