Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2019, Blaðsíða 2
2 20. desemberFRÉTTIR
Á þessum degi,
20. desember
1370 – Gregoríus XI. varð páfi.
1699 – Pétur mikli fyrirskipaði að
nýja árið skyldi hefjast 1. janúar í stað 1.
september eins og áður hafði verið.
1930 – Landspítalinn tók til starfa.
1983 – Alþingi samþykkti frumvarp
um kvótakerfi á fiskveiðar
1987 – Yfir 4.000 manns fórust þegar
filippseyska farþegaskipið Dona Paz
brann og sökk eftir árekstur.
hugmyndir að jólagjöfum handa óvini
Jólin eru tími fjölskyldu,
ástar, friðar og hamingju.
Á móti er þó manndýrið
ekki alltaf með rökhugs-
unina í lagi og tíðkast
fátt meira en gremja á
milli fólks. Því er upplagt
að skoða hina hliðina og
huga að gjafahugmynd-
um fyrir fólk sem eldar
grátt silfur en hefur þó
enn löngun til að gefa
um hátíðirnar. Eins og
sagt er, sælla er að gefa
en þiggja kjaftshöggið.
Glimmer-sprengja
Það er örugg og fljótvirk
ávísun upp á drasl og
tiltekt þegar viðkomandi
opnar glimmer-sprengju.
Þegar viðkomandi býst
ekki við henni getur hann
fljótt orðið styggur á því
sem í fyrstu virtist vera
saklaus opnun gjafar.
Glimmer á það einnig til
að festast alls staðar og
við hvað sem er. Grikkurinn
magnast ef fjölmennt er í
kringum þiggjandann og
allir í sínu fínasta pússi.
Eitt-núll fyrir þér.
Notuð fullorðins-
leikföng
Hin ýmsu fullorðinsleik-
föng verða seint tilefni
í slæmar jólagjafir, en
ef einstaklingur opnar
jólapakka þar sem slík
tæki blasa við óinnpökkuð
getur ímyndunaraflið
farið á milljón. Viðkomandi
einstaklingur gæti þá rekið
upp stór augu og spurt: „Til
hvers?“ áður en hann velti
fyrir sér öllum notkunar-
möguleikum sem tólin
byðu upp á. Vertu bara viss
um að gjöfin sé merkt frá
jólasveinum.
Brotin loforð
Snilldin liggur oft í einfald-
leikanum. Það er yfirleitt
gaman að fá sendan
veigamikinn jólapakka
sem gæti innihaldið allan
andskotann. Þess vegna
er sniðugur leikur að finna
stóran pappakassa, fylla
hann af krumpuðum dag-
blöðum, jafnvel þykkum
og þungum steinum – til
að gefa í skyn að innihaldið
kunni að vera brothætt,
sem er ávallt spennandi.
Gættu þess líka að pakka
kassanum inn minnst
fjórum sinnum til að
tryggja frekari tímaeyðslu
hjá þiggjandanum.
Gjafabréf í
„óvissuferð“
Hvað er meira gefandi
en að láta óvininn
hlaupa yfir þröskuld?
Þar kemur sterkt inn
að smíða heimagert
gjafabréf upp á (hvað
annað?) óvissuferð, eða
einfaldan ratleik. Þá er
gefandi búinn að panta
tíma hjá fjármála- eða
tryggingaráðgjafa,
svo dæmi sé nefnt. Á
gjafabréfinu kæmu
fram skýr skilaboð um
götuheiti og tímasetn-
ingu. Möguleikarnir eru
endalausir.
Kerti og búið spil
Kerti og spil hafa lengi
verið fastur fylgihlutur
jólahefða. Ein hugmynd
að útúrsnúningi
hefðarinnar væri að
finna einhvern sem
tilheyrir bíllausum
lífsstíl og gefa viðkom-
andi bílakerti. Til að
kóróna þessa gjöf skal
gott og plastpakkað
púsluspil fylgja með, en
það sem þiggjandinn
veit ekki er að gefandi
hefur fjarlægt hátt í tíu
einingar úr púsluspilinu.
Martröðin og áráttu-
þráhyggjan hefst með
litlum skrefum.
Fleyg orð
„Nú þarf ég að rífa upp
jólapakka og þykjast
vera glaður. Hvílík sóun á
pappír!“
– Ozzy Osbourne
BIÐLISTAR FULLIR
AF HUNDUM
n Tugir hunda á biðlista n Blástur og bað vinsælar meðferðir
M
iklar annir eru hjá
hundasnyrtistofum
fyrir hátíðirnar og
þurfa margar stofur að
vísa hundum frá eða skrá þá að
biðlista.
Hundasnyrtistofan Gæludýr.is
Hundasnyrtistofa Gæludýr.
is segir annirnar miklar: „Við
erum með yfir 30 þrjátíu hunda
á biðlista.“
Annirnar hjá þeim byrja um
þremur vikum fyrir jól og eins
verður álíka mikið að gera í
kringum páska. Á þeim árstíðum
fara hundar mikið úr hárum og því
upplagt að skella þeim í blástur til
að létta álagið á ryksugunni heima
við. Það fari eftir tegundum og
aðstæðum hvaða snyrtimeðferðir
verða fyrir valinu.
„Það er náttúrulega
mismunandi. Sumir koma bara
í bað og blástur. Sumir koma
í svokallaða léttsnyrtingu og
svo eru sumir sem fara í svona
rakstur og snyrtinu. En ég held
að allar stofur séu með langa
biðlista fyrir jólin.“
Hundahúsið
Í sama streng tekur Hundahúsið í
Kópavogi, hundasnyrtistofa sem
hóf störf núna í sumar.
„Það er búið að vera ágætlega
mikið að gera. Allavega fullbókað
í dag. Við hins vegar setjum fólk
ekki á biðlista heldur reynum
frekar að koma því fyrir.“ Þar sem
stofan er ný eru þetta fyrstu jólin
sem hún er starfrækt.
„Okkur fannst ekki nægilega
margir hundasnyrtar lærðir á
Íslandi svo við skelltum okkur
í nám til Spánar og Bretlands.“
Eins og hjá hundasnyrtistofunni
hjá Gæludýr.is fer það eftir mikið
eftir tegundum og hundi hvaða
meðferð verður fyrir valinu.
„Hárlosmeðferð er mjög vinsæl,
og bað og jólaklipping.“
Dekurdýr
Dýrasnyrtistofan Dekurdýr í
Kópavogi fagnaði 10 ára afmæli
þann 1. desember. Þegar
blaðamaður hafði samband mátti
strax heyra að nóg var að gera á
þeim bænum.
„Það er búið að vera mjög
mikið að gera. Það mikið að við
erum með biðlista, sem við náum
því miður ekki að klára fyrir jólin.
Það eru um þrjátíu á biðlista
núna og það er eftir að við náðum
að vinna listann töluvert niður.“
Líkt og hjá hinum stofunum
koma hundar mikið til Dekurdýra
til að láta blása burt laus hár, enda
mikill hárlostími runninn í garð.
„Það er rosalega misjafnt.
Bað og blástur er mikið fyrir jólin
því hundar eru mikið að fara úr
hárum. Svo eru reyndar mjög
margir sem eru rakaðir þrátt fyrir
að það sé kalt og svoleiðis því
eigendunum finnst það betra.“
Það eru því bæði menn og
hundar sem skella sér í lagningu
fyrir jólin og miðað við annir hjá
þeim stofum sem DV heyrði í, þá
þurfa líklega sumir hundar að
fara í jólaklippingarköttinn. n