Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.04.2016, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 02.04.2016, Qupperneq 42
Ég er með smá neðanbeltishúmor, tala um klám, blæðingar og píkuna á mér en ég held að fólki finnist það gróft af því að það er tabú. . Bylgja Babýlons Þegar Bylgja Babýlons var í leik- listarnámi leiddist henni klassíska hliðin á því og reyndi að gera flest allt fyndið. Það reyndist ekki vin- sælt og segir Bylgja að það virð- ist vera að grín sé ekki eins virð- ingarvert í leiklistarheiminum. Hún er á annarri skoðun og segir grín vera mikilvægt. „Fólk sem finnst ekkert fyndið er ekki fólk sem aðrir vilja vera í kringum. Ég þekki engan sem hlær aldrei, ég hef heyrt að svoleiðis fólk sé til en það hefur það örugglega ekki gott. Mig langaði alltaf að prófa uppi- standið og starfa við það í augna- blikinu og finnst það voða huggu- legt.“ Í höfuðið á biblÍupersónu Nafnið Bylgja Babýlons er ekki raunverulegt nafn uppistandar- ans heldur eitthvað sem byrjaði í gríni og festist svo við hana. Hún vill ekki gefa upp sitt rétta nafn. „Mér finnst gaman að fólk viti ekki hvað ég heiti, það er svolítið „Bubba Morthenslegt“, það kemur þannig fílingur að ég sé merki- legri en ég er kannski,“ segir hún létt í bragði og bætir við að hún sé nefnd í höfuðið á Babýlonshór- unni úr Biblíunni. „Mér var sendur linkur á hana einhvern tíma og þá komst ég að því að hún er rosa svöl pía þannig að ég tók þessu viður- nefni fagnandi og það hefur fylgt mér síðustu tíu árin eða svo.“ prófar alls konar Bylgja hefur komið víða við og prófað hin ýmsu störf en hún segir ferilskrána sína vera um tuttugu metra langa. „Ég var alltaf að byrja í nýjum störfum en hætti af því að þau voru ekki skemmtileg en ég held að ég sé búin að finna mig í uppistandinu, að ég geti miðjað mig þar. En ég verð að gera eitthvað annað með því. Ég var til dæmis á Domino’s um daginn og hugsaði að það væri örugglega gaman að vinna þar. Mig langaði að prófa og hver veit nema ég geri það bara, mér finnst nauðsynlegt að prófa alls konar,“ útskýrir hún. pÍka og blæðingar Þessa dagana flakkar Bylgja um landið með sýninguna Fólk er óþolandi og kemur hún fram í kvöld á skemmtistaðnum Mæli- felli á Sauðárkróki. Sýningin er nokkurs konar uppskerusýning á vinnu síðustu tveggja ára eða frá því hún byrjaði í uppistandinu. Þegar Bylgja er beðin um að lýsa uppistandi sínu segir hún að það sé ekki jafn gróft og fólk haldi. „Ég er oft bókuð út á að ég sé gróf sem ég er held ég ekki. Ég er með smá neðanbeltishúmor, er að tala um klám, blæðingar og píkuna á mér en ég held að fólki finnist það gróft af því að það er tabú. Við höfum kannski ekki verið að gera nóg grín að blæðingum,“ segir hún og játar því aðspurð að fólki finnist þetta fyndið sem gleðji hana ákaf- lega því henni finnist það mjög fyndið sjálfri. og enginn hló Allir uppistandarar lenda í því einhvern tíma að enginn í saln- um hlær að bröndurunum þeirra. Bylgja lenti í því í fyrsta skipti um daginn. „Það var ekki gott. Ég hafði aldrei lent í því að bomba al- gjörlega en vissi að það myndi ger- ast einhvern tímann. Ég man að ég stóð á sviðinu og heyrði í sjálfri mér og hugsaði með mér að þetta væri að gerast núna, móment- ið sem ég var búin að bíða eftir. Þetta var hræðilegt en ég gat lítið gert, kláraði bara mitt og reyndi að biðjast ekki afsökunar á tilvist minni,“ segir Bylgja og hlær. „Mér var hins vegar sagt þegar ég var að vera mjög dramatísk yfir þessu að líklega ætti ég eftir að muna þetta lengur en allir aðrir sem urðu vitni að þessu.“ Næsta uppistand Bylgju gekk þó mjög vel. „En ég kveið því mikið af því að ég hugsaði: „Ef þetta gerist aftur þá er þetta bara búið, þá verð ég að finna mér eitthvað annað, þá verð ég bara að hringja niður á Domino’s“,“ segir hún hlæjandi og bætir við að þetta hafi bara gerst í þetta eina skipti en hún geri sér þó grein fyrir að það séu allar líkur á að þetta gerist einhvern tíma aftur. Í bili er hún búin að finna sína hillu þó hún þori ekki að full- yrða um það. „Það getur vel verið að ég prófi að gera við reiðhjól og fíli það og fari bara að gera það.“ liljabjork@365.is er ekki eins gróf og fólk heldur Draumur leikkonunnar Bylgju Babýlons er að „gera fyndið og lifa á því“. Segja má að hún lifi nú þann draum enda hefur hún vakið athygli að undanförnu fyrir fyndni sína á hinum ýmsu sviðum bæjarins. Uppistandarinn Bylgja Babýlons segir grín vera mikilvægt. „Fólk sem finnst ekkert fyndið er ekki fólk sem aðrir vilja vera í kringum. Ég þekki engan sem hlær aldrei, ég hef heyrt að svoleiðis fólk sé til en það hefur það örugglega ekki gott. Mig langaði alltaf að prófa uppistandið og starfa við það í augnablikinu og finnst það voða huggulegt.“ MYND/ANTON BRINK Aðalfundur Heyrnarhjálpar Félags heyrnarskertra á Íslandi verður haldinn þriðjudaginn 12. apríl 2016 kl. 20.00 í Safnaðarheimili Langholtskirkju 104 Reykjavík Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka með sér nýja félaga. Rittúlkur á staðnum. Allir velkomnir. Stjórnin. ER Í LOFTINU SPRENGISANDUR SIGURJÓN M. EGILSSON OG UMRÆÐA SEM SKIPTIR MÁLI KL. 10:00 12:00SUNNUDAG 2 . a p r í l 2 0 1 6 l a U G a r D a G U r6 F ó l k ∙ k y n n i n G a r b l a ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n i n G a r b l a ð ∙ h e l G i n
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.