Fréttablaðið - 02.04.2016, Qupperneq 54
| AtvinnA | 2. apríl 2016 LAUGARDAGUR12
Aðalbókari – Radisson Blu 1919 hótel
Radisson Blu 1919 hótel óskar eftir að ráða til sín aðalbókara.
Radisson Blu 1919 Hótel er 4 stjörnu hótel, búið öllum helstu þægindum Í hjarta miðbæ Reykjavíkur. 1919 Hótel er
nútímatímalegt hótel byggt á sígildum hefðum þar sem gæði, þjónusta og yfirburðir á öllum sviðum eru í fyrirrúmi.
Radisson Blu 1919 Hótel er hluti af Carlson Rezidor Hotel Group sem rekur hátt í 1,300 hótel um allan heim.
Helstu verkefni:
Umsjón, eftirlit og ábyrgð á bókhaldi 1919 hótels
Umsjón með bókhaldskerfi Navision
Uppgjör, afstemmingar, áætlana og skýrslugerð
Innra eftirlit
Önnur tilfallandi störf
Hæfniskröfur:
Menntun / starfsreynsla sem nýtist í starfi, s.s. á sviði
viðskipta eða rekstrar
Frumkvæði, sjálfstraust og öguð vinnubrögð
Góð bókhalds og Excel-kunnátta er skilyrði
Góð þekking á Navision er skilyrði.
Góðir samskiptahæfileikar
Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
Umsóknarfrestur er til og með 4. mars nk .Vinsamlegast sendið umsóknir ásamt ferilskrá inn á ensku á netfangið
sigridur.valdimarsdottir@radissonblu.com
Starfsmannastjóra í 50% starf.
(afleysingar til 1.maí 2017).
Helstu verkefni: Almenn starfsmannamál, launaútreikningar,
þjálfun starfsmanna og önnur tilfallandi störf.
Hæfniskröfur:
• Þekking á kjarasamningum.
• Reynsla af H3 launum.
• Hæfni í mannlegum samskiptum.
• Sjálfstæð vinnubrögð.
• Gott vald á íslensku og ensku.
Starfsmenn í herbergisþrif.
Unnið er á vöktum frá 08:00 – 16:30.
Hæfniskröfur:
• Geta unnið undir álagi/skipulagður.
• Góð færni í íslensku og/eða ensku.
Starfsmenn í gestamóttöku á dagvaktir.
Unnið er á 2-2-3 vöktum frá 08:00 – 20:00.
Hæfniskröfur:
• Vera sjálfstæður og geta unnið undir álagi.
• Búa yfir mikilli þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
• Mjög góð færni í íslensku og ensku, bæði í tali og riti.
Starfsmenn í gestamóttöku á næturvaktir.
Unnið er vöktum frá 20:00 – 08:00. Vinna 7 nætur og 7 nætur frí.
Hæfniskröfur:
• Vera sjálfst ður og geta unnið undir álagi.
• Búa yfir mikilli þjónust lund og hæfni í mannlegum samskiptum.
• Mjög góð færni í íslensku og ensku, bæði í tali og riti.
Radisson Blu 1919 hótel óskar eftir
að ráða í eftirfarandi störf.
Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl nk.
Vinsamlegast tilgreinið hvaða starf er sótt um í fyrirsögn. Umsóknir og ferilskrá fyrir starf starfsmannastjóra þarf að skila inn á ensku.
Allar allar aðrar umsóknir mega vera á íslensku. Umsóknir skal senda á netfangið sigridur.valdimarsdottir@radissonblu.com.
Ef nánari upplýsinga er óskað vinsamlegast hafið sambandið við Sigríði Valdimarsdóttir í síma 599-1011 eða skiljið eftir skilaboð hjá gesta-
móttöku í síma 599-1000.
Kaupfélagsstjóri
Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hólmavík
óskar að ráða kaupfélagsstjóra til starfa
Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hólmavík var stofnað árið 1898
og rekur dagvöruverslun, söluskála og pakkhús á Hólmavík
og dagvöruverslanir á Drangsnesi og Norðurfirði. Félagið
er hluthafi í ýmsum félögum á svæðinu. Hjá félaginu starfa
17 manns og var velta síðasta árs um 400 milljónir. Um 350
manns búa á Hólmavík og á verslunarsvæðinu öllu um 550
manns. Á Hólmavík er góð þjónusta, heilsugæsla, leikskóli,
grunnskóli, tónlistarskóli, íþróttahús og sundlaug ásamt
ýmsu fleiru.
