Heimsmynd - 01.12.1993, Qupperneq 18
Leikhúslif
Baltasar Kormákur og Sólveig Arnardóttir leika veigamikil hlutverk í leikritunum
Mávinum og Evu Lúnu sem Þjóðleikhúsið og Borgarleikhúsið frumsýna milli jóla og nýárs.
Þau hittust yfir kaffi og spjölluðu um leikhúslífið.
SA Hvernig á að byrja svona lagað, eigum
við að lýsa hvort öðru?
BKJá, af hverju ekki. Sólveig er klædd í bláar
gallabuxur og svarta rúllukragapeysu. Hún er
með rautt hár, bláeygð ...
SA Okei, ókei. Tölum frekar um leikhúsið.
Segðu mér frá því sem þú ert að gera.
BK Eg er að æfa í Mávinum eftir Tsjékhof
þessa dagana undir stjórn Iitháíska
leikstjórans Rimas Tuminas og sú vinna er
svoldið ný fýrir mér því hann beitir öðrum
aðferðum en ég hef kynnst áður. Rimas
kryfur verkið niður í minnstu smáatriði og
flettir ofan af öllum hugmyndum og klisjum
sem maður hafði um það og karakterinn. Sú
mynd sem ég hef til dæmis haft af mínum
karakter er að hann sé rómantískur og inn í
sig, en eins og við erum búin að móta hann í
dag er hann agressívur og létt geðveikur. Svo
gerum við kannski eitthvað annað með hann
á morgun. Segðu mér frá því sem þú ert að
vinna í.
SA Eva Luna er leikrit sem er unnið upp úr
skáldsögu en er samt ólíkt henni á margan
hátt. Þeir sem hafa lesið bókina vita að sagan
er mjög margslungin. Mörkin milli
raunveruleika og fantasíu eru óljós og það er
flakkað mjög frjálslega þar á milli.
BK Milli draums og veruleika þá?
SA Nei, það er ekki beint hægt að kalla
þennan heim draum. Það má frekar segja að
þetta sé óraunverulegur heimur þar sem
draugar og furðuatburðir eru hluti af hinu
daglega lífi. Mér finnst mitt hlutverk mjög
spennandi en um leið mjög erfitt.
BK Er mikil breidd í þinni persónu? Það er
engin hætta á að hún verði eintóna?
SA Það eru mjög miklar tilfinningasveiflur í
Evu Lunu og hún á ekki að geta verið
eintóna en...
BK Þér verður sem sagt kennt um ef það
gerist?
SA Já, ætli ég verði þá ekki að taka það á
mig.
BK Hvernig vinnið þið?
SA Það er ofsalega gaman að vinna með
Kjartani. Hann er svo
kraftmikill og drífandi. Þegar
hann fær til dæmis einhverjar
fínar hugmyndir á æfingum þá
stoppar hann allt í einu og
kallar upp yfir sig „Bíðið,
bíðið, við skulum aðeins ...”
og breytir svo kannski
textanum eða atriðinu. Við
höfum líka sest niður tvö
þrjú, sem erum saman í
atriði, og rætt það fram og
aftur og spunnið mjög mikið.
BK Eg hef aldrei unnið með
Kjartani en mér heyrist hann
vera mjög ólíkur
leikstjóranum sem ég er að
vinna með. Rimas hefur þá
kenningu að leikarinn eigi að
hvílast á sviðinu. Hann á ekki að vera
þreyttur eftir sýninguna heldur á hann að
langa til að fara heim og elskast með
konunni sinni.
SA En huggulegur leikstjóri.
BK Já, finnst þér það ekki. En hvað finnst
þér leiðinlegast að gera á æfingum, vertu
hreinskilin?
SA Mér finnst leiðinlegast að spinna, það er
líka af því að ég er svo léleg í því. Hvað finnst
þér?
BK M ér finnst sírennsli á leikritum á
æfingatímanum ofboðslega leiðinlegt. Þegar
það er leikið aftur og aftur án þess að neitt
sé unnið með rennslið. Og svo finnst mér
rosalega leiðinlegt að fara í búninginn minn,
sérstaklega ef það eru margir búningar í
leikritinu.
SA Mér finnst ekkert leiðinlegt að fara í
búningana. Ég held að það séu tiu búningar
hjá mér í Evu Lunu ...
BK Pjáturdrós. Búningar eru leiðinlegir en
mér finnst aftur á móti fínt að fara í smink og
SA Sminkaru þig ekki sjálfur letinginn þinn?
BK Nei, nei okkur var ekki kennt það í
skólanum og þetta er líka ágætis tækifæri til
að láta stjana aðeins við sig.
En snúum okkur að öðru. Hvernig tókstu
öllum látunum sem urðu í vor yfir því að þú
ómenntuð leikkonan fékkst aðalhlutverkið í
Evu Lunu?
SA Þótt ég vissi að þessu væri kannski
ekkert beint gegn mér sem slíkri, tók ég
þessu mjög persónulega. Það var aðallega
leiðinlegt hvernig umræðan blossaði upp
áður en hægt var að kynna þetta í
Leikarafélaginu. En þetta er búið núna og
almennt finn ég bara fýrir velvild í minn garð.
Þú ættir nú að kannast við að vera
umtalaður. Hvernig fer það í þig að vita að
þú ert á milli tannanna á einhverju fólki sem
þú þekkir ekkert?
BK Það getur verið ofboðslega þreytandi.
Það er voðalega erfitt að eiga allt í einu að
fara hegða sér öðruvísi en maður hefur alltaf
gert, bara vegna þess að hálf þjóðin er að
fýlgjast með manni, tilbúin að velta sér uppúr
einhverju sem manni gæti orðið á. En þetta
er bara eitthvað sem getur fylgt þessu starfi.
SA Það var viðtal við þig í DV um daginn þar
sem þú sagðist vera hundleiður á þeirri
ímynd að þú værir þessi sæti strákur, ungur
leikari á uppleið og bla bla bla. En svo birtist
voða sæt mynd af þér á forsíðu með
fyrirsögninni Sjarmörinn i leikhúsinu.
BK Blaðamenn hafa haft þessa tilhneigingu
að slá mér svona upp og ég hef lítið geta
ráðið við það. Ég sagði einmitt í þessu viðtali
að ég hefði engan áhuga á þessari kyntákns-
ímynd og bað um að vera ekki kynntur á
þann hátt. En svo var mér skellt á forsíðuna
með þessari fyrirsögn. Fólki er mjög gjarnt
að hengja ákveðinn karakter á mann burtséð
frá því hvernig maður er sjálfur.
En hvað ætlar þú svo að gera, Solla, á að
læra leiklistina í skóla?
SA Já, ég ætla að reyna að komast út að
læra. Ég er mjög spennt fyrir Berlín þessa
dagana.
BK Mér líst vel á það. En eigum við ekki að
fara að segja þetta gott. Ég óska þér bara
góðs gengis í framtíðinni.
SA Sömuleiðis.
BK Og ég vona að það gangi vel hjá ykkur
upp í Borgarleikhúsi, en ekki þó betur en hjá
okkur... (hlæjandi)