Fréttablaðið - 02.04.2016, Side 100

Fréttablaðið - 02.04.2016, Side 100
Um þessar mundir stendur yfir Í Nor-ræna húsinu sýn-ingin The Weather Diaries eða Veður-dagbækurnar sem sameinar myndir ljósmyndaranna Cooper & Gorfer og innsetningar eftir fatahönnuði frá Íslandi, Græn- landi og Færeyjum. Listamenn- irnir sem taka þátt í sýningunni auk Cooper og Gorfer eru þau Barbara I Gongini, Bibi Chemnitz, Guðrun og Guðrun, Hrafnhildur Arnardóttir aka Shoplifter, Jessie Klemmann, Guðmundur Jörundsson, Kría, Mundi, Najannguaq Lennert, Niko- laj Kristensen og Steinunn Sigurðar- dóttir. Mótuð af veðri Steinunn Sigurðardóttir hefur lengi verið á meðal þekktari fatahönnuða Íslands og í raun er hún listrænn ráðgjafi verkefnisins hérlendis. Einn hluti af mörgum verkefnum hvers fatahönnuðar er að vinna með ljós- myndara og hefur samvinna fata- hönnuðar og ljósmyndara í gegnum söguna leitt af sér ótrúlegt mynd- efni. „Ég fór í Norræna húsið og hitti stjórnanda hússins á fundi með bók af verkum Cooper og Gorfer til að fá þær í þetta verkefni. Ég var búin að skoða vinnu þeirra í gegnum tíðina því myndefni þeirra hefur snúist meira um hugarheiminn og söguna frekar en tísku í því formi sem flestir þekkja. Norræna húsið samþykkti þær sem sýningarstjóra og í fram- haldi lögðust Cooper og Gorfer yfir verkefnið og með sinni eigin fagurfræði og tækni í ljósmyndun festu þær ævintýraheim okkar fata- hönnuðanna í hreint undraverðu myndefni.“ Sýningin var fyrst opnuð í Hönn- unarsafninu í Frankfurt, þaðan fór hún í Konunglega bókasafnið í Kaupmannahöfn, Norræna húsið í Færeyjum, Coda-hönnunarsafnið í Hollandi, Norræna húsið í Reykjavík, og þaðan er hún síðan á leiðinni til Bandaríkjanna. Sýningin kallast The Weather Diaries og segir Steinunn að vissulega höfði veðurfarið sérstaklega til fata- hönnuða á norðurslóðum. „Veðrið, sérstaklega yfir vetrartímann, býður kannski ekki upp á marga valkosti og það hefur áhrif á hvernig við klæðum okkur. Hvernig við klæðum okkur er líka hluti af tjáningu einstaklingsins og í gegnum söguna hafa föt oft verið notuð sem hljóðlátt tjáningarform. Konur hafa notað þetta tjáningar- form meira en karlmenn og kannski vegna þess að þær höfðu ekki jafnan grundvöll fyrir tjáningunni. Fatnað- ur er því stór hluti af hver við erum, en við eigum líka í tilfinningalegum tengslum við land og þjóð og flest okkar á sýningunni tengdu sig við ræturnar.“ Minn hugarheimur Steinunn segir erfitt að meta að hve miklum hluta verk sýningarinnar birtist síðan í afrakstri fatahönnuð- anna í línu þeirra. „Hvað mig varðar þá er mitt verk mjög persónulegt en það snýst um son minn. Verkið er stór innsetning sem síðan var ljósmynduð og unnið með. Ég hef tekið allt ferlið til að búa til flík og sett það í einingar eða „particles“, hvað er það sem gerir flík að flík. Minn hugarheimur og tilfinningar gagnvart syni mínum endurspeglast þarna á margan hátt en líka minn hugarheimur gagnvart fatnaði. Ég nýt þessa að fara í ferðalag- ið til tunglsins áður en framleiðslan byrjar, þar er minn hugarheimur og ég frjáls eins og fuglinn.“ Verkið sýnir þúsundir eininga sem hanga úr loftinu á títuprjónum og tvinna. Saman mynda þessar einingar skúlptúrinn sem flestir sjá sem kjól. Ekkert er saumað fast í þeim skilningi en það er eins og við horfum á flík, hún er laus í rýminu og hangir einungis á þráðum. Verkið er síðan tekið allt í sundur í lokin og eftir sitja þá einingarnar einar og sér í mörgum kössum. Ég hef sett þetta verk upp fimm sinnum en það tekur um viku að setja þetta upp með fjórum til fimm aðstoðarmönnum.“ Steinunn hvetur landsmenn til að sjá þessa sýningu því hún er ekki hefðbundin ljósmyndasýning, heldur frekar ferðalag til tunglsins, en sýningin er opin alla daga frá kl. 11-17 í Norræna húsinu. Minn hugarheiMur og tilfinningar gagnvart syni MínuM endurspeglast þarna á Margan hátt. Ég nýt þess að fara fyrst í ferðalag til tunglsins á sýningunni the Weather diaries í norræna húsinu gefur að líta einstakt samspil fatahönnunar og ljósmynda en steinunn sigurðardóttir fatahönnuður er upphafsmaður verkefnisins. Steinunn Sigurðardóttir við verk sitt The Space in Between – eða Bilið á milli. Verkið er unnið úr: silkiefni, tulle-efni, fjöðrum, skinni, tvinna og títuprjónum. Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is SMELLTUÁ KÖRFUNANETBÆKLINGUR Á WWW.TOLVUTEK.IS MEÐ GAGNVIRKUM KÖRFUHNAPP Örþunnur Slim Bezel VA-LED skjár með 178° True To Life sjónarhorn og nýrri True Black tækni sem er algjör bylting í myndgæðum og skerpu. 29.900 SKJÁR! 27” 15 ÞÚSUND AFSLÁTTURVERÐ ÁÐUR44.900 4BLS BÆKLINGURSTÚTFULLUR AF NÝJUM SJÓÐHEITUM VÖRUM! TRUE BLAC K VALED TÆKNI ME Ð ALLT AÐ 178° SJÓN ARHORN Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is 2 . a p r í l 2 0 1 6 l a U G a r D a G U r52 M e n n i n G ∙ F r É T T a B l a ð i ð menning
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.