Fréttablaðið - 02.04.2016, Side 102
Leikhús
Djúp spor
HHHHH
Tjarnarbíó
Artik
Höfundar: Jenný Lára Arnórsdóttir
og Jóel Sæmundsson
Leikstjóri: Bjartmar Þórðarson
Leikarar: Jenný Lára Arnórsdóttir og
Jóel Sæmundsson
Ljósahönnun: Arnar Ingvarsson
Tónlist: Mark Eldred
Búningar: Sandra Hrafnhildur
Harðardóttir
Alex og Selma hittast óvænt í
kirkjugarði, þau hafa ekki talast við
í fimm ár en nú er komið að upp
gjöri milli þeirra og gömul sár gróa
seint. Enn á ný er Tjarnarbíó vett
vangur fyrir nýtt íslenskt leikverk
þar sem Djúp spor var frumsýnt
síðastliðinn fimmtudag. Jenný Lára
Arnórsdóttir og Jóel Sæmundsson
semja texta sýningarinnar og leika
aðalhlutverkin en Bjartmar Þórðar
son leikstýrir.
Sýningin á við fjölmörg vanda
mál að stríða sem byrja í hand
ritinu. Samræður á sviði verða
annaðhvort að fela í sér fram
vindu eða lita persónurnar sem
þar standa nokkru lífi í stað þess
að útskýra einvörðungu umhverfi
og aðstæður. Þær verða einnig að
vera leikbærar og sviðsvænar. Djúp
spor er varla persónustúdía heldur
miklu fremur sýnishorn af ástandi,
sumar aðstæðurnar eru einnig í
ólíklegri kantinum. Handritið er
að hluta til byggt upp á viðtölum
við einstaklinga sem hafa upplifað
mikinn harm vegna ölvunaraksturs.
Slíkt er virðingarvert en heimilda
verk verða að brydda upp ánýjum
útfærslum, sjónarhornum og fram
setningu.
Í öðru lagi skortir allan slagkraft
í leik þeirra Jennýjar Láru og Jóels,
öll átök og reiði. Þó að textinn sé
stirðbusalegur þá er hægt að fanga
það skipbrot tilfinninganna sem
liggja samræðunum til grundvallar.
Jenný Lára nær ekki að fanga þetta
ástand en fellur í þá gryfju að skila
textanum í stað þess að leika per
sónuna. Jóel nær að sýna breidd,
þá sérstaklega í þyngri senunum,
en verður frekar tilgerðarlegur á
hversdaglegri augnablikum.
Bjartmar sýndi fyrr á þessu ári að
hann er spennandi handritshöf
undur og ágætis leikstjóri en hér
fatast honum flugið. Sviðslausnir
eru sveipaðar doða og gráminn sem
ríkir í stílhreinni sviðsmyndinni
læðist inn í atburðarásina. Í átaka
mesta atriðinu eru tveimur stólum
hent í jörðina. Leikararnir tala oftar
út í sal frekar en við hvort annað og
við það fellur öll spenna þeirra á
milli til jarðar.
Tónlistin er furðulega óper
sónuleg fyrir utan ágætis innslag frá
Spice Girls sem sparka sýningunni
á raunverulegan stað en frá fyrsta
augnabliki hljóma laglínurnar eins
og uppfyllingarefni í stað þess að
lyfta sýningunni og styðja hana.
Átakalítil harmsaga
Í gærkvöldi hófst allsérstæð alþjóð
leg kvikmyndahátíð í Bíói Para
dís þar sem sýndar verða einar
tíu kvikmyndir á aðeins þremur
dögum. Hátíðin kallast Reykjavík
World Film Festival en sérkenni
hátíðarinnar felst ekki síst í því
að myndirnar koma nokkuð víða
að en þó eru tvær myndanna frá
Bandaríkjunum, Daddy og Leaves
of the Tree, tvær frá Rússlandi,
Pech orin og Star, og tvær frá Spáni,
þær Candela og Escapes. Aðrar
myndir eru In Your Arms frá Dan
mörku, Agnus Dei frá Kósóvó, Black
Mud frá Kanada og Stolen Path frá
Englandi.
Markmið hátíðarinnar er að
bjóða upp á kvikmyndir sem talið
er að muni hafa víðtæk áhrif á kvik
Hátíð
fyrir alla
bíófíkla
Atriði úr ensku myndinni Stolen Path.
Atriði úr rússnesku myndinni Star.
365.is Sími 1817
SUNNUDAG KL. 19:10
SPÆNSKI BOLTINN UM HELGINA.
LAUGARDAG KL. 18:20
Sportpakkinn inniheldur: Stöð 2 Sport, hliðarrásir, Eurosport,
Extreme Sport, Motors TV, Sky News, NBA TV, MUTV, LFC TV og Chelsea TV.
Sigri Barcelona á Camp Nou í kvöld þegar Real Madrid kemur í heimsókn má segja að liðið sé á
góðri leið með að tryggja sér spænska meistaratitilinn. Ronaldo og félagar verða hinsvegar í
hefndarhug enda fékk liðið heldur betur skell á Santiago Bernabéu í fyrri leik liðanna í deildinni
þegar þeir töpuðu 0–4. Ekki mæta of seint í El Clásico, fjörið hefst kl. 18:20 á Stöð 2 Sport.
ENDALAUST
NET
Á 1.000 KR
FYLGIR SPORTPAKKA
365*
*Undanskilið er aðgangsgjald og leiga á beini. Nánari upplýsingar á 365.is.Samsetning sjónvarpspakka getur breyst án fyrirvara.
EL CLÁSICO
2 . A p r í L 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r54 M e n n i n G ∙ F r É T T A B L A ð i ð