Starfssvið
• Dagleg framkvæmdastjórn félagsins
• Stefnumótun í samvinnu við stjórn og aðra stjórnendur
• Yfirstjórn fjármála, bókhalds, markaðsmála, innkaupa
og starfsmannahalds
• Samningagerð og hagsmunagæsla
Menntunar- og hæfniskröfur
• Viðskipta- eða verslunarmenntun eða önnur menntun
sem nýtist í starfi
• Haldgóð þekking eða reynsla af stjórnunarstörfum
æskileg
• Atorkusemi, dugnaður og hæfni í mannlegum samskiptum
• Tölvu- og tungumálakunnátta
Nánari upplýsingar um starfið veitir Matthías Lýðsson,
stjórnarformaður félagsins, husavik@simnet.is
Umsóknarfrestur er til og með 12. apríl.
ICEWEAR óskar eftir að ráða starfsmann í vöruþróun og framleiðslustjórn á
fatnaði og smávöru framleitt erlendis.
Starfssvið
• Umsjón með framleiðsluferlinu, frá hugmynd
hönnuða til framkvæmdar
• Túlka hugmyndir fyrir birgja með gerð
tækniskjala (teikning, graddering og efnislistar)
• Skipulagning á framleiðsludagatali í samstarfi
við hönnunar- og söludeild
• Samskipti og fundir með birgjum innanlands og
erlendis
• Eftirfylgni með pöntunum og gæðaeftirlit
Menntunar- og hæfniskröfur
• Menntun sem nýtist í starfi
• Klæðskeramenntun og/eða tæknimenntun á
sviði fataþróunar æskileg
• Reynsla af störfum í fataiðnaði og vöruþróun
skilyrði
• Góður skilningur á sniðagerð, fatasaum og
fataefnum skilyrði
• Góð almenn tölvuþekking, sérsaklega
Illustrator og Excel.
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Áreiðanleiki, nákvæmni og hæfni til að vinna
undir álagi.
• Gott vald á ensku
FRAMLEIÐSLUSTJÓRN
Umsóknir og fyrirspurnir sendist á
erla@icewear.is merkt „Framleiðsla“
fyrir 13. apríl 2016
Ferðaskrifstofa
- umsjón og sala ferða -
50% starf.
Ferðaskrifstofan Ultima Thule og afþreyingarfyrirtækið
Adrenalín óskar eftir áhugasömum starfsmanni til að
sinna utanumhaldi og sölu ferða bæði innanlands og
erlendis.
Starfssvið:
• Umsjón og sala á ferðum erlendis.
• Umsjón og sala á dagsferðum innanlands.
• Aðstoð við framkvæmd langferða innanlands.
• Samskipti við innlenda og erlenda samstarfsaðila.
• Tilboðagerð.
• Uppgjör vegna ferða innanlands.
• Ýmis önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
• Góð þekking á ferðalögum erlendis nauðsynleg.
• Reynsla af starfi á ferðaskrifstofu æskileg.
• Reynsla af ferðamennsku og leiðsögn æskileg.
• Mjög góð færni í íslensku og ensku, bæði í tali og riti.
• Sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
• Frumkvæði, jákvætt viðhorf og mjög góð samskiptafærni
nauðsynleg.
Umsóknir sendar á adrenalin@adrenalin.is fyrir 8. apríl
Hótel- og markaðsstjóri
óskast sem fyrst að ört og sívaxandi hóteli í miðborginni.
Áhugavert og krefjandi framtíðarstarf. Hugsanlegt er að kaupa hlut í
rekstrinum.
Áhugasamir sendi inn upplýsingar um aldur, menntun, reynslu og fyrri
störf ásamt meðmælum fyrri vinnuveitenda svo og kaupkröfur á
box@frett.is merkt Hótel-/markaðsstjóri-0204 fyrir 13 apríl