Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2019, Page 4
4 20. desemberFRÉTTIR
Þ
ú finnur ekki betri tíma
fyrir hápunkt neyslu-
og efnishyggjunnar en
í desembermánuði ár
hvert, enda flokkast jólin út af
fyrir sig sem ein stór söluvara.
Meira að segja jólasveinninn
sjálfur í sínu nútímaformi spratt
upp úr auglýsingaherferð fyrir
gosdrykk á fjórða áratugnum.
Hátíðirnar selja, enn fremur
er það leitin að hamingjunni
sem rokselur og birtingarmynd
hennar og togstreita um
samfélagslega stöðu fólks er
aldrei meira áberandi en rétt
fyrir árslok þegar Last Christmas
er komið í spilun nánast í
þúsundasta skipti.
Stundum geta jólin verið
hin yndislegustu. Svarthöfða
finnst gaman að taka sér
hátíðarfrí frá Helstirninu um
mitt skammdegið og henda
tánum í loftið. Það kannast
trúlega allir við ímyndina
sem tengja má við póstkort
og auglýsingabæklinga;
myndarleg fjölskylda situr
eða kúrir saman, jafnvel í sófa
með sparibrosin, arineldinn
í augsýn og sennilega ein ljót
jólapeysa eða tvær.
Staðreyndin er aftur á móti sú
að aðdragandi jóla getur breytt
fólki og sérstaklega börnum í
algjör skrímsli. Í nútímaheimi
eru jólin ranglega bendluð við
Jesú og almættið svokallaða.
Flest okkar eru orðin trúlaus og
höldum við í hátíðarhefðirnar af
vana frekar en að þær séu tákn
ljóss, umhyggju og góðra gilda.
Sölu- og sýndarmennska
jólanna er þannig uppsett að
flest fólk finnur fyrir þörf til
að tengja hátíðirnar við glæsta
hamingju, sem getur verið
til mikils ætlast þegar annar
hver Íslendingur glímir við
þunglyndi af einhverju tagi
þegar dagsljósið kemur og
fer eins og jólasveinn í miðri
vinnutörn. Margir hræðast
það jafnvel að vera aleinir yfir
hátíðirnar og þarf þá stoppa
þessa hugsun í fæðingu.
Margir hafa ekki efni á
því að halda upp á jólin, eða
gefa uppáhaldsfrænku sinni
gjöf eða neyðast til að hlaða í
heimagerðar jólagjafir handa
afkvæmum frekar en rafknúna
leikfangið sem kostar fúlgu fjár
en veitir skammtímaánægju í
miðjum usla.
Að mati Svarthöfða getur
þessi stöðuga leit að hamingju
í kringum hátíðirnar verið
streituvaldur á tíma sem er nógu
átakanlegur fyrir, þegar nægja
ætti að anda, vera og huga að
samverunni án alls glingursins
– þótt glingrið fegri vissulega
ljósmyndirnar og sjálfurnar.
Viðleitnin til að breyta heimilinu
í auglýsingabæklinginn skapar
ákveðna fullkomnunaráráttu
sem aldrei verður að veruleika. n
Hættum að skoða auglýsingabæklinginn
Það er
staðreynd að…
Ned Flanders í Simpsons er örvhentur.
Jólakötturinn er þekktur fyrir að éta
börn sem ekki fá flíkur fyrir jólin.
Við landnám var Vatnajökull langt-
um minni en hann er í dag og hét þá
Klofajökull.
Um 40.000 Bandaríkjamenn slas-
ast á salerinu á hverju ári.
Á hverju ári fær Paul McCartney um
250.000 pund vegna stórsmellsins
Wonderful Christmas Time.
Hver er
hann
n Hann er fæddur
28. janúar 1961 í
Reykjavík.
n Hann lauk BA-prófi í
sagnfræði frá Háskóla
Íslands árið 1996.
n Hann var kvikmyndagagnrýn-
andi Morgunblaðsins frá 1986 til
2001.
n Hann gaf út sína fyrstu bók árið
1997.
n Skáldsögur hans eru komnar á
þriðja tug og hafa verið þýddar á
tugi tungumála.
SVAR: ARNALDUR INDRIÐASON
OLGA FLÚÐI TIL LETTLANDS
MEÐ DÓTTUR SÍNA
n Óttast um öryggi dóttur sinnar á Íslandi
n Barnsfaðir Olgu sakar hana um barnsrán
„Ég er dauðhrædd um að dóttir
mín verði tekin frá mér endan-
lega, ef hún fer til Íslands.
