Fréttablaðið - 02.04.2016, Síða 35

Fréttablaðið - 02.04.2016, Síða 35
Í undirbúningi þessa máls veitti bankinn Tómasi umboð á umrætt félag og óskaði hann jafnframt eftir því að ég fengi sambærilegt umboð. Það mun vera skýring á því að nöfn okkar eru á um- ræddum lista. En aðstæður breyttust og aldrei kom til þess að Tómas tæki yfir eignarhald þessa félags eða nýtti það til fjárfestinga. Allt þetta gerðist áður en ég tók sæti á Alþingi og voru þessi áform löngu aflögð þegar reglur um hagsmuna- skráningu þingmanna tóku gildi. Ólöf Nordal (Af Facebook) Ég gerði grein fyrir kaupum á félaginu og niðurlagningu þess gagnvart íslenskum skattyfirvöldum og hef alla tíð staðið í þeirri trú að félagið ætti varnarþing í Lúxemborg. Það var ekki fyrr en mér barst ábending frá erlendum blaðamanni að ég komst að því að svo hefði ekki verið, en umrætt félag, Falson & Co, var skráð á Seychelles-eyjum. Það hafði þó engin áhrif í skattalegu samhengi. Bjarni Benediktsson (Af Facebook) Ég hef ekki frá því ég byrjaði í stjórnmálum fundið eins mikinn og þéttan stuðning og í þessu máli. Ég held að það sé vegna þess að þetta fólk sem hefur unnið með mér veit að ég hef verið vakinn og sofinn í þessari baráttu og hef ekkert látið stoppa mig í henni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson „Menn mega ekki rugla Lúxemborg saman við aflandseyjar vegna þess að Lúxemborg er með almennt skattkerfi sem er ekki ósvipað því sem gengur og gerist hjá öðrum Evrópuríkjum. Síðan eru þeir með sérreglur fyrir ákveðna tegund af félögum sem eru háð alveg sérstökum skattlagningar­ reglum. Þessi félög eru í eigu einstaklinga eða félaga og þau mega ekki vera með neina starfsemi í Lúxemborg heldur mega þau bara vera með tekjur sem koma erlendis frá,“ segir Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri. Þessi félög séu nánast undanþegin skatti og það séu því þessi félög sem séu skattaskjól en ekki Lúxemborg í heild sinni. „Þannig að það að félag sé í Lúxem borg þarf ekki að þýða að það sé í skattaskjóli því það fer eftir því um hvers konar félag er að ræða. Þá hefur það líka komið slæmu orði á Lúxemborg að landið er notað sem milliliður þar sem peningum er komið þangað og þaðan til skatta­ paradísa.“ Munur á Lúxemborg og Bresku jómfrúareyjunum Lífeyrissjóðurinn fyrir þig Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda Góður kostur fyrir þá sem þurfa að velja sér lífeyrissjóð Ársfundur 2016 Ársfundur sjóðsins verður haldinn þriðjudaginn 19. apríl kl. 17:00. Borgartún 29 · 105 Reykjavík · Sími 510 7400 · www.sl.is Nánar um uppgjör ársins 2015 á www.sl.is Eignir í árslok 2015 námu 140 milljörðum króna. Langtímaávöxtun sjóðsins er ein sú besta. Sjóðurinn greiddi 12.806 sjóðfélögum lífeyri sl. ár. Sjóðurinn hefur aldrei skert áunnin réttindi. Sjóðurinn veitir mjög hagstæð lán til sjóðfélaga með veðhlutfalli allt að 75%. Ekkert uppgreiðslugjald, hægt er að greiða upp lán hvenær sem er. 135 þúsund manns eiga réttindi hjá sjóðnum. Fyrrverandi ríkisskattstjóri segir mikinn mun á skattaumhverfinu á Bresku Jómfrúareyjunum og Lúxemborg. h e l g i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð 35l A U g A R D A g U R 2 . A p R í l 2 0 1 6
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.