Fréttablaðið - 02.04.2016, Page 80
Þetta eru sam-
félög um allan
heim sem snúast um að
dansa og skemmta sér. Ég
fór til Parísar um liðna
helgi í vinnuferð og fann
mér bara lindý hopp hóp í
borginni á Facebook. Þau
voru með ball og ég dans-
aði við fullt af fólki.
Auður Sesselja Gylfadóttir
„Fyrst og fremst er það fólkið sem
maður dansar við sem gerir þetta
svo skemmtilegt. Lindý hopp er
félagslegur dans, hann snýst ekki
endilega um að dansa við sama
dansfélagann. Hugmyndin og kúlt-
úrinn í lindý hopp er að þetta er
bara eins og að mæta á djammið
og dansa við hvern sem er,“ segir
Auður Sesselja Gylfadóttir, gjald-
keri félagsins Lindy Ravers, en
hópurinn stendur fyrir lindý hopp
balli í kvöld á Hlemmur Square.
Auður segir vinsældir lindý
hopps fara vaxandi um allan
heim en dansinn er upprunninn
í Harlem í New York í kringum
1930. Sporin í dansinum má rekja
til steppdans og charleston og þró-
aðist út frá djass-swing tónlist.
„Það klæða sig einmitt marg-
ir upp á í takt við þann tíðar-
anda, pin-up hár, krullur og rauð-
ar varir,“ segir Auður sem sjálf
hefur dansað lindý hopp í tvö ár.
„Þetta eru samfélög um allan
heim sem snúast um að dansa og
skemmta sér. Ég fór til Parísar um
liðna helgi í vinnuferð og fann mér
bara lindý hopp hóp í borginni á
Facebook. Þau voru með ball og ég
fór á ballið og dansaði við fullt af
fólki.“
Ballið í kvöld er haldið í
tengslum við námskeið sem stend-
ur yfir um helgina í Hinu hús-
inu. Lindy Ravers og Háskóla-
dansinn standa fyrir námskeið-
inu og flytja inn danskennara
frá Litháen. Auður segir mark-
mið Lindy Ravers að byggja upp
samfélag lindý hopp dansara hér
á landi og fékk verkefnið styrk frá
Reykjavíkurborg.
„Lindý hopp er frekar ungur
dans á Íslandi og því eigum við
ekki marga kennara með reynslu.
Þetta er líka dans þar sem fólk
skapar sér eigin stíl og þess vegna
er gaman að læra hjá ólíkum döns-
urum,“ útskýrir Auður. „Þetta til-
tekna námskeið er fyrir lengra
komna, til dæmis þá sem hafa
tekið eitt eða fleiri námskeið hjá
Háskóladansinum. Fram undan
er svo nokkurra vikna byrjenda-
námskeið fyrir 16 til 20 ára. Það
verður í Hinu húsinu á þriðjudög-
um og hefst um miðjan apríl. Þess
utan stöndum við fyrir lindý hopp
danskvöldum einu sinni í viku á
Ríó á Hverfisgötunni, sem opin
eru öllum. Það mæta milli 20 til 30
manns á danskvöldin en ég á von
á að fleiri mæti á ballið í kvöld,“
segir Auður.
Ballið hefst klukkan 20.30 og
stendur til miðnættis og leikur
hljómsveit fyrir dansi. „Þetta verð-
ur einhvers konar samsett hljóm-
sveit. Einn dansarinn er klarín-
ettleikari og smellir saman hljóm-
sveit þegar þarf.“ heida@365.is
Pin-uP hár og rauðar varir
Lindy Ravers og Háskóladansinn standa fyrir lindý hopp dansleik í kvöld. Auður Sesselja Gylfadóttir segir vinsældir
lindý hopps vaxandi um allan heim. Stefnan er að byggja upp samfélag lindý hopp dansara á Íslandi.
Mörg sporanna í lindý hoppi má rekja
til charleston og steppdans.
Lindý hopp þróaðist út frá djass-swing tónlist í Harlem í New York í kringum 1930.
MYNd/Nordic pHotoS GettY
Lindý hopp er líflegur dans. Leon James & Willa Mae ricker sýna hér
sporin en myndin er tekin árið 1943. MYNd/Nordic pHotoS GettY
Auður Sesselja Gylfadóttir vill byggja
upp samfélag lindý hopp dansara á
Íslandi. Lindy ravers standa fyrir balli í
kvöld. MYNd/Auður SeSSeLJA GYLfAdóttir.
KJÓLL
VERÐ: 8.490 KR
SUNDFÖT Í
MIKLU ÚRVALI
ÞÚ GETUR LÍKA SKOÐAÐ ÚRVALIÐ
OG PANTAÐ Á CURVY.IS
Sendum frítt hvert á land sem er
OPNUNARTÍMAR Í VERSLUN
CURVY AÐ FÁKAFENI 9
ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL. 11-18
LAUGARDAGA FRÁ KL. 11-16
Fákafeni 9 | Sími 581-1552 | www.curvy.is
2 . a p r í l 2 0 1 6 l a U G a r D a G U r8 F ó l k ∙ k y n n i n G a r b l a ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n i n G a r b l a ð ∙ h e l G i n