Fréttablaðið - 02.04.2016, Síða 30

Fréttablaðið - 02.04.2016, Síða 30
Yohannes horfir yfir Ermarsundið til Englands, aðeins 33 kílómetra í burtu – áfangastaðinn eftir 6.000 km ferðalag heiman frá Erítreu, gegnum stríðshrjáð Súdan, Líbíu, þar sem ISIS ræður yfir stórum hluta landsins, síðan yfir Miðjarðarhafið til Ítalíu og áfram gegnum Frakkland. Sex mán- aða ferð, síðan fastur hér í Calais síðustu þrjá mánuðina. Einn af 5.000 flóttamönnum sem búa hér í The Jungle, eins og flótta- mannabúðirnar í Calais eru kallaðar. Flóttamannabúðir sem Frakkar vilja losna við, og eru þegar byrjaðir að brytja niður, rífa með stórvirkum vinnuvélum, með aðstoð þungvopnaðra lögreglumanna. Það var skítkalt, skúrir og fjórar gráður, þegar ég sté mín fyrstu skref inn í búðirnar nú í byrjun mars. Þvílík drulla, var það fyrsta sem kom upp í hugann. Og í svaðinu hefur fólk komið sér upp húsaskjóli úr plastdúk strekktum á auma timbur grind, með móður jörð, mold og drullu oftast sem gólf. Þarna var líka kirkja, matsölustaðir og sjoppur sem seldu dósamat, sígarettur í stykkjatali, tannkrem og túrtappa. Og þvottahús fyrir kropp og sál, sem reyndar brann síðasta daginn minn í helvíti. Það voru fáir, mjög fáir, á ferli þennan fyrsta morgun. Fáeinir sjálfboðaliðar, flestir breskir, og svo nokkrir ljósmyndarar og blaðamenn, öllum kalt. En nóttina áður höfðu verið róstur og kveikt var í húsum, ef hús mætti kalla þessi skrifli, áður en lög- reglan næði að moka þeim burt með skurðgröfum. Allan, ungur franskur ljósmyndari fyrir AP-fréttaveituna, var mættur eins og hann hafði gert síðustu 80 daga. „Ég ætla í langt frí, þegar ég verð leystur af eftir tíu daga. Ég er alveg búinn á sálinni. Að horfa upp á þessa eymd, dag eftir dag, hitta þetta fólk sem var að flýja herkvaðningu, loftárásir og jarðsprengjur heima fyrir. Og þetta er það sem Evrópa býður upp á. Held að Evrópusambandsbóndi gæti ekki, fengi ekki að setja fram- leiðsluna á markað, yrði kærður fyrir dýraníð, ef hann færi svona með dýrin sín, gæfi þeim þá aðstöðu og aðbúnað sem þessu fólki er boðið upp á hér í hjarta Evrópu.“ Og þá mættum við Yohannes, innvöfðum í rakt teppi, með klút fyrir andlitinu, í blautum skóm, með tannbursta að vopni. Hann var á leið í eina af þremur stöðvum, þar sem hann gat náð sér í vatn í morgunteið, burstað tennurnar og þvegið stírurnar úr augunum og hendurnar. „Já, mér er kalt inn að beini, svaf varla dúr í nótt, fyrst vegna hávaða vegna barnings við lögguna, síðan út af tannaglamri, ég skalf svo úr kulda.“ Hundrað metra frá búðunum, þar sem við stöndum, eru glæsi- hús Calais-búa, hlý og hlýleg í morgunbirtunni. Yohannes er hinn týpíski íbúi þessarar 5.000 manna borgar, karlmaður um þrítugt, fæddur og uppalinn utan Evrópu. Og þetta er fjölbreyttur og síbreytilegur hópur. Nú í mars eru Kúrdar frá Írak fjölmennastir, annar stærsti hópurinn kemur frá afríska horninu; Erítreu og Sómalíu. Afganar eru líka nokkuð fjölmennir og virðast yngri, allt niður í börn, sem hafa komist allar þessar þúsundir kílómetra gegnum Íran, Írak, Með svaðið fyrir neðan sig Þúsundir flóttamanna búa í flóttamannabúðunum í Calais sem stundum hafa verið kallaðar frumskógurinn. Frönsk yfirvöld vinna að því að jafna búðirnar við jörðu. Páll Stefánsson ljósmyndari heimsótti búðirnar. Heimilisfastur íbúi reynir að kæfa eld, sem læstist í húsið hans eftir að nágrannahúsið varð eldi að bráð. ↣ 2 . a p r í l 2 0 1 6 l a U G a r D a G U r30 h e l G i n ∙ F r É T T a B l a ð i ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.