O
lga, lettnesk kona, sem
búsett var hér á landi
í tíu ár segir íslenskan
barnsföður hennar hafa
beitt hana hótunum eftir að hún
flutti aftur heim til Lettlands með
unga dóttur þeirra. Maðurinn
krefst þess að fá barnið afhent
og sakar Olgu um barnsrán. Olga
segir hann lítinn sem engan
áhuga hafa sýnt dótturinni fram
að því. Segist hún óttast um
öryggi dóttur sinnar á Íslandi.
Olga ræddi um aðstæður
sína við lettneska fréttamiðilinn
Apollo fyrr í mánuðinum. Olga
er fædd og uppalin í borginni
Rēzekne í austurhluta Lettlands
en hún flutti til Íslands árið 2009,
eftir að hún útskrifaðist úr skóla.
Þar kynntist hún íslenskum
manni og hófu þau sambúð.
Olga segir manninn hafa látið
sig hverfa eftir að hún tilkynnti
honum að hún væri ófrísk. „Hann
vildi augljóslega ekki eignast
barnið vegna þess að hann var
mjög ungur, hann var sjálfur
nýlega orðinn lögráða,“ segir hún.
„Ég er dauðhrædd um
að dóttir mín verði tekin frá
mér endanlega,“ segir Olga.
Ljósmynd/skjáskot af Apollo
Hún segir manninn hafa
þrýst á hana að gangast undir
fóstureyðingu, en það hafi hún
ekki viljað gera. Hún segir þau
hafa tekið upp sambúð að nýju
meðan á meðgöngunni stóð, en
aðeins í stuttan tíma.
Eftir að dóttirin fæddist
öðlaðist Olga tvöfalt ríkisfang, á
Íslandi og í Lettlandi. Á sama tíma
var hún skráð sem einstæð móðir
í Þjóðskrá, enda bjó hún ekki
lengur með barnsföður sínum.
Hún segir manninn ekki hafa
sýnt neinn áhuga á að umgangast
barnið, og aldrei hafi hún fengið
greitt meðlag.
„Á tímabili voru einhver
samskipti, vegna þess að mér
fannst nauðsynlegt að dóttir
mín fengi að umgangast pabba
sinn. En hann sýndi henni engan
áhuga,“ heldur hún áfram.
Olga segir að á þessum tíma
hafi hún þurft að reiða sig á bætur
til að draga fram lífið. Stundum
hafi hún ekki átt peninga fyrir
mat og þurfti hún þá að leita til
hjálparstofnana. Hún fór að eigin
sögn aftur út á vinnumarkaðinn
þegar dóttir hennar varð orðin
aðeins eldri. Á tímabili þurfti
hún að vera í tveimur störfum til
að geta séð sér og dóttur sinni
farborða. Hún segir barnsföður
sinn seinna meir hafa byrjað
að taka örlítið meiri þátt í lífi
dótturinnar en áður, hann hafi
hitt hana við og við og fylgt henni
í leikskóla. Þá hafi hann loksins
farið að greiða meðlag með
dótturinni.
Olga segir manninn ekki hafa
sýnt neinn áhuga á að umgangast
barnið. Ljósmynd/Apollo
Olga segir það hafa komið
að því að hún vildi flytja aftur til
heimalandsins, enda var henni
ljóst að engin atvinnutækifæri
biðu hennar á Íslandi. Dóttir
hennar hafði þá lokið fyrsta bekk
í grunnskóla. Segist Olga hafa tjáð
barnsföður sínum að hún vildi
flytja til Lettlands með dótturina.
Olga að segir þær mæðgur
hafa heimsótt fjölskyldu sína í
Lettlandi og í kjölfarið hafi hún
notað tækifærið og svipast um eftir
hentugu námi eða vinnu. Segist
hún hafa tjáð barnsföður sínum
á þeim tíma að hana langaði að
flytja aftur til heimalandsins.
Hún segir manninn ekki hafa
viljað ræða málið frekar á þeim
tímapunkti, en stuttu seinna fór
Olga ásamt dóttur sinni í frí til
Lettlands. Hún segir barnsföður
sinn hafa sagt að henni væri frjálst
vera áfram í Lettlandi, en hann
vildi að dóttir þeirra kæmi aftur
til Íslands, þar sem hann vildi að
hún héldi áfram grunnskólanámi
hér á landi. Olga segir hann hafa
hótað öllu illu ef hún myndi ekki
skrifa undir umgengnissamning.
„Hann fór þá að hóta mér því að
koma út og sækja barnið, þar sem
hann væri í fullum rétti til þess. Ég
er dauðhrædd um að dóttir mín
verði tekin frá mér endanlega, ef
hún fer til Íslands,“ segir Olga en
hún kveðst hafa boðið barnsföður
sínum að koma út til Lettlands og
hitta stúlkuna þar.
Fram kemur að málið verði tekið
fyrir hjá lettneskum dómstólum
seinna í mánuðinum. n
Auður Ösp Guðmundsdóttir
audur@dv.is
Svarthöfði