Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2019, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2019, Qupperneq 14
14 FÓKUS - VIÐTAL 20. desember B ubbi Morthens er fyrir löngu orðinn þjóðareign og í raun erfitt að fanga orð sem lýsa þeim litríka karakter sem hann býr yfir. Hann sér lífið í lit­ um og segir sýninguna sem senn verður sett á fjalir Borgarleikhússins vera gula, enda sé það fyrir góðu. Blaðakona DV hittir Bubba fyrir í Borgar­ leikhúsinu á einhverjum snjóþyngsta morgni þessa árs. Hann lét veðurofsann ekki stöðva sig við að komast í bæinn úr Kjósinni, enda vanur því að vera með vindinn í andlitinu. Fyrstu áheyrendaprufur standa yfir sama dag og allir sem kunna að syngja Stál og hnífur eru velkomnir að mæta. Aðstand­ endum sýningarinnar var fljótt ljóst að mik­ ill áhugi var fyrir hendi og margir sem vildu spreyta sig á þessum söngtexta, sem óhætt er að segja að risti djúpt í þjóðarsálina. Bubbi er með ótal járn í eldinum, jólatónleikar bókaðir hvert kvöld samhliða undirbúningi fyrir sýninguna 9 líf, sem er í fullum gangi, hann segir lykilatriði að halda í rútínuna. „Ég er annaðhvort í skyrtu eða bol á sviðinu, svo er ég alltaf með djús­ ana mína, en ég fasta 18 tíma á sólarhring og hef gert núna í tvo mánuði. Ég ætla að fasta til 16. apríl, og borða eina máltíð yfir daginn.“ Spurður hvers vegna sú dagsetning hafi orðið fyrir valinu segir Bubbi hana vera fallega tölu. „Apríl er silfraður og talan 16 er Afríkubrún, þannig smellur þetta. Sam­ hliða er ég að æfa mikið, ég mætti til dæm­ is klukkan sex í morgun og æfði mjög hart í tæpa tvo tíma, sippaði og boxaði, þetta er alveg geggjað.“ Ólafur Egill Egilsson er staddur með okk­ ur. Hann sér um leikstjórn ásamt því að semja verkið sem frumflutt verður í mars og byggir á ævi Bubba. Hann segir aðdragand­ ann hafa verið dálítið langan. „Ég frétti fyrir nokkrum árum að Bubbi væri opinn fyr­ ir hugmyndinni um að gera einhvers kon­ ar sviðsverk byggt á höfundarverki hans. Við erum að tala um meira en 800 lög, svo það er auðvitað af nógu að taka, en ég fann ekki alveg hver nálgunin ætti að vera og þetta datt upp fyrir – svo fór ég að lesa ljóðabækurnar hans og þær sprengdu á mér hausinn. Ljóðin hans opna inn á djúpið, sál­ arlífið og manneskjuna á bak við „Bubba“, og þá hugsaði ég: þarna er þetta – ef hann er til í að opna á allt þetta, og það merkilega var, að Bubbi var til,“ segir Ólafur. „Hégóminn er harður húsbóndi, við skulum ekkert vera að þykjast neitt með það,“ staðfestir Bubbi. „Auðvitað er þetta langt út fyrir minn þægindaramma, en á sama tíma er ég svona innréttaður. Ég er búinn að vinna með „Bubba“ innan gæsalappa, semja, syngja, yrkja og tala um líf mitt – allt á úthverfunni, svo þetta var ekki langt frá því sem ég hef verið að gera. En það er forvitnilegt að sjá hvað hægt er að gera úr þessu konsepti. Þegar Óli fór að tala um ljóðabækurnar fann ég að hann myndi vinna þetta á einhverju dýpi. Svo segir maður já og þá er ekki aftur snúið. Maður verður að taka því að einhver skoði þig og þín verk og, ofar öllu, passa að blanda sér ekki í það. Bubbi í núinu verður að vera eins fjarlægur og hægt er.“ Fæ lánaða dómgreind hjá fólki Þrátt fyrir að vera að eigin sögn agaður viðurkennir Bubbi að ferlið hafi tekið á. „Mér fannst erfitt að lesa þetta. Það komu upp alls konar tilfinningar sem rifja upp vandræðaleg og afhjúpandi augnablik og þótt þetta sé skáldskapur byggður á raun­ veruleika er hann það nálægt sannleikan­ um að ég fæ alveg sting. Að sama skapi hef ég vit á að fá lánaða dómgreind hjá fólki sem ég tek mark á og þegar það segir að þetta sé flott, segi ég sjálfum mér að halda kjafti,“ segir Bubbi. „Bubbi segist ekki vilja blanda sér of mikið í þetta,“ að sögn Ólafs. „Hann hefur verið mjög æðrulaus og gefið mér frjáls­ ar heldur en hann lagði samt línuna strax í upphafi. Hann sagðist vilja hafa þetta alvöru og ég ætti ekki að hlífa honum með neitt. Og ég geri það ekki. Í sýningunni för­ um við í gegnum ferilinn, æskuna, áföll og sigra en ekki síst íslenska samfélagið. Ég grínast stundum með það, en meina það auðvitað um leið þegar ég segi að við erum öll Bubbi. Hann er partur af sögu okkar allra og þannig erum við öll partur af hans sögu. Bubbi endurspeglar líka á vissan hátt íslensku þjóðarsálina. Hann er ákveðinn fasti – eiginlega eins og fjall í landslaginu, þarna er Esjan, þarna er Hvannadalshnjúkur og þarna er Bubbi. En ég hef góða tilfinningu fyrir þessu. Það fyrsta sem Bubbi sagði við mig var að þetta yrði gul sýning, sem ég held að sé gott mál, eða hvað Bubbi?“ spyr Ólafur. „Jú, gulur er heilandi litur, hann dregur fram það besta í fólki, þú sérð það best hvernig munkar klæða sig. Gulur hefur já­ kvæða orku og fyrir mér er gulur alltaf góð­ ur á bragðið. Strákarnir sem sjá um hljóð­ Íris Hauksdóttir iris@dv.is „Hégóminn er harður húsbóndi“ Eins og fjall í landslaginu - Var talinn hættulegur tungumálinu – Hans sögur eru okkar sögur MYNDIR: EYÞÓR ÁRNASON